Innlent

Skipulagsstofnun leggst gegn efnistöku úr Ingólfsfjalli.

Sklipulagsstofnun leggst gegn efnistöku úr Ingólfsfjalli. Í tilkynningu frá Skipulagsstofnun segir að álit hennar byggi á lögum um mat á umhverfisáhrifum. Það sé álit stofnunarinnar að fyrirhuguð efnistaka úr Ingólfsfjalli eins og hún sé kynnt í matsskýrslu, sé ekki ásættanleg vegna verulega neikvæðra, varanlegra og óafturkræfra sjónrænna áhrifa og áhrifa á landslag sem hún mun óhjákvæmilega hafa í för með sér. Veiting framkvæmdaleyfis bryti því í bága við niðurstöðu stofnunarinnar um mat á umhverfisáhrifum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×