Innlent

Segir LN hafa slitið kjaraviðræðum við náttúrufræðinga

Félag íslenskra náttúrufræðinga segir launanefnd sveitarfélaga hafa slitið kjaraviðræðum við sig á dögunum en samningar hafa verið lausir frá því í nóvember 2004. Um er að ræða náttúrufræðinga sem starfa að skipulagsmálum, heilbrigðiseftirliti og hjá náttúrustofum. Í tilkynningu frá Félagi íslenskra náttúrufræðinga segir að nánast engar efnislegar umræður um laun hafi átt sér stað og harma náttúrufræðingar það sem þeir kalla aðgerðaleysi launanefndarinnar. Með aðgerðaleysinu stefni launanefndin atvinnuuppbyggingu fyrir háskólamenntað fólk í hættu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×