Innlent

Sala fasteigna hrapar

MYND/Gunnar Ott

Húsnæðisveltan á höfuðborgarsvæðinu er í frjálsu falli aðra vikuna í röð og var minni í síðustu viku en í lægðinni miklu, í síðustu vikum janúarmánaðar.

Veltan í síðustu viku var aðeins tæpir 2,3 milljarðar króna, en meðaltal síðustu 12 vikna er tæpir 4,8 milljarðar og rauk upp í rúma 6 milljarða í mars. Veltan núna er því röskum þrem milljörðum minni en þá. Aðeins 92 kaupsamningum var þinglýst í síðustu viku, samanborið við hundrað áttatíu og þrjá samninga að meðaltali á viku, síðustu tólf vikurnar.

Meðalverð í hverjum kaupsamningi hefur líka lækkað um rúma milljón frá sama meðaltali, eða úr rúmum 26 milljónum niður í tæpar 25 milljónir. Það þarf þó ekki að endurspegla beina verðlækkun, heldur mun heldur hafa dregið úr viðskiptum með dýrar eignir.

Verulega dró líka úr umsvifum á Akureyri þar sem aðeins fjórum kaupsmaningum var þinglýst í síðustu viku , en meðaltalið þar er 18 á viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×