Innlent

Sjö bílsprengjuárásir í Baghdad

MYND/AP

Minnst átta hafa fallið og meira en áttatíu særst í sjö bílsprengjuárásum í Baghdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Sprengjurnar hafa sprungið fyrir utan lögreglustöðvar, skrifstofur ráðuneyta og háskóla. Þetta sprengjuregn er talið tengjast hræringum í ríkisstjórn Íraka, þar sem nýr forsætisráðherra var valinn um helgina.

Þá héldu réttarhöldin yfir Saddam Hússein áfram í morgun, þar sem rithandarsérfræðingar voru kallaðir fyrir réttinn, til að meta hvort Saddam hefði skrifað undir skjöl þar sem fyrirskipuð voru fjöldamorð á hundrað og fimmtíu sjíum í þorpinu Dujail.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×