Enski boltinn

Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers

Sindri Sverrisson skrifar
Bruno Fernandes og Harry Maguire hafa verið frá keppni vegna meiðsla en eru í hópi Manchester United í kvöld.
Bruno Fernandes og Harry Maguire hafa verið frá keppni vegna meiðsla en eru í hópi Manchester United í kvöld. Getty

Fjórir leikmenn sem hafa verið fjarverandi hjá Manchester United eru á ný í leikmannahópi liðsins í kvöld, í fyrsta leiknum eftir að Rúben Amorim var rekinn.

Darren Fletcher stýrir United í kvöld, gegn Burnley, í leik sem hefst klukkan 20:15. Byrjunarliðið hans má sjá hér að neðan.

Harry Maguire, Bruno Fernandes, Mason Mount og Kobbie Mainoo eru allir í leikmannahópnum, eftir að hafa verið mislengi frá keppni.

Maguire hefur ekki spilað síðan í nóvember, eftir að hafa meiðst í 2-2 jafntefli við Tottenham í kjölfar þess að hafa skorað sigurmark gegn Liverpool á útivelli.

Fyrirliðinn Fernandes virðist hafa jafnað sig fljótt af meiðslunum sem hann varð fyrir í 2-1 tapinu gegn Aston Villa í desember, og kemur beint inn í byrjunarliðið.

Mount er svo til taks á ný eftir að hafa verið tekinn af velli í hálfleik gegn Newcastle á öðrum degi jóla, og Mainoo er einnig í hópnum eftir að hafa verið fjarverandi síðustu fjóra leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×