Innlent

Tveir jeppar rákust saman á Kringlumýrabraut

Árekstur varð á Kringlumýrabraut rétt fyrir klukkan þrjú í dag þegar tveir jeppar rákust saman. Engan sakaði í ósköpunum en svo virðist sem ökumaður jeppans hafi ekið í veg fyrir fólksbílinn með fyrrgreindum afleiðingum og eru báðir bílarnir mikið skemmdir.

Þetta er annar áreksturinn á þessum stað í dag en í morgun varð þar sex bíla árekstur. Örfáum metrum norðan við slysstaðinn er stór vinnuvél og varúðarmerki á götunni. Ekki er ljóst hvort það hafi átt einhvern þátt í að árekstrarnir urðu á þessum stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×