Gera sér ekki mat úr lekanum úr framboði Trump Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2024 08:53 Í gögnunum sem var lekið var meðal annars löng skýrsla sem framboð Trump gerði um J.D. Vance, kosti hans og galla, áður en hann var valinn varaforsetaefni Trump. AP/Ben Bray Bandarískir fjölmiðlar sem fengu upp í hendurnar trúnaðargögn sem var lekið úr framboði Donalds Trump hafa kosið að skrifa ekki fréttir upp úr þeim. Það er allt önnur nálgun en þegar tölvupóstum kosningastjóra Hillary Clinton var lekið árið 2016. Bakgrunnsrannsókn upp á 271 blaðsíðu sem framboð Trump gerði á J.D. Vance áður en hann var valinn sem varaforsetaefni repúblikana er sögð á meðal þeirra gagna sem fjölmiðlar eins og Politico, New York Times og Washington Post fengu nýlega send. Enginn þeirra hefur gert sér mat úr gögnunum enn sem komið er. Þess í stað hafa þeir aðeins skrifað um að framboðið hafi mögulega orðið fyrir tölvuárás og lýst almennum orðum hvað gögnin innihéldu. Bæði Politico og Washington Post segjast hafa staðfest að gögnin séu ósvikin. Ákvörðun fjölmiðlanna um að vinna ekki fréttir upp úr gögnunum er alger andstæða þess sem gerðist þegar uppljóstranavefurinn Wikileaks birti tölvupósta Johns Podesta, kosningastjóra Clinton, í smáskömmtum í aðdraganda kosninganna þá. Fréttir upp úr póstunum voru þá í forgrunni í öllum helstu fjölmiðlum landsins. Einn fjölmiðill skrifaði meðal annars frétt upp úr risotto-uppskrift Podesta sem var að finna í þeim. Fyrstu póstarnir voru birtir rétt eftir að framboð Trump varð fyrir þungu höggi þegar Washington Post birti gömul ummæli Trump þar sem hann sagðist geta ráðist kynferðislega á konur í krafti frægðar sinnar. Talið er að rússneskir hakkarar hafi stolið tölvupóstunum og komið þeim til Wikileaks. Trump hvatti Rússa opinberlega til dáða að stela fleiri gögnum frá Clinton. Töldu upprunann fréttnæmari en innihaldið Enn liggur ekki fyrir hver lak gögnunum nú til fjölmiðla en alríkislögreglan FBI rannsakar það. Framboð Trump sakar írönsk stjórnvöld um tölvuinnbrot án þess að leggja fram sannanir fyrir því. Talsmaður framboðsins sagði að ef fjölmiðlar birtu fréttir upp úr gögnunum gengju þeir erinda óvina Bandaríkjanna. Tæknirisinn Microsoft hefur hins vegar greint frá því að íranska leyniþjónustan hafi nýlega reynt að komast inn í tölvupóst háttsetts ráðgjafa stjórnmálaframboðs í Bandaríkjunum án þess að tilgreina hvert þeirra. New York Times vildi ekki ræða það við fréttamenn AP-fréttastofunnar hvers vegna blaðið kaus að birta ekki fréttir upp úr gögnunum. Washington Post sagðist taka tillit til ýmissa þátta við sitt fréttamat, þar á meðal hvort gögn væru ósvikin, hvað heimildarmönnum gengi til og hagsmuni almennings. Talsmaður Politico sagði miðilinn hafa talið uppruna gagnanna fréttnæmari en gögnin sjálf. Ósammála um hvort viðbrögðin hafi verið rétt Ekki eru allir á einu máli um hvort fjölmiðlarnir hafi brugðist rétt við lekanum nú. Kathleen Hall Jamieson, prófessor í samskiptafræðum við Pennsylvaníuháskóla, segir það hafa verið rétt af þeim að birta ekki fréttir því þeir gátu ekki verið vissir um uppruna gagnanna. „Hvernig veistu að Trump-framboðið sé ekki að reyna að nota þig?“ segir hún. Á öndverðum meiði er Jesse Eisinger, ritstjóri hjá ProPublica. Hann segir ýmislegt í gögnunum fréttnæmt og að fjölmiðlarnir hefðu getað gert sér mat úr því. „Ég held ekki að þau hafi tekið rétt á þessu. Ég held að þau hafi ofleiðrétt eftir mistökin 2016,“ segir hann. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Bakgrunnsrannsókn upp á 271 blaðsíðu sem framboð Trump gerði á J.D. Vance áður en hann var valinn sem varaforsetaefni repúblikana er sögð á meðal þeirra gagna sem fjölmiðlar eins og Politico, New York Times og Washington Post fengu nýlega send. Enginn þeirra hefur gert sér mat úr gögnunum enn sem komið er. Þess í stað hafa þeir aðeins skrifað um að framboðið hafi mögulega orðið fyrir tölvuárás og lýst almennum orðum hvað gögnin innihéldu. Bæði Politico og Washington Post segjast hafa staðfest að gögnin séu ósvikin. Ákvörðun fjölmiðlanna um að vinna ekki fréttir upp úr gögnunum er alger andstæða þess sem gerðist þegar uppljóstranavefurinn Wikileaks birti tölvupósta Johns Podesta, kosningastjóra Clinton, í smáskömmtum í aðdraganda kosninganna þá. Fréttir upp úr póstunum voru þá í forgrunni í öllum helstu fjölmiðlum landsins. Einn fjölmiðill skrifaði meðal annars frétt upp úr risotto-uppskrift Podesta sem var að finna í þeim. Fyrstu póstarnir voru birtir rétt eftir að framboð Trump varð fyrir þungu höggi þegar Washington Post birti gömul ummæli Trump þar sem hann sagðist geta ráðist kynferðislega á konur í krafti frægðar sinnar. Talið er að rússneskir hakkarar hafi stolið tölvupóstunum og komið þeim til Wikileaks. Trump hvatti Rússa opinberlega til dáða að stela fleiri gögnum frá Clinton. Töldu upprunann fréttnæmari en innihaldið Enn liggur ekki fyrir hver lak gögnunum nú til fjölmiðla en alríkislögreglan FBI rannsakar það. Framboð Trump sakar írönsk stjórnvöld um tölvuinnbrot án þess að leggja fram sannanir fyrir því. Talsmaður framboðsins sagði að ef fjölmiðlar birtu fréttir upp úr gögnunum gengju þeir erinda óvina Bandaríkjanna. Tæknirisinn Microsoft hefur hins vegar greint frá því að íranska leyniþjónustan hafi nýlega reynt að komast inn í tölvupóst háttsetts ráðgjafa stjórnmálaframboðs í Bandaríkjunum án þess að tilgreina hvert þeirra. New York Times vildi ekki ræða það við fréttamenn AP-fréttastofunnar hvers vegna blaðið kaus að birta ekki fréttir upp úr gögnunum. Washington Post sagðist taka tillit til ýmissa þátta við sitt fréttamat, þar á meðal hvort gögn væru ósvikin, hvað heimildarmönnum gengi til og hagsmuni almennings. Talsmaður Politico sagði miðilinn hafa talið uppruna gagnanna fréttnæmari en gögnin sjálf. Ósammála um hvort viðbrögðin hafi verið rétt Ekki eru allir á einu máli um hvort fjölmiðlarnir hafi brugðist rétt við lekanum nú. Kathleen Hall Jamieson, prófessor í samskiptafræðum við Pennsylvaníuháskóla, segir það hafa verið rétt af þeim að birta ekki fréttir því þeir gátu ekki verið vissir um uppruna gagnanna. „Hvernig veistu að Trump-framboðið sé ekki að reyna að nota þig?“ segir hún. Á öndverðum meiði er Jesse Eisinger, ritstjóri hjá ProPublica. Hann segir ýmislegt í gögnunum fréttnæmt og að fjölmiðlarnir hefðu getað gert sér mat úr því. „Ég held ekki að þau hafi tekið rétt á þessu. Ég held að þau hafi ofleiðrétt eftir mistökin 2016,“ segir hann.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira