Fleiri fréttir Góð kosningaþátttaka í Ungverjalandi Allgóð kjörsókn hefur verið í síðari umferð ungversku þingkosninganna sem hófst í morgun. Útlit er fyrir að ríkisstjórnin haldi meirihluta sínum. Þegar kjörstaðir voru opnaðir snemma í morgun höfðu þegar myndast biðraðir fyrir utan og það sem af er degi hefur kjörsókn verið býsna góð. Stöðugleiki hefur hingað til ekki verið helsta einkenni ungverskra stjórnmála því síðan járntjaldið féll árið 1990 hefur sitjandi ríkisstjórn aldrei náð að halda völdum. 23.4.2006 16:20 Vilja auka val, gæði og árangur Sjálfstæðismenn í Reykjavík kynntu í hádeginu fjölskyldustefnu sína fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Markmið hennar er, -að sögn frambjóðenda flokksins, -að auka val, gæði og árangur í þjónustu Reykjavíkurborgar. 23.4.2006 15:15 Enn mótmælt í Nepal Enn einn daginn í röð fylktu mótmælendur liði í Katmandú, höfuðborg Nepals. Andófsmennirnir höfðu útgöngubann yfirvalda að engu heldur reyndu að komast inn á bannsvæði í miðborginni þar sem konungshöllin er. 23.4.2006 15:00 Bin Laden segir Vesturlönd í krossför gegn islam Arabíska sjónvarpsstöðin al-Jazeera birti í morgun ávarp frá Osama bin Laden, leiðtoga al-Kaída hryðjuverkanetsins. Í ávarpinu sagði hann tilraunir ríkisstjórna á Vesturlöndum til að einangra Hamas-samtökin og átökin í Darfur dæmi um krossför Vesturlanda gegn íslam. Bin Laden bætti því við að almenningur á Vesturlöndum bæri einnig ábyrgð á þessari aðför gegn trú sinni. 23.4.2006 14:16 Hlaupið líklega búið að ná hámarki Hlaupið í Skaftá nú er einstakt í söguni því þetta er fyrsta sinn sem hlaupið úr Skaftárkötlum hleypur fram á tveimur stöðum, í Skaftá og Tungnaá. Að sögn Odds Sigurðssonar jarðfræðings, þá virðist sem hlaupið hafi náð hámarki en við upphaf þess var krafturinn í hlaupinu svo mikill að vatnið sprautaðist upp úr sprungum á jöklinum. 23.4.2006 12:12 Skemmdarverk unnin á bílum Skemmdarverk voru unnin á sjö bílum við Suðurbugt í Reykjavíkurhöfn í morgun. Rúður bílanna voru brotnar og rótað í bílunum en litlu ef einhverju stolið. Mikið var að gera hjá lögreglunni seinni hluta nætur og í morgun og á tímabili hafði lögregla vart undan. 23.4.2006 11:54 Hálka á vegum Hálka er víða á vegum fyrir vestan og norðan. Á Holtavörðuheiði og í Bröttubrekkum er hálka og skafrenningur, hálkublettir eru á heiðum á Vesturlandi og hálka eða hálkublettir á Vestfjörðum og Norðausturlandi. 23.4.2006 10:56 Mikill reykur en lítil hætta Talsverðan reyk og brunalykt lagði yfir Fitjar í Reykjanesbæ í gær en engin hætta var á ferðum því vaskir slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Suðurnesja voru við æfingar í gamalli steypustöð. 23.4.2006 10:45 Miklar skemmdir í eldsvoða Eldur kom upp í íbúðarhúsi í Grindavík rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöld. Miklar skemmdir urðu á húsinu vegna elds og reyks en húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp. 23.4.2006 10:09 Skaftárhlaup eykst enn Hlaupið í Skaftá heldur enn áfram að aukast. Sjálfvirkir mælar eru óvirkir en vatnsmælingamenn eru á leið að ánni til að meta stöðuna. Að sögn staðkunnugra er vatnselgurinn mikill og rennslið með því allra mesta sem gerist í Skaftárhlaupum. 23.4.2006 10:05 Litlu flokkarnir sækja í sig veðrið Sjálfstæðisflokkur tapar töluverðu fylgi og litlu flokkarnir sækja á í Reykjavík samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. 23.4.2006 10:02 Fréttablaðið í fimm ár Fréttablaðið er fimm ára í dag. Á þessum stutta tíma hefur blaðið unnið sér sess á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Það er mest lesna dagblað á Íslandi, mikið notaður fjölmiðill sem frá upphafi hlaut góðar viðtökur lesenda þótt margir hafi haft uppi hrakspár um framtíð blaðsins fyrst eftir að blaðið hóf göngu sína. 23.4.2006 08:00 Skotið á nepalska mótmælendur Nepalska lögreglan réðst í morgun gegn andófsmönnum sem reyndu að komast að konungshöllinni í Katmandú, höfuðborg landsins. Sáttatilboð konungs virðist hafa fallið í afar grýttan jarðveg hjá þegnum hans. 22.4.2006 21:00 Settur á fleka gegn vilja sínum Norskt olíuskip á leið til Svíþjóðar sigldi í gær fram á mann á fleka á Skagerak, um fimmtíu kílómetra norður af Jótlandi. 22.4.2006 20:15 Rekin frá CIA vegna uppljóstrana Bandaríska leyniþjónustan CIA hefur leyst hátt settan starfsmann sinn frá störfum fyrir að leka upplýsingum um leynifangelsi erlendis og fangaflutninga þeim tengdum til fjölmiðla. 22.4.2006 19:45 Al-Maliki verður forsætisráðherra Vonast er til að fjögurra mánaða stjórnarkreppa í Írak sé á enda eftir að samkomulag náðist um hver tæki við embætti forsætisráðherra landsins. Jalal Talabani var endurkjörinn forseti á íraska þinginu í dag. 22.4.2006 19:20 Skerðir tengsl við félagsmenn Tengsl verkalýðshreyfingarinnar við atvinnulausa félagsmenn sína rofna ef lagafrumvarp félagsmálaráðherra um atvinnuleysistryggingasjóð verður að lögum segir formaður Eflingar. 22.4.2006 19:15 Enn vex hlaupið í Skaftá Hlaupið í Skaftá vex mjög hratt og er rennslið nú komið í tæpa 390 rúmmetra á sekúndu en búast má við að það fari í um 1400 rúmmetra þegar hlaupið nær hámarki í nótt eða fyrramálið. Rennslið hefur þrefaldast frá því hlaupið hófst í gærkvöldi. 22.4.2006 18:42 Fyrsta keppni framhaldsskóla í ökuleikni Fyrsta Íslandsmeistarakeppnin í ökukeppni framhaldsskólanna fór fram í dag og tóku tólf ungmenni þátt. Þátttakendur óku í gegnum fjórar þrautir og réðust úrslit á ökuhraða í gegnum brautirnar og villufjölda. 22.4.2006 18:16 Bruni í Þrándheimi Stórbruni varð í miðborg Þrándheims í Noregi í gærkvöld. Enginn slasaðist en nokkur hús gjöreyðilögðust. 22.4.2006 17:30 Sýkt kjöt í dönskum verslunum Dönsk heilbrigðisyfirvöld rannsaka nú hvernig á því standi að níu tonn af ítölsku kalkúnakjöti hafi ratað í 173 danskar matvöruverslanir án tilskildrar vottunar. 22.4.2006 17:00 Rangar líkamsleifar afhentar Chilesk yfirvöld hafa beðið ættingja 126 fórnarlamba herforingjastjórnarinnar illræmdu afsökunar eftir að í ljós kom að þeim voru afhentar rangar líkamsleifar. 22.4.2006 16:45 Tvöfalt tilræði í Úkraínu Fjórtán slösuðust í tveimur sprengjutilræðum sem framin voru í úkraínsku borginni Kharkív í dag. 22.4.2006 16:15 Fjölmenn mótmæli í Palestínu Þúsundir fylgismanna Fatah-hreyfingar Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, efndu til mótmæla á Vesturbakkanum og Gaza-ströndinni í dag. 22.4.2006 15:53 Jón Ingi hættur hjá AFLi Jón Ingi Kristjánsson er hættur sem formaður AFLs, Starfsgreinafélags Austurlands. Starfinu hafði hann gegnt frá því samtökin voru stofnuð fyrir rúmum fimm árum. 22.4.2006 13:45 Hlaupið í Skaftá vex mjög hratt Hlaupið í Skaftá vex mjög hratt og er rennslið í Eldvatni við Ása nú orðið tæpir 280 rúmmetrar á sekúndu.Hlaupið á upptök sín um 5-10 kílómetrum norð-vestan við Grímsvötn í eystri katli Skaftárjökuls og varð þess vart um klukkan 7 morgun. 22.4.2006 13:28 Íbúðaverð hækkar um tvö prósent Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um tæp tvö prósent í síðasta mánuði og hefur hækkað um rúm fjögur prósent fyrstu þrjá mánuði ársins. 22.4.2006 13:15 Allt að fimmtungur yfir sjötugu með hjartadrep Allt að fimmtungur fólks yfir sjötugu er með hjartadrep án þess að hafa nokkra hugmynd um það. Þetta leiða rannsóknir Hjartaverndar í ljós. Samtökin hafa nú fengið ríflega 60 milljóna króna styrk til að kanna betur áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma fólks á efri árum. 22.4.2006 12:30 Gengur 2000 kílómetra Jón Eggert Guðmundsson ætlar að ganga rúmlega tvö þúsund kílómetra um strandvegi landsins í sumar og styrkja um leið Krabbameinsfélag Íslands. 22.4.2006 12:28 Útlit fyrir stórt hlaup í Skaftá Hlaup er hafið í Skaftá og er útlit fyrir að það sé frekar stórt en vitað var að báðir katlarnir í Skaftárjökli voru orðnir fullir. Hlaupið á upptök sín um fimm til tíu kílómetrum norð-vestan við Grímsvötn í eystri katli Skaftárjökuls og varð þess vart um klukkan 7 morgun. 22.4.2006 12:23 Fá gular númeraplötur Farartæki sem mega nota gjaldfrjálsa litaða olíu verða í framtíðinni með öðruvísi númeraplötum en önnur farartæki. Samkvæmt reglugerð sem er í undirbúningi í samgönguráðuneytinu verða slík farartæki með gular númeraplötur með svörtum og brúnum stöfum. 22.4.2006 10:45 Á ofsahraða með glænýtt skírteini Piltur sem hefur verið með ökuskírteini í fjórtán daga var tekin á 141 kílómetra hraða á Miklubraut í Reykjavík klukkan sex í morgun. Hann verður sviptur ökuréttindum og á von á 50 þúsund króna sekt. 22.4.2006 10:30 Al-Maliki í stað al-Jaafari Vonast er til að höggvið hafi verið á hnútinn í stjórnarmynduninni í Írak eftir að tilkynnt var um að Jawad al-Maliki, yrði forsætisráðherraefni fylkingar sjía, í stað Ibrahims al-Jaafari, núverandi forsætisráðherra. 22.4.2006 10:15 Hlaup hafið í Skaftá Hlaup er hafið í Skaftá og er útlit fyrir að það sé frekar stórt en vitað var að báðir katlarnir í Skaftárjökli voru orðnir fullir. Hlaupið á upptök sín um 5-10 kílómetrum norð-vestan við Grímsvötn í eystri katli Skaftárjökuls og varð þess vart um klukkan 7 morgun. Að sögn Oddsteins Kristjánssonar, bónda á Hvammi varð hann hljaupsins var snemma í morgun en síðan þá hefur það vaxið mikið. 22.4.2006 10:13 Skotið á mótmælendur nærri konungshöll Lögregla í Nepal skaut á mótmælendur í miðbæ Katmandú í morgun og særði að minnsta kosti átta menn. Tugþúsundir manna hundsuðu útgöngubann og gengu um götur borgarinnar í átt að konungshöllinni. 22.4.2006 10:01 Hlé eftir 38 tíma umræðu Annarri umræðu um frumvarp menntamálaráðherra um að Ríkisútvarpinu verði breytt í hlutafélag lauk um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. 22.4.2006 09:57 Samningfundi lauk án sátta en tillaga þó lögð fram Samningafundi Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu vegna kjaradeilu ófaglærðra stafsmanna á dvalarheimilum lauk nú á sjötta tímanum án þess að sættir næðust en svo virðist sem það þokist í samkomulagsátt. Að sögn Jóhanns Árnasonar, formanns SFH, var lögð fram tillaga á fundinum sem forsvarsmenn ófaglærðra ætla að skoða um helgina. 21.4.2006 18:15 Hyggst leggja fram frumvarp um hjónavígslu samkynhneigðra Frumvarp um bætta réttarstöðu samkynhneigðra verður væntanlega samþykkt fyrir þinglok í vor og jafnvel strax í næstu viku. Í því er ekki lagt til að trúfélög fái að gefa saman samkynhneigð pör en Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hyggst leggja fram sérfrumvarp þar að lútandi þar sem hún telur þverpólitískan stuðning við það. 21.4.2006 22:13 Hámarksökutaxti leigubifreiða afnuminn Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að hámarksökutaxti leigubifreiða skuli afnuminn um næstu mánaðamót. Búist er við að flestar leigubílastöðvar sæki um undanþágu til þess að hafa samræmda gjaldskrá fyrir sína bíla. 21.4.2006 21:59 Bauð ókeypis brjóstaskoðun án þess að vera læknir Lögregla á Florída handtók í gær mann á áttræðisaldri sem hafði gengið hús úr húsi í gervi læknis og boðið konum uppá ókeypis brjóstaskoðun. Upp um manninn komst þegar kona sem hann var að skoða grunaði að eitthvað misjafnt væri á ferðinni þegar maðurinn bað hana um að fara úr öllum fötunum 21.4.2006 21:01 Sturtaði seðlunum niður Í Þýskalandi eru ekki allir með það á hreinu hvort enn sé hægt að skipta þýska markinu í Evrur. Það var í það minnsta ekki elllilífeyrisþegi einn í Berlín sem fleygði andvirði 30.000 Evra í klósettið heima hjá sér og sturtaði niður. 21.4.2006 20:31 Maðurinn fundninn Maðurinn sem leitað var að á Vatnajökli í dag eru fundinn. Hann komu sér sjálfur til byggða og hefur því fyrirhugaðri leit verið blásin af. Björgunarsveitir Landsbjargar grennsluðust eftir jeppa á Vatnajökli þar sem ekkert hafði heyrst í ökumanni hans frá hádegi en maðurinn var á leið frá Grímsfjöllum til Jökulheima en sneri við vegna slæms veðurs sem geisar enn. Jeppinn var vel búinn 21.4.2006 19:00 Útför Magneu Þorkelsdóttur var í dag Magnea Þorkelsdóttir biskupsfrú var borin til grafar í dag. Útförin fór fram í Hallgrímskirkju í Reykjavík að viðstöddu fjölmenni. 21.4.2006 18:55 Gyanendra vill sættir Ekkert útlit er fyrir að ólgunni í Nepal linni á næstunni þrátt fyrir að konungur landsins hafi heitið því í dag að koma á lýðræði þar á ný. Stærsti flokkur landsins segir sáttatilboð kóngsins ganga alltof skammt og því verði mótmælum haldið áfram. 21.4.2006 18:51 Vill fjölga nýnemum í hjúkrun um fjörutíu á ári Deildarforseti hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands segir vilja til að fjölga þeim sem hefja nám í hjúkrunarfræði um fjörutíu á ári en til þess þurfi aukna fjárveitingu. Menntamálaráðherra segir fund ráðgerðan með heilbrigðisráðherra til að finna lausn á skorti á hjúkrunarfræðingum. 21.4.2006 18:45 Sjá næstu 50 fréttir
Góð kosningaþátttaka í Ungverjalandi Allgóð kjörsókn hefur verið í síðari umferð ungversku þingkosninganna sem hófst í morgun. Útlit er fyrir að ríkisstjórnin haldi meirihluta sínum. Þegar kjörstaðir voru opnaðir snemma í morgun höfðu þegar myndast biðraðir fyrir utan og það sem af er degi hefur kjörsókn verið býsna góð. Stöðugleiki hefur hingað til ekki verið helsta einkenni ungverskra stjórnmála því síðan járntjaldið féll árið 1990 hefur sitjandi ríkisstjórn aldrei náð að halda völdum. 23.4.2006 16:20
Vilja auka val, gæði og árangur Sjálfstæðismenn í Reykjavík kynntu í hádeginu fjölskyldustefnu sína fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Markmið hennar er, -að sögn frambjóðenda flokksins, -að auka val, gæði og árangur í þjónustu Reykjavíkurborgar. 23.4.2006 15:15
Enn mótmælt í Nepal Enn einn daginn í röð fylktu mótmælendur liði í Katmandú, höfuðborg Nepals. Andófsmennirnir höfðu útgöngubann yfirvalda að engu heldur reyndu að komast inn á bannsvæði í miðborginni þar sem konungshöllin er. 23.4.2006 15:00
Bin Laden segir Vesturlönd í krossför gegn islam Arabíska sjónvarpsstöðin al-Jazeera birti í morgun ávarp frá Osama bin Laden, leiðtoga al-Kaída hryðjuverkanetsins. Í ávarpinu sagði hann tilraunir ríkisstjórna á Vesturlöndum til að einangra Hamas-samtökin og átökin í Darfur dæmi um krossför Vesturlanda gegn íslam. Bin Laden bætti því við að almenningur á Vesturlöndum bæri einnig ábyrgð á þessari aðför gegn trú sinni. 23.4.2006 14:16
Hlaupið líklega búið að ná hámarki Hlaupið í Skaftá nú er einstakt í söguni því þetta er fyrsta sinn sem hlaupið úr Skaftárkötlum hleypur fram á tveimur stöðum, í Skaftá og Tungnaá. Að sögn Odds Sigurðssonar jarðfræðings, þá virðist sem hlaupið hafi náð hámarki en við upphaf þess var krafturinn í hlaupinu svo mikill að vatnið sprautaðist upp úr sprungum á jöklinum. 23.4.2006 12:12
Skemmdarverk unnin á bílum Skemmdarverk voru unnin á sjö bílum við Suðurbugt í Reykjavíkurhöfn í morgun. Rúður bílanna voru brotnar og rótað í bílunum en litlu ef einhverju stolið. Mikið var að gera hjá lögreglunni seinni hluta nætur og í morgun og á tímabili hafði lögregla vart undan. 23.4.2006 11:54
Hálka á vegum Hálka er víða á vegum fyrir vestan og norðan. Á Holtavörðuheiði og í Bröttubrekkum er hálka og skafrenningur, hálkublettir eru á heiðum á Vesturlandi og hálka eða hálkublettir á Vestfjörðum og Norðausturlandi. 23.4.2006 10:56
Mikill reykur en lítil hætta Talsverðan reyk og brunalykt lagði yfir Fitjar í Reykjanesbæ í gær en engin hætta var á ferðum því vaskir slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Suðurnesja voru við æfingar í gamalli steypustöð. 23.4.2006 10:45
Miklar skemmdir í eldsvoða Eldur kom upp í íbúðarhúsi í Grindavík rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöld. Miklar skemmdir urðu á húsinu vegna elds og reyks en húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp. 23.4.2006 10:09
Skaftárhlaup eykst enn Hlaupið í Skaftá heldur enn áfram að aukast. Sjálfvirkir mælar eru óvirkir en vatnsmælingamenn eru á leið að ánni til að meta stöðuna. Að sögn staðkunnugra er vatnselgurinn mikill og rennslið með því allra mesta sem gerist í Skaftárhlaupum. 23.4.2006 10:05
Litlu flokkarnir sækja í sig veðrið Sjálfstæðisflokkur tapar töluverðu fylgi og litlu flokkarnir sækja á í Reykjavík samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. 23.4.2006 10:02
Fréttablaðið í fimm ár Fréttablaðið er fimm ára í dag. Á þessum stutta tíma hefur blaðið unnið sér sess á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Það er mest lesna dagblað á Íslandi, mikið notaður fjölmiðill sem frá upphafi hlaut góðar viðtökur lesenda þótt margir hafi haft uppi hrakspár um framtíð blaðsins fyrst eftir að blaðið hóf göngu sína. 23.4.2006 08:00
Skotið á nepalska mótmælendur Nepalska lögreglan réðst í morgun gegn andófsmönnum sem reyndu að komast að konungshöllinni í Katmandú, höfuðborg landsins. Sáttatilboð konungs virðist hafa fallið í afar grýttan jarðveg hjá þegnum hans. 22.4.2006 21:00
Settur á fleka gegn vilja sínum Norskt olíuskip á leið til Svíþjóðar sigldi í gær fram á mann á fleka á Skagerak, um fimmtíu kílómetra norður af Jótlandi. 22.4.2006 20:15
Rekin frá CIA vegna uppljóstrana Bandaríska leyniþjónustan CIA hefur leyst hátt settan starfsmann sinn frá störfum fyrir að leka upplýsingum um leynifangelsi erlendis og fangaflutninga þeim tengdum til fjölmiðla. 22.4.2006 19:45
Al-Maliki verður forsætisráðherra Vonast er til að fjögurra mánaða stjórnarkreppa í Írak sé á enda eftir að samkomulag náðist um hver tæki við embætti forsætisráðherra landsins. Jalal Talabani var endurkjörinn forseti á íraska þinginu í dag. 22.4.2006 19:20
Skerðir tengsl við félagsmenn Tengsl verkalýðshreyfingarinnar við atvinnulausa félagsmenn sína rofna ef lagafrumvarp félagsmálaráðherra um atvinnuleysistryggingasjóð verður að lögum segir formaður Eflingar. 22.4.2006 19:15
Enn vex hlaupið í Skaftá Hlaupið í Skaftá vex mjög hratt og er rennslið nú komið í tæpa 390 rúmmetra á sekúndu en búast má við að það fari í um 1400 rúmmetra þegar hlaupið nær hámarki í nótt eða fyrramálið. Rennslið hefur þrefaldast frá því hlaupið hófst í gærkvöldi. 22.4.2006 18:42
Fyrsta keppni framhaldsskóla í ökuleikni Fyrsta Íslandsmeistarakeppnin í ökukeppni framhaldsskólanna fór fram í dag og tóku tólf ungmenni þátt. Þátttakendur óku í gegnum fjórar þrautir og réðust úrslit á ökuhraða í gegnum brautirnar og villufjölda. 22.4.2006 18:16
Bruni í Þrándheimi Stórbruni varð í miðborg Þrándheims í Noregi í gærkvöld. Enginn slasaðist en nokkur hús gjöreyðilögðust. 22.4.2006 17:30
Sýkt kjöt í dönskum verslunum Dönsk heilbrigðisyfirvöld rannsaka nú hvernig á því standi að níu tonn af ítölsku kalkúnakjöti hafi ratað í 173 danskar matvöruverslanir án tilskildrar vottunar. 22.4.2006 17:00
Rangar líkamsleifar afhentar Chilesk yfirvöld hafa beðið ættingja 126 fórnarlamba herforingjastjórnarinnar illræmdu afsökunar eftir að í ljós kom að þeim voru afhentar rangar líkamsleifar. 22.4.2006 16:45
Tvöfalt tilræði í Úkraínu Fjórtán slösuðust í tveimur sprengjutilræðum sem framin voru í úkraínsku borginni Kharkív í dag. 22.4.2006 16:15
Fjölmenn mótmæli í Palestínu Þúsundir fylgismanna Fatah-hreyfingar Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, efndu til mótmæla á Vesturbakkanum og Gaza-ströndinni í dag. 22.4.2006 15:53
Jón Ingi hættur hjá AFLi Jón Ingi Kristjánsson er hættur sem formaður AFLs, Starfsgreinafélags Austurlands. Starfinu hafði hann gegnt frá því samtökin voru stofnuð fyrir rúmum fimm árum. 22.4.2006 13:45
Hlaupið í Skaftá vex mjög hratt Hlaupið í Skaftá vex mjög hratt og er rennslið í Eldvatni við Ása nú orðið tæpir 280 rúmmetrar á sekúndu.Hlaupið á upptök sín um 5-10 kílómetrum norð-vestan við Grímsvötn í eystri katli Skaftárjökuls og varð þess vart um klukkan 7 morgun. 22.4.2006 13:28
Íbúðaverð hækkar um tvö prósent Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um tæp tvö prósent í síðasta mánuði og hefur hækkað um rúm fjögur prósent fyrstu þrjá mánuði ársins. 22.4.2006 13:15
Allt að fimmtungur yfir sjötugu með hjartadrep Allt að fimmtungur fólks yfir sjötugu er með hjartadrep án þess að hafa nokkra hugmynd um það. Þetta leiða rannsóknir Hjartaverndar í ljós. Samtökin hafa nú fengið ríflega 60 milljóna króna styrk til að kanna betur áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma fólks á efri árum. 22.4.2006 12:30
Gengur 2000 kílómetra Jón Eggert Guðmundsson ætlar að ganga rúmlega tvö þúsund kílómetra um strandvegi landsins í sumar og styrkja um leið Krabbameinsfélag Íslands. 22.4.2006 12:28
Útlit fyrir stórt hlaup í Skaftá Hlaup er hafið í Skaftá og er útlit fyrir að það sé frekar stórt en vitað var að báðir katlarnir í Skaftárjökli voru orðnir fullir. Hlaupið á upptök sín um fimm til tíu kílómetrum norð-vestan við Grímsvötn í eystri katli Skaftárjökuls og varð þess vart um klukkan 7 morgun. 22.4.2006 12:23
Fá gular númeraplötur Farartæki sem mega nota gjaldfrjálsa litaða olíu verða í framtíðinni með öðruvísi númeraplötum en önnur farartæki. Samkvæmt reglugerð sem er í undirbúningi í samgönguráðuneytinu verða slík farartæki með gular númeraplötur með svörtum og brúnum stöfum. 22.4.2006 10:45
Á ofsahraða með glænýtt skírteini Piltur sem hefur verið með ökuskírteini í fjórtán daga var tekin á 141 kílómetra hraða á Miklubraut í Reykjavík klukkan sex í morgun. Hann verður sviptur ökuréttindum og á von á 50 þúsund króna sekt. 22.4.2006 10:30
Al-Maliki í stað al-Jaafari Vonast er til að höggvið hafi verið á hnútinn í stjórnarmynduninni í Írak eftir að tilkynnt var um að Jawad al-Maliki, yrði forsætisráðherraefni fylkingar sjía, í stað Ibrahims al-Jaafari, núverandi forsætisráðherra. 22.4.2006 10:15
Hlaup hafið í Skaftá Hlaup er hafið í Skaftá og er útlit fyrir að það sé frekar stórt en vitað var að báðir katlarnir í Skaftárjökli voru orðnir fullir. Hlaupið á upptök sín um 5-10 kílómetrum norð-vestan við Grímsvötn í eystri katli Skaftárjökuls og varð þess vart um klukkan 7 morgun. Að sögn Oddsteins Kristjánssonar, bónda á Hvammi varð hann hljaupsins var snemma í morgun en síðan þá hefur það vaxið mikið. 22.4.2006 10:13
Skotið á mótmælendur nærri konungshöll Lögregla í Nepal skaut á mótmælendur í miðbæ Katmandú í morgun og særði að minnsta kosti átta menn. Tugþúsundir manna hundsuðu útgöngubann og gengu um götur borgarinnar í átt að konungshöllinni. 22.4.2006 10:01
Hlé eftir 38 tíma umræðu Annarri umræðu um frumvarp menntamálaráðherra um að Ríkisútvarpinu verði breytt í hlutafélag lauk um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. 22.4.2006 09:57
Samningfundi lauk án sátta en tillaga þó lögð fram Samningafundi Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu vegna kjaradeilu ófaglærðra stafsmanna á dvalarheimilum lauk nú á sjötta tímanum án þess að sættir næðust en svo virðist sem það þokist í samkomulagsátt. Að sögn Jóhanns Árnasonar, formanns SFH, var lögð fram tillaga á fundinum sem forsvarsmenn ófaglærðra ætla að skoða um helgina. 21.4.2006 18:15
Hyggst leggja fram frumvarp um hjónavígslu samkynhneigðra Frumvarp um bætta réttarstöðu samkynhneigðra verður væntanlega samþykkt fyrir þinglok í vor og jafnvel strax í næstu viku. Í því er ekki lagt til að trúfélög fái að gefa saman samkynhneigð pör en Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hyggst leggja fram sérfrumvarp þar að lútandi þar sem hún telur þverpólitískan stuðning við það. 21.4.2006 22:13
Hámarksökutaxti leigubifreiða afnuminn Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að hámarksökutaxti leigubifreiða skuli afnuminn um næstu mánaðamót. Búist er við að flestar leigubílastöðvar sæki um undanþágu til þess að hafa samræmda gjaldskrá fyrir sína bíla. 21.4.2006 21:59
Bauð ókeypis brjóstaskoðun án þess að vera læknir Lögregla á Florída handtók í gær mann á áttræðisaldri sem hafði gengið hús úr húsi í gervi læknis og boðið konum uppá ókeypis brjóstaskoðun. Upp um manninn komst þegar kona sem hann var að skoða grunaði að eitthvað misjafnt væri á ferðinni þegar maðurinn bað hana um að fara úr öllum fötunum 21.4.2006 21:01
Sturtaði seðlunum niður Í Þýskalandi eru ekki allir með það á hreinu hvort enn sé hægt að skipta þýska markinu í Evrur. Það var í það minnsta ekki elllilífeyrisþegi einn í Berlín sem fleygði andvirði 30.000 Evra í klósettið heima hjá sér og sturtaði niður. 21.4.2006 20:31
Maðurinn fundninn Maðurinn sem leitað var að á Vatnajökli í dag eru fundinn. Hann komu sér sjálfur til byggða og hefur því fyrirhugaðri leit verið blásin af. Björgunarsveitir Landsbjargar grennsluðust eftir jeppa á Vatnajökli þar sem ekkert hafði heyrst í ökumanni hans frá hádegi en maðurinn var á leið frá Grímsfjöllum til Jökulheima en sneri við vegna slæms veðurs sem geisar enn. Jeppinn var vel búinn 21.4.2006 19:00
Útför Magneu Þorkelsdóttur var í dag Magnea Þorkelsdóttir biskupsfrú var borin til grafar í dag. Útförin fór fram í Hallgrímskirkju í Reykjavík að viðstöddu fjölmenni. 21.4.2006 18:55
Gyanendra vill sættir Ekkert útlit er fyrir að ólgunni í Nepal linni á næstunni þrátt fyrir að konungur landsins hafi heitið því í dag að koma á lýðræði þar á ný. Stærsti flokkur landsins segir sáttatilboð kóngsins ganga alltof skammt og því verði mótmælum haldið áfram. 21.4.2006 18:51
Vill fjölga nýnemum í hjúkrun um fjörutíu á ári Deildarforseti hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands segir vilja til að fjölga þeim sem hefja nám í hjúkrunarfræði um fjörutíu á ári en til þess þurfi aukna fjárveitingu. Menntamálaráðherra segir fund ráðgerðan með heilbrigðisráðherra til að finna lausn á skorti á hjúkrunarfræðingum. 21.4.2006 18:45