Veður

Norðaustlæg átt og all­víða él

Atli Ísleifsson skrifar
Frost verður á bilinu eitt til tólf stig og kaldast inn til landsins.
Frost verður á bilinu eitt til tólf stig og kaldast inn til landsins. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir norðaustlægri átt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu, en að það lægi smám saman suðaustantil.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði norðlæg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu síðdegis. Það verða allvíða él en léttskýjað að mestu suðvestantil.

Frost verður á bilinu eitt til tólf stig og kaldast inn til landsins.

„Á morgun og sunnudag er útlit fyrir norðlæga eða breytilega átt 3-10 m/s, en heldur hvassari með ströndinni syðst á landinu. Dálítil él á víð og dreif og áfram kalt í veðri, en yfirleitt þurrt á Suðvestur- og Vesturlandi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Breytileg átt 3-8 m/s, en 8-15 syðst. Stöku él í flestum landshlutum, en lengst af þurrt vestanlands. Frost 2 til 12 stig.

Á sunnudag: Austan og norðaustan 5-13, hvassast sunnantil. Skýjað með köflum og dálítil él á víð og dreif, en þurrt vestantil, frost 1 til 8 stig.

Á mánudag: Norðan 8-15 og snjókoma austast, él norðantil, en bjart með köflum á sunnan- og suðvestanverðu landinu. Frost 0 til 6 stig.

Á þriðjudag: Minnkandi norðanátt og skýjað. Él á austanverðu landinu í fyrstu, en léttir til sunnan- og vestanlands. Kólnar í veðri, frost 2 til 12 stig um kvöldið.

Á miðvikudag og fimmtudag: Útlit fyrir breytilega átt. Bjart að mestu, en skýjað norðaustantil. Kalt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×