Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. desember 2025 06:39 Witkoff og Jared Kushner, tengdasonur Trump, hafa farið fyrir viðræðunum við Úkraínu og Evrópu. Getty/Clemens Bilan Steve Witkoff, sendifulltrúi Donald Trump Bandaríkjaforseta í málefnum Úkraínu, sagði á samfélagsmiðlum í gær að hann hefði átt uppbyggilegar og árangursríkar viðræður við fulltrúa Úkraínu og Evrópu í Flórída. Sagði hann viðræðurnar hafa snúist um að komast að samkomulagi um sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu til að binda enda á stríðið í Úkraínu. „Það er sameiginlegt forgangsatriði okkar að binda enda á drápin, tryggja öryggi og skapa grundvöll fyrir endurreisn, stöðugleika og velsæld Úkraínu. Friður má ekki bara snúast um að binda enda á átök heldur um að leggja grunn að stöðugleika í framtíðinni,“ sagði Witkoff. Bandaríkjamenn hafa einnig átt í viðræðum við fulltrúa Rússlands, sem segja þær hafa verið uppbyggilegar. Engar vísbendingar eru hins vegar uppi um að Rússar hafi slegið af kröfum sínum, sem varða meðal annars yfirráð yfir landsvæðum í Úkraínu, takmarkanir á sjálfræði Úkraínu og ýmsa aðra þætti. Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti sagði á Telegram í gær að nokkur gangur hefði verið í viðræðunum vestanhafs. Á laugardag hafði hann sagt að Bandaríkjamenn hefðu lagt til viðræður milli þeirra, Úkraínumanna og Rússa. Rússar hafa hins vegar neitað að slíkar viðræður séu á borðinu. Greint var frá því um helgina að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði lýst yfir vilja til að ræða við Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Frakkar segja það samtal mögulega munu eiga sér stað á næstu dögum. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Frakkland Hernaður Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Sagði hann viðræðurnar hafa snúist um að komast að samkomulagi um sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu til að binda enda á stríðið í Úkraínu. „Það er sameiginlegt forgangsatriði okkar að binda enda á drápin, tryggja öryggi og skapa grundvöll fyrir endurreisn, stöðugleika og velsæld Úkraínu. Friður má ekki bara snúast um að binda enda á átök heldur um að leggja grunn að stöðugleika í framtíðinni,“ sagði Witkoff. Bandaríkjamenn hafa einnig átt í viðræðum við fulltrúa Rússlands, sem segja þær hafa verið uppbyggilegar. Engar vísbendingar eru hins vegar uppi um að Rússar hafi slegið af kröfum sínum, sem varða meðal annars yfirráð yfir landsvæðum í Úkraínu, takmarkanir á sjálfræði Úkraínu og ýmsa aðra þætti. Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti sagði á Telegram í gær að nokkur gangur hefði verið í viðræðunum vestanhafs. Á laugardag hafði hann sagt að Bandaríkjamenn hefðu lagt til viðræður milli þeirra, Úkraínumanna og Rússa. Rússar hafa hins vegar neitað að slíkar viðræður séu á borðinu. Greint var frá því um helgina að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði lýst yfir vilja til að ræða við Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Frakkar segja það samtal mögulega munu eiga sér stað á næstu dögum.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Frakkland Hernaður Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira