Innlent

Húsnæðisvelta virðist á niðurleið

MYND/Vilhelm

Húsnæðisveltan á höfuðborgarsvæðinu virðist vera á hraðri niðurleið og var minni í síðustu viku en í lægðinni miklu í janúar.

Veltan í síðustu viku var aðeins tæpir 2,3 milljarðar króna, en meðaltal síðustu tólf vikna er tæpir 4,8 milljarðar og rauk upp í rúma sex milljarða í mars. Veltan núna er því röskum þrem milljörðum minni en þá en vafalaust hefur það einhver áhrif að aðeins þrír dagar voru virkir í síðustu og næst síðustu vikum, en aftur á móti er ekkert afgreiðslu þak á daglegum afgreiðslum hjá fógeta.

Aðeins níutíu og tveimur kaupsamningum var þinglýst í síðustu viku, samanborið við 183 samninga að meðaltali á viku, síðustu tólf vikurnar. Þessi lægð núna endurspeglar ekki árlega lægð í kringum páksana því algengt er að það taki tvær til fjórar vikur frá undiritun kaupsamnings að hann er þinglýstur, eins og hér er miðað við.

Meðalverð í hverjum kaupsamningi hefur líka lækkað um rúma milljón frá sama meðaltali, eða úr rúmum 26 milljónum niður í tæpar 25 milljónir. Það þarf þó ekki að endurspegla beina verðlækkun heldur munu bankarnir sérstaklega hafa dregið út lánum til kaupa á dýrum eignum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×