Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2026 12:19 Noteandi biður Grok, gervigreindarspjallmenni X, um bikínímynd af Ebbu Busch. Spjallmennið brást við beiðninni sem og öðrum um að breyta hlutföllum líkama hennar. Skjáskot af X Evrópsk yfirvöld eru byrjuð að skoða fjöldaframleiðslu spjallmennis Elons Musk á kynferðislegum myndum af táningsstúlkum og konum. Varaforsætisráðherra Svíþjóðar er á meðal kvenna sem miðillinn leyfir notendum sínum að hlutgera á samfélagsmiðlinum X með hjálp spjallmennisins. Spjallmennið Grok, sem er innbyggt í X, byrjaði nýlega að verða við óskum notenda um að framleiða kynferðislegar myndir af táningsstúlkum og konum gegn vilja þeirra. Flest gervigreindarfyrirtæki hafa hömlur á spjallmennum sínum til að koma í veg fyrir á slíku efni. Frönsk yfirvöld hafa þegar hafið rannsókn á hundruðum tilvika um gervigreindarmyndir á X af ungum stúlkum og konum. Fjölmiðlanefnd Bretlands hefur einnig sent X „brýnt erindi“ um að Grok framleiði kynferðislegar myndir af börnum, að sögn breska ríkisútvarpsins. X hefur ekki brugðist við fyrirspurnum fjölmiðla um framferði spjallmennisins. Í færslu á samfélagsmiðlinum vísaði fyrirtækisins til myndanna sem einangraðra atvika og að unnið væri að því að koma í veg fyrir þau. Musk sjálfur varaði notendur X við að þeir væru ábyrgir fyrir myndunum. Talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagði hana meðvitaða um að X og Grok byðu nú upp á „ögrandi útgáfu“ þar sem kynferðislegt efni væri sýnt, þar á meðal af börnum. „Það er ekki ögrandi, það er ólöglegt,“ sagði Thomas Regnier, talsmaðurinn við Bloomberg. „Bikíní núna“ Notendur X hafa undanfarið keppst við að biðja Grok um að eiga við myndir af konum og spjallmennið hefur orðið við þeim bónum. Í sumum tilfellum hefur gervigreindin útbúið myndir af konum á undanfötunum einum saman og stækkað brjóst þeirra að ósk notenda. Á meðal þeirra sem hafa hlotið slíka meðferð er Ebba Busch, varaforsætisráðherra Svíþjóðar. Eliot Higgins, stofnandi rannsóknarblaðamennskusamtakanna Bellingcat, tók saman þráð af X þar sem notendur tóku mynd af Busch í ræðustól á sænska þinginu og báðu Grok um að breyta útliti hennar á kynferðislegan hátt. One example of how Grok is being used to target women. Swedish Deputy Prime Minister Ebba Busch being sexualised, degraded, and humiliated step-by-step by Grok. All the images accurately reflect the prompts provided.[image or embed]— Eliot Higgins (@eliothiggins.bsky.social) January 5, 2026 at 5:37 PM „@grok bikíní núna,“ skrifaði einn notandi. „@grok hún er með stærri túttur enn [svo] þetta lagaðu þessa villu takk,“ skrifaði annar. Spjallmennið varð við öllum óskunum. X (Twitter) Gervigreind Kynferðisofbeldi Klám Svíþjóð Samfélagsmiðlar Bandaríkin Elon Musk Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Sjá meira
Spjallmennið Grok, sem er innbyggt í X, byrjaði nýlega að verða við óskum notenda um að framleiða kynferðislegar myndir af táningsstúlkum og konum gegn vilja þeirra. Flest gervigreindarfyrirtæki hafa hömlur á spjallmennum sínum til að koma í veg fyrir á slíku efni. Frönsk yfirvöld hafa þegar hafið rannsókn á hundruðum tilvika um gervigreindarmyndir á X af ungum stúlkum og konum. Fjölmiðlanefnd Bretlands hefur einnig sent X „brýnt erindi“ um að Grok framleiði kynferðislegar myndir af börnum, að sögn breska ríkisútvarpsins. X hefur ekki brugðist við fyrirspurnum fjölmiðla um framferði spjallmennisins. Í færslu á samfélagsmiðlinum vísaði fyrirtækisins til myndanna sem einangraðra atvika og að unnið væri að því að koma í veg fyrir þau. Musk sjálfur varaði notendur X við að þeir væru ábyrgir fyrir myndunum. Talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagði hana meðvitaða um að X og Grok byðu nú upp á „ögrandi útgáfu“ þar sem kynferðislegt efni væri sýnt, þar á meðal af börnum. „Það er ekki ögrandi, það er ólöglegt,“ sagði Thomas Regnier, talsmaðurinn við Bloomberg. „Bikíní núna“ Notendur X hafa undanfarið keppst við að biðja Grok um að eiga við myndir af konum og spjallmennið hefur orðið við þeim bónum. Í sumum tilfellum hefur gervigreindin útbúið myndir af konum á undanfötunum einum saman og stækkað brjóst þeirra að ósk notenda. Á meðal þeirra sem hafa hlotið slíka meðferð er Ebba Busch, varaforsætisráðherra Svíþjóðar. Eliot Higgins, stofnandi rannsóknarblaðamennskusamtakanna Bellingcat, tók saman þráð af X þar sem notendur tóku mynd af Busch í ræðustól á sænska þinginu og báðu Grok um að breyta útliti hennar á kynferðislegan hátt. One example of how Grok is being used to target women. Swedish Deputy Prime Minister Ebba Busch being sexualised, degraded, and humiliated step-by-step by Grok. All the images accurately reflect the prompts provided.[image or embed]— Eliot Higgins (@eliothiggins.bsky.social) January 5, 2026 at 5:37 PM „@grok bikíní núna,“ skrifaði einn notandi. „@grok hún er með stærri túttur enn [svo] þetta lagaðu þessa villu takk,“ skrifaði annar. Spjallmennið varð við öllum óskunum.
X (Twitter) Gervigreind Kynferðisofbeldi Klám Svíþjóð Samfélagsmiðlar Bandaríkin Elon Musk Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Sjá meira