Erlent

Stjórnarflokkar halda velli í Úkraínu

Stjórnarflokkarnir náðu endurkjöri í þingkosningum í Ungverjalandi, sem fram fóru í gær. Sósíalistaflokkur forsætisráðherrans Ferens Gíursany og samstarfsflokkar hans náðu nokkuð öruggum meirihluta þingsæta.

Þetta er í fyrsta sinn sem ríkisstjórn heldur velli í landinu síðan lýðræði var aftur komið á í kringum 1990. Stærsta mál stjórnarinnar verður væntanlega að ná niður fjárlagahallanum, sem er hvergi meiri innan Evrópusambandsins. Ungverjar hafa fengið vilyrði fyrir að taka upp Evruna árið 2010, en það gæti frestast ef ekki tekst að ná tökum á fjárlagahallanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×