Innlent

Halldór hitti Anders Fogh Rasmussen

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra átti í morgun fund með Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur en Rasmussen átti viðkomu á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Grænlands.

Ráðherrarnir ræddu öryggismál á Norður-Atlantshafi og gerði Halldór meðal annars grein fyrir stöðunni í viðræðunum við Bandaríkjamenn um framtíð varnarsamstarfs ríkjanna. Þá ræddu þeir um mikilvægi samstarfs á norðurskautssvæðinu í ljósi aukinna sjóflutninga í tengslum við auðlindanýtingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×