Innlent

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kynnir nýtt frumvarp til laga um fjölmiðla

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er þessa stundina að kynna nýtt frumvarp til laga um fjölmiðla á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu. Í frumvarpinu er meðal annars gert ráð fyrir að Samkeppniseftirlitið geti haft afskipti af samruna fyrirtækja á fjölmiðlamarkaði. Þá verði fjölmiðlum gert að setja reglur sem tryggi gagnsæi á eignarhaldi þeirra og að einn og sami aðili megi ekki eiga meira en 25 prósenta hlut í fyrirtæki sem er ráðandi á markaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×