Erlent

Bandarískir hermenn ótryggðir

MYND/AP

Mörg hundruð bandarískir hermenn sem hafa slasast í Írak og Afganistan, eru ekki tryggðir, vegna kerfisbundinna mistaka tryggingasérfræðinga Pentagon. Nærri 900 hermenn skulda nú sem svarar rúmlega einni milljón dollara vegna sjúkrakostnaðar eftir að hafa slasast í átökum.

Samkvæmt skýrslu um málið eru nærri þrír fjórðu þessara skulda tilkomnir vegna mistaka hjá varnarmálaráðuneytinu. Nefnd á vegum Bandaríkjaþings mun fara yfir málið á næstu vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×