Erlent

Áframhaldandi ókyrrð í Nepal

MYND/AP

Hundruð Maóista réðust í morgun inn í litla borg í austurhluta Nepals og skutu að opinberum byggingum. Þegar síðast fréttist höfðu skotbardagar milli maóistanna og öryggissveita staðið í sex klukkustundir, en ekki hafa enn borist fregnir af mannfalli.

Enn hefur verið sett á útgöngubann í höfuðborginni Katmandu í dag, þar sem tugþúsundir hafa undanfarna daga mótmælt alræðisvaldi Gyanendra konungs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×