Innlent

Sjatnar í Skaftá

MYND/INGI

Talsvert er farið að sjatna efst í Skaftá en rennsli er enn mikið neðantil í ánni eins og á Kirkjubæjarklaustri. Vatnsmagnið efra er nú komið niður í umþaðbil 500 rúmmetra á sekúndu, sem jafngildir fyrra rennslismeti, enda var hlaupið nú, það stærsta hingað til.

Þá var það óvenjulegt að því leiti að það hljóp líka í Tungná og út í söfnunarlón fyrir virkjanirnar í Þjórsá. Ekki er þó talið að framburður í flóðinu hafi áhrif á vélar rafstöðvannna þar. Jarðvísindamenn vonast til að flugveður verði yfir jöklinum í dag þannig að hægt verði að skoða sigketilinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×