Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Lovísa Arnardóttir skrifar 10. janúar 2026 08:04 Donald Trump tók aftur við sem forseti Bandaríkjanna fyrir ári síðan. Vísir/EPA Donald Trump forseti segir að Bandaríkin þurfi að „eiga“ Grænland til að koma í veg fyrir að Rússland og Kína geri það. „Það þarf að vera eignarhald á löndum, þú verð eignarhald, þú verð ekki leigusamninga. Og við verðum að verja Grænland,“ sagði Trump við fréttamenn á föstudag, í svari við spurningu frá BBC og bætti svo við að það yrði gert „með góðu eða með illu“. Trump hefur ítrekað talað um það síðustu daga, og vikur, að hann vilji eignast Grænland. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í vikunni kom fram að þau væru að skoða að kaupa landið af Dönum og að þau útiloki ekki að innlima það í Bandaríkin með valdi. Fjallað er um málið á vef BBC og Guardian. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun funda með grænlenskum embættismönnum í næstu viku. Allt að 85 prósent Grænlendinga hafa sagt í könnunum að þau séu mótfallin því að Bandaríkjamenn taki yfir Grænland. Danmörk og Grænland segja að landsvæðið sé ekki til sölu og Danmörk hefur sagt að hernaðaraðgerðir myndu þýða endalok Atlantshafsbandalagsins, NATO. Bandaríkin og Danmörk eru bæði meðlimir í bandalaginu. Í sameiginlegri yfirlýsingu á föstudagskvöld ítrekuðu flokksleiðtogar Grænlands, þar á meðal stjórnarandstaðan, kröfu sína um að „virðingarleysi Bandaríkjanna“ gagnvart Grænlandi verði að taka enda. „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn, við viljum ekki vera Danir, við viljum vera Grænlendingar,“ sögðu þeir. „Framtíð Grænlands verður að vera ákveðin af grænlensku þjóðinni.“ Í frétt BBC segir að Bandaríkjaforseti hafi ítrekað sagt að Grænland sé mikilvægt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna og haldið því fram án sannana að það væri „þakið rússneskum og kínverskum skipum út um allt“. Bandaríkin hafi þegar yfir 100 hermenn með fasta viðveru á Grænlandi í herstöð sem þau hafa rekið síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir mega flytja eins marga hermenn samkvæmt samningi og þeir vilja en Trump segir leigusamninginn ekki nægilega góðan. „Lönd geta ekki gert níu ára samninga eða jafnvel 100 ára samninga,“ sagði hann í viðtali við Washington Post. Að hans mati verður að vera eignarhald á löndum. „Ég elska kínversku þjóðina. Ég elska rússnesku þjóðina,“ sagði Trump. „En ég vil ekki hafa þá sem nágranna á Grænlandi, það mun ekki gerast,“ sagði hann og að NATO yrði að skilja það. Þessi afstaða Trump hefur verið harðlega gagnrýnd af bandamönnum Danmerkur og Grænlands síðustu daga, þar með talið af Íslandi. Grænland Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Kína Rússland Danmörk NATO Tengdar fréttir Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að hitta Maríu Corina Machado, leiðtoga stjórnarandstæðunnar í Venesúela. Þá segir Trump að það yrði mikill heiður fyrir hann ef hún ákvæði að afhenda honum friðarverðlaun Nóbels, sem hún vann í fyrra. 9. janúar 2026 15:13 Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Áfram halda ráðamenn í Washington að ítreka ósk sína um að eignast Grænland. Nú síðast JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sem fór nokkuð hörðum orðum um Danmörku í viðtali við Fox News í nótt. Líkt og Trump-stjórnin hefur gert áður gagnrýnir Vance Dani fyrir að hafa staðið illa að vörnum Grænlands undanfarin ár. Vance segir Trump vera tilbúinn til að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ til að tryggja hagsmuni Bandaríkjanna. 8. janúar 2026 09:12 „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um að ríki NATO kæmu Bandaríkjunum til aðstoðar ef Bandaríkjamenn þyrftu nauðsynlega á bandamönnum sínum að halda. Þá segir hann að hvorki Rússar né Kínverjar myndu óttast Atlantshafsbandalagið, ef ekki væri fyrir Bandaríkin. 7. janúar 2026 16:26 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
„Það þarf að vera eignarhald á löndum, þú verð eignarhald, þú verð ekki leigusamninga. Og við verðum að verja Grænland,“ sagði Trump við fréttamenn á föstudag, í svari við spurningu frá BBC og bætti svo við að það yrði gert „með góðu eða með illu“. Trump hefur ítrekað talað um það síðustu daga, og vikur, að hann vilji eignast Grænland. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í vikunni kom fram að þau væru að skoða að kaupa landið af Dönum og að þau útiloki ekki að innlima það í Bandaríkin með valdi. Fjallað er um málið á vef BBC og Guardian. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun funda með grænlenskum embættismönnum í næstu viku. Allt að 85 prósent Grænlendinga hafa sagt í könnunum að þau séu mótfallin því að Bandaríkjamenn taki yfir Grænland. Danmörk og Grænland segja að landsvæðið sé ekki til sölu og Danmörk hefur sagt að hernaðaraðgerðir myndu þýða endalok Atlantshafsbandalagsins, NATO. Bandaríkin og Danmörk eru bæði meðlimir í bandalaginu. Í sameiginlegri yfirlýsingu á föstudagskvöld ítrekuðu flokksleiðtogar Grænlands, þar á meðal stjórnarandstaðan, kröfu sína um að „virðingarleysi Bandaríkjanna“ gagnvart Grænlandi verði að taka enda. „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn, við viljum ekki vera Danir, við viljum vera Grænlendingar,“ sögðu þeir. „Framtíð Grænlands verður að vera ákveðin af grænlensku þjóðinni.“ Í frétt BBC segir að Bandaríkjaforseti hafi ítrekað sagt að Grænland sé mikilvægt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna og haldið því fram án sannana að það væri „þakið rússneskum og kínverskum skipum út um allt“. Bandaríkin hafi þegar yfir 100 hermenn með fasta viðveru á Grænlandi í herstöð sem þau hafa rekið síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir mega flytja eins marga hermenn samkvæmt samningi og þeir vilja en Trump segir leigusamninginn ekki nægilega góðan. „Lönd geta ekki gert níu ára samninga eða jafnvel 100 ára samninga,“ sagði hann í viðtali við Washington Post. Að hans mati verður að vera eignarhald á löndum. „Ég elska kínversku þjóðina. Ég elska rússnesku þjóðina,“ sagði Trump. „En ég vil ekki hafa þá sem nágranna á Grænlandi, það mun ekki gerast,“ sagði hann og að NATO yrði að skilja það. Þessi afstaða Trump hefur verið harðlega gagnrýnd af bandamönnum Danmerkur og Grænlands síðustu daga, þar með talið af Íslandi.
Grænland Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Kína Rússland Danmörk NATO Tengdar fréttir Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að hitta Maríu Corina Machado, leiðtoga stjórnarandstæðunnar í Venesúela. Þá segir Trump að það yrði mikill heiður fyrir hann ef hún ákvæði að afhenda honum friðarverðlaun Nóbels, sem hún vann í fyrra. 9. janúar 2026 15:13 Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Áfram halda ráðamenn í Washington að ítreka ósk sína um að eignast Grænland. Nú síðast JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sem fór nokkuð hörðum orðum um Danmörku í viðtali við Fox News í nótt. Líkt og Trump-stjórnin hefur gert áður gagnrýnir Vance Dani fyrir að hafa staðið illa að vörnum Grænlands undanfarin ár. Vance segir Trump vera tilbúinn til að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ til að tryggja hagsmuni Bandaríkjanna. 8. janúar 2026 09:12 „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um að ríki NATO kæmu Bandaríkjunum til aðstoðar ef Bandaríkjamenn þyrftu nauðsynlega á bandamönnum sínum að halda. Þá segir hann að hvorki Rússar né Kínverjar myndu óttast Atlantshafsbandalagið, ef ekki væri fyrir Bandaríkin. 7. janúar 2026 16:26 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að hitta Maríu Corina Machado, leiðtoga stjórnarandstæðunnar í Venesúela. Þá segir Trump að það yrði mikill heiður fyrir hann ef hún ákvæði að afhenda honum friðarverðlaun Nóbels, sem hún vann í fyrra. 9. janúar 2026 15:13
Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Áfram halda ráðamenn í Washington að ítreka ósk sína um að eignast Grænland. Nú síðast JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sem fór nokkuð hörðum orðum um Danmörku í viðtali við Fox News í nótt. Líkt og Trump-stjórnin hefur gert áður gagnrýnir Vance Dani fyrir að hafa staðið illa að vörnum Grænlands undanfarin ár. Vance segir Trump vera tilbúinn til að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ til að tryggja hagsmuni Bandaríkjanna. 8. janúar 2026 09:12
„Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um að ríki NATO kæmu Bandaríkjunum til aðstoðar ef Bandaríkjamenn þyrftu nauðsynlega á bandamönnum sínum að halda. Þá segir hann að hvorki Rússar né Kínverjar myndu óttast Atlantshafsbandalagið, ef ekki væri fyrir Bandaríkin. 7. janúar 2026 16:26