Innlent

Líst vel á Nylon

Breska blaðið Sunday People spáir íslenska Nylonflokknum velgengni eftir að hafa fylgst með stúlkunum hita upp fyrir bresku poppsveitina Westlife um helgina. Þetta var upphaf tónleikaferðar Westlife um Bretland og munu Nylonstúlkurnar hita upp fyrir alla tónleikana.

Þá verður fyrsta smáskífa þeirra gefin út í Bretlandi í byrjun júní og unnið er að fyrstu breiðskífu þeirra fyrir alþjóðamarkað í Metropolitan hljóðverinu í Bretlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×