Innlent

Hálka á sumardaginn fimmta

MYND/Ásgrímur Ásgrímsson

Sumardagurinn fimmti rann upp alhvítur á höfuðborgarsvæðinu með jólasnjó á trjágreinum. Þetta kom mörgum ökumönnum í bobba í morgunsárið því nú er komið sumar samkvæmt almanakinu og nagladekkin almennt komin inn í bílskúra og geymslur.

Snjóruðningstæki voru kölluð út til að hreinsa snjó af helstu umferðaræðum og salta götur en þó er víða talsverð hálka og slæmt færi fyrir sumardekk, og því ástæða til að biðja ökumenn að fara að öllu með gát í morgunumferðinni. Ekkert óhapp hafði verið tilkynnt til lögreglu nú rétt fyrir átta en varðstjóri sagðist þó hafa séð bílför í snjónum upp á umferðareyjur og gangstéttar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×