Fletcher fékk blessun frá Ferguson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2026 08:30 Darren Fletcher við hlið Sir Alex Ferguson á blaðamannafundi á árum áður þegar Fletcher var leikmaður og Ferguson stjóri Manchester United. Getty/Clint Hughes Darren Fletcher mun stýra liði Manchester United í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið mætir Burnley á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Fletcher segist hafa leitað blessunar fyrrverandi stjóra síns hjá Manchester United, Sir Alex Ferguson, áður en hann tók við sem bráðabirgðastjóri á Old Trafford. United er samt að leita að knattspyrnustjóra til að klára þetta tímabil en Fletcher mun líklega einnig vera á hliðarlínunni í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar gegn Brighton á sunnudag. Þessi fyrrum Englandsmeistari með United tók við starfinu eftir að hafa rætt við hinn 84 ára gamla Sir Alex Ferguson, sem var á Elland Road í síðasta leik Ruben Amorim þegar United gerði 1-1 jafntefli við Leeds. Eftir þann leik hélt Amorim fréttamannafundinn sem varð til þess að hann var látinn fara. Ég á í mjög góðu sambandi við Sir Alex „Ég vil ekki taka neinar stórar ákvarðanir án þess að tala við Sir Alex,“ sagði hinn 41 árs gamli Fletcher. Darren Fletcher says he got Sir Alex Ferguson’s blessing before taking interim charge at Man Utd ❤️ pic.twitter.com/fJ2oHlrx6D— Match of the Day (@BBCMOTD) January 6, 2026 „Ég á í mjög góðu sambandi við Sir Alex, svo ég vildi tala við hann fyrst og að lokum fá blessun hans, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Mér finnst hann eiga þá virðingu skilið,“ sagði Fletcher. Hann tók undir hugmyndir mínar „Ég vildi bera þetta undir hann og hann tók undir hugmyndir mínar. Þegar þú ert starfsmaður félagsins er það þitt hlutverk að gera þitt besta fyrir Manchester United. Það er eitthvað sem ég reyni að lifa eftir,“ sagði Fletcher. Ein af afdráttarlausum athugasemdum Amorim í reiðilestri hans á Leeds var sú skoðun hans að yfirmenn á Old Trafford tækju of mikið mark á athugasemdum sparkspekinga, þar á meðal fyrrverandi fyrirliðans Gary Neville. Fletcher deildi búningsklefa með flestum þeirra og telur þá enn vini sína. Sem einhver sem var mikið gagnrýndur þegar hann var að komast í lið United fyrir tveimur áratugum, telur hann að þetta sé eitthvað sem núverandi leikmannahópur verður að lifa með. Eiga rétt á sinni skoðun og þeir eru virkilega góðir „Þú getur ekki beðið þá um að fara mildari höndum [um okkur] því þeir eru ástríðufullir menn, þeir eiga rétt á sinni skoðun og þeir eru virkilega góðir,“ sagði Fletcher. 🔴🗣️ Darren Fletcher also revealed that he called Sir Alex Ferguson after being offered the interim position at the club. ❤️#MUFC pic.twitter.com/gRva0mTrif— All For United (@AllForUnited) January 6, 2026 „Þeir eru áhugaverðir. Það er gott að hlusta á þá. Ég naut þess að hlusta á þá í búningsklefanum í mörg ár og sat og meðtók allt. Umgjörðin er erfið að eiga við því þessir leikmenn hafa unnið allt,“ sagði Fletcher. Þeir hafa náð árangri og unnið titla „Þeir hafa náð árangri og unnið titla. Það er erfitt að gagnrýna þá til baka því þeir hafa verðlaunapeningana sína á borðinu. En það er það sem fylgir því að vera leikmaður Manchester United. Sættu þig við það, lærðu hvernig þú ætlar að takast á við það og taktu áskoruninni,“ sagði Fletcher. Fletcher segir að vegna tímaskorts síðan hann tók við hafi hann ekki fengið tækifæri til að tala við leikmenn sína í einrúmi. Þess í stað takmarkaði hann samtöl sín við fyrirliðann Bruno Fernandes og nýju, eldri leikmennina. Fletcher hefur fundað með Matheus Cunha og Benjamin Sesko í þessari viku, eftir að hafa talað við markvörðinn Senne Lammens í síðustu viku. Bryan Mbeumo, annar stór leikmaður sem United keypti í sumar, hefur ekki fengið tækifæri til að tala við Fletcher þar sem hann er á Afríkumótinu með Kamerún. Hefur reynt að ná í Amorim Ekkert samtal hefur heldur átt sér stað við Amorim, sem gaf syni Fletchers, Jack, sinn fyrsta leik í síðasta mánuði og setti hinn tvíburann, Tyler, á bekkinn í síðustu þremur leikjum United. „Ég hef reynt að ná í hann en hef ekki náð sambandi enn, sem er skiljanlegt. Hann hefur augljóslega mikið á sinni könnu og ég hef verið mjög upptekinn,“ sagði Fletcher. „Ég myndi gjarnan vilja það því ég átti gott samband við Ruben og hann var frábær við mig. Það er mikilvægt að halda fljótt áfram. Fótbolti er grimmur leikur, svo það er mikilvægt að við reynum að skapa smá orku og smá anda. Vonandi sjáum við meira af því á morgun [í kvöld],“ sagði Fletcher. Enski boltinn Manchester United Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Króatía - Ungverjaland | Lærisveinar Dags verða að vinna Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
United er samt að leita að knattspyrnustjóra til að klára þetta tímabil en Fletcher mun líklega einnig vera á hliðarlínunni í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar gegn Brighton á sunnudag. Þessi fyrrum Englandsmeistari með United tók við starfinu eftir að hafa rætt við hinn 84 ára gamla Sir Alex Ferguson, sem var á Elland Road í síðasta leik Ruben Amorim þegar United gerði 1-1 jafntefli við Leeds. Eftir þann leik hélt Amorim fréttamannafundinn sem varð til þess að hann var látinn fara. Ég á í mjög góðu sambandi við Sir Alex „Ég vil ekki taka neinar stórar ákvarðanir án þess að tala við Sir Alex,“ sagði hinn 41 árs gamli Fletcher. Darren Fletcher says he got Sir Alex Ferguson’s blessing before taking interim charge at Man Utd ❤️ pic.twitter.com/fJ2oHlrx6D— Match of the Day (@BBCMOTD) January 6, 2026 „Ég á í mjög góðu sambandi við Sir Alex, svo ég vildi tala við hann fyrst og að lokum fá blessun hans, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Mér finnst hann eiga þá virðingu skilið,“ sagði Fletcher. Hann tók undir hugmyndir mínar „Ég vildi bera þetta undir hann og hann tók undir hugmyndir mínar. Þegar þú ert starfsmaður félagsins er það þitt hlutverk að gera þitt besta fyrir Manchester United. Það er eitthvað sem ég reyni að lifa eftir,“ sagði Fletcher. Ein af afdráttarlausum athugasemdum Amorim í reiðilestri hans á Leeds var sú skoðun hans að yfirmenn á Old Trafford tækju of mikið mark á athugasemdum sparkspekinga, þar á meðal fyrrverandi fyrirliðans Gary Neville. Fletcher deildi búningsklefa með flestum þeirra og telur þá enn vini sína. Sem einhver sem var mikið gagnrýndur þegar hann var að komast í lið United fyrir tveimur áratugum, telur hann að þetta sé eitthvað sem núverandi leikmannahópur verður að lifa með. Eiga rétt á sinni skoðun og þeir eru virkilega góðir „Þú getur ekki beðið þá um að fara mildari höndum [um okkur] því þeir eru ástríðufullir menn, þeir eiga rétt á sinni skoðun og þeir eru virkilega góðir,“ sagði Fletcher. 🔴🗣️ Darren Fletcher also revealed that he called Sir Alex Ferguson after being offered the interim position at the club. ❤️#MUFC pic.twitter.com/gRva0mTrif— All For United (@AllForUnited) January 6, 2026 „Þeir eru áhugaverðir. Það er gott að hlusta á þá. Ég naut þess að hlusta á þá í búningsklefanum í mörg ár og sat og meðtók allt. Umgjörðin er erfið að eiga við því þessir leikmenn hafa unnið allt,“ sagði Fletcher. Þeir hafa náð árangri og unnið titla „Þeir hafa náð árangri og unnið titla. Það er erfitt að gagnrýna þá til baka því þeir hafa verðlaunapeningana sína á borðinu. En það er það sem fylgir því að vera leikmaður Manchester United. Sættu þig við það, lærðu hvernig þú ætlar að takast á við það og taktu áskoruninni,“ sagði Fletcher. Fletcher segir að vegna tímaskorts síðan hann tók við hafi hann ekki fengið tækifæri til að tala við leikmenn sína í einrúmi. Þess í stað takmarkaði hann samtöl sín við fyrirliðann Bruno Fernandes og nýju, eldri leikmennina. Fletcher hefur fundað með Matheus Cunha og Benjamin Sesko í þessari viku, eftir að hafa talað við markvörðinn Senne Lammens í síðustu viku. Bryan Mbeumo, annar stór leikmaður sem United keypti í sumar, hefur ekki fengið tækifæri til að tala við Fletcher þar sem hann er á Afríkumótinu með Kamerún. Hefur reynt að ná í Amorim Ekkert samtal hefur heldur átt sér stað við Amorim, sem gaf syni Fletchers, Jack, sinn fyrsta leik í síðasta mánuði og setti hinn tvíburann, Tyler, á bekkinn í síðustu þremur leikjum United. „Ég hef reynt að ná í hann en hef ekki náð sambandi enn, sem er skiljanlegt. Hann hefur augljóslega mikið á sinni könnu og ég hef verið mjög upptekinn,“ sagði Fletcher. „Ég myndi gjarnan vilja það því ég átti gott samband við Ruben og hann var frábær við mig. Það er mikilvægt að halda fljótt áfram. Fótbolti er grimmur leikur, svo það er mikilvægt að við reynum að skapa smá orku og smá anda. Vonandi sjáum við meira af því á morgun [í kvöld],“ sagði Fletcher.
Enski boltinn Manchester United Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Króatía - Ungverjaland | Lærisveinar Dags verða að vinna Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira