Innlent

Unglingar á ofsaferð

Sautján ára unglingur var stöðvaður eftir að hafa ekið bíl sínum á 144 kílómetra hraða eftir Reykjanesbraut í Kópavogi í gærkvöldi, þar sem hámarkshraði er sjötíu. Hann var því á meira en tvöföldum hámarkshraða og með aðeins tíu daga gamalt reynsluskírteini, sem hann missti umsvifalaust.

Sömu örlög biðu ökuskírteinis ungs ökumanns, sem stöðvaður var á Hringbraut á móts við Melatorg í nótt eftir að hafa mælst á 130 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar á klukkusutnd




Fleiri fréttir

Sjá meira


×