Innlent

Bátsrán endaði uppi í fjöru í Skerjafirði

Tíu tonna hraðfiskibáti, Gísla KÓ 10, var stolið úr Kópavogshöfn í nótt og fannst hann uppi í fjöru í Skerjafirði í morgun, talsvert skemmdur. Þjófurinn hafði skorið á landfestarnar, brotist inn í stýrishúsið og náð að ræsa vélina.

Þjófurinn hefur hugsanlega ætlað í lengri siglingu, en báturinn steytt á einhverju því skrúfan er skemmd, og kann það að valda því að báturinn hafnaði uppi í fjöru. Þjófurinn virðist hafa sloppið ómeiddur. Reynt verður að draga bátinn á flot á næsta flóði en síðan verður hann hífður á þurrt til viðgerðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×