Erlent

Ósvikinn Bin Laden

MYND/AP

Bandaríska leyniþjónustan telur fullvíst að upptakan frá Ósama Bin Laden sem AlJazeera birti í gær, sé ósvikin. Á upptökunni hvatti Bin Laden fylgismenn sína til að búa sig undir langt stríð gegn Vesturlandabúum.

Tilraunir vestrænna ríkisstjórna til að einangra Hamas-samtökin væru dæmi um krossför Vesturlanda gegn íslam. Þá stefndu krossfarar einnig að því að skipta Súdan upp. Bæði ríkisstjórn Súdans og talsmaður Hamas vilja hins vegar ekkert hafa með Bin Laden að gera og segjast vilja góð samskipti við Vesturlönd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×