Erlent

Harry prins má ekki fara í stríð

Harry (til vinstri), ásamt eldri bróður sínum Vilhjálmi.
Harry (til vinstri), ásamt eldri bróður sínum Vilhjálmi. MYND/AP

Yngri syni Karls Bretaprins, Harry, verður líklega bannað að fylgja herdeild sinni til Íraks þegar herdeildin verður send þangað á næsta ári. Breska blaðið Times greinir frá þessu í dag.

Ástæðan er áhyggjur af öryggi prinsins, sem og þeirra sem fylgja honum. Búist er við að prinsinn yrði öðrum hermönnum fremur skotmark vígamanna og dragi óæskilega athygli að sér og herdeild sinni.

Harry hefur sjálfur lýst því yfir að hann ætli sér að fylgja herdeild sinni hvert í heiminum sem er, en hann útskrifaðist úr herskólanum í Sandhurst nú nýverið. Hann segist munu afsala sér stöðu sinni í konungsfjölskyldunni ef hann verði skilinn frá félögum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×