Lögðu lengi á ráðin um herlög Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2025 13:26 Yoon Suk Yeol, fyrverandi forseti Suður-Kóreu. AP/Ahn Young-joon Yoon Suk Yeol, fyrrverandi forseti Suður-Kóreu, ætlaði að nota herlög til að losa sig við pólitíska andstæðinga sína og taka sér aukin völd í landinu. Hann og bandamenn hans í hernum reyndu einnig að auka spennuna milli Suður- og Norður-Kóreu til að réttlæta beitingu herlaga og undirbjuggu áætlun sína í meira en ár. Forsetinn setti á herlög í desember 2024. Það ástand varði þó einungis í nokkrar klukkustundir og í kjölfarið hrökklaðist hann frá völdum og var handtekinn. Niðurstöður rannsóknar á aðgerðum Yoons og bandamanna hans voru birtar í gær. Þar kom fram að Yoon og bandamenn hans í hernum hefðu lagt á ráðin um herlög frá því fyrir október 2023 og þeir hafi komið fleiri bandamönnum sínum fyrir í háttsettum stöðum innan hersins. Þá eru þeir sagðir hafa haldið veislur fyrir aðra yfirmenn í hernum, til að reyna að fá þá á sitt band, samkvæmt AP fréttveitunni. Yoon og Kim Yong Hyun, varnarmálaráðherra sem var honum hliðhollur, auk Yeo In Hyung, yfirmanns leyniþjónustu hers Suður-Kóreu, eru sagðir hafa framkvæmt nokkrar hernaðaraðgerðir sem ætlað var að kalla á viðbrögð frá Norður-Kóreu. Þar á meðal voru drónaflugerðir yfir Norður-Kóreu. Engin voru þó viðbrögðin og telja rannsakendur að það hafi verið vegna þess að ráðamenn í Norður-Kóreu voru önnum kafnir við stuðning einræðisríkisins við hernað Rússa í Úkraínu. Þrátt fyrir að tilefni hafi ekki verið til staðar setti Yoon herlög á, með því markmiði að losa sig við andstæðinga sína. Hundruð hermanna voru sendir til að umkringja þinghúsið í Seoul og koma í veg fyrir að þingmenn kæmust þangað inn. Það tókst þeim þó og greiddu þeir fljótt atkvæði um frumvarp sem felldi herlögin úr gildi. Stjórnlagadómstóll landsins fékk svo það hlutverk að úrskurða um veru hans í embætti. Sjá einnig: Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Forsetinn fyrrverandi stendur frammi fyrir ýmsum ákærum og þar á meðal ákærum um að standa í vegi réttvísinnar með því að reyna að hylma yfir þessa áætlun sem skýrslan sem birt var í gær varpaði ljósi á. Úrskurður í því máli á að liggja fyrir í febrúar, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Cho Eun Seok, sérstakur rannsakandi, birti í gær skýrslu um beitingu fyrrverandi forseta landsins á herlögum.AP/Jung Yeon Je Yoon hefur áður haldið því fram að hann hafi viljað auka stuðning almennings við sig í baráttunni við stjórnarandstöðuna á þingi, sem hefur staðið í vegi þess að hann hafi getað náð fram áherslumálum sínum. Hann hefur meðal annars sagst hafa þurft að verja Suður-Kóreu gegn kommúnískum áhrifum frá Norður-Kóreu. Auk hans standa 23 aðrir frammi fyrir ákærum. Herforingjar hafa þar á meðal verið ákærðir af saksóknurum hersins. Sjá einnig: Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Kim Keon Hee, eiginkona Yoons, hefur einnig verið handtekin og ákærð vegna máls sem kemur herlögunum ekkert við. Hún er meðal annars sökuð um að taka við mútugreiðslum frá umdeildri kirkju í Suður-Kóreu og hafa lögregluþjónar gert áhlaup í ýmsum byggingum Sameiningarkirkjunnar. Suður-Kórea Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira
Forsetinn setti á herlög í desember 2024. Það ástand varði þó einungis í nokkrar klukkustundir og í kjölfarið hrökklaðist hann frá völdum og var handtekinn. Niðurstöður rannsóknar á aðgerðum Yoons og bandamanna hans voru birtar í gær. Þar kom fram að Yoon og bandamenn hans í hernum hefðu lagt á ráðin um herlög frá því fyrir október 2023 og þeir hafi komið fleiri bandamönnum sínum fyrir í háttsettum stöðum innan hersins. Þá eru þeir sagðir hafa haldið veislur fyrir aðra yfirmenn í hernum, til að reyna að fá þá á sitt band, samkvæmt AP fréttveitunni. Yoon og Kim Yong Hyun, varnarmálaráðherra sem var honum hliðhollur, auk Yeo In Hyung, yfirmanns leyniþjónustu hers Suður-Kóreu, eru sagðir hafa framkvæmt nokkrar hernaðaraðgerðir sem ætlað var að kalla á viðbrögð frá Norður-Kóreu. Þar á meðal voru drónaflugerðir yfir Norður-Kóreu. Engin voru þó viðbrögðin og telja rannsakendur að það hafi verið vegna þess að ráðamenn í Norður-Kóreu voru önnum kafnir við stuðning einræðisríkisins við hernað Rússa í Úkraínu. Þrátt fyrir að tilefni hafi ekki verið til staðar setti Yoon herlög á, með því markmiði að losa sig við andstæðinga sína. Hundruð hermanna voru sendir til að umkringja þinghúsið í Seoul og koma í veg fyrir að þingmenn kæmust þangað inn. Það tókst þeim þó og greiddu þeir fljótt atkvæði um frumvarp sem felldi herlögin úr gildi. Stjórnlagadómstóll landsins fékk svo það hlutverk að úrskurða um veru hans í embætti. Sjá einnig: Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Forsetinn fyrrverandi stendur frammi fyrir ýmsum ákærum og þar á meðal ákærum um að standa í vegi réttvísinnar með því að reyna að hylma yfir þessa áætlun sem skýrslan sem birt var í gær varpaði ljósi á. Úrskurður í því máli á að liggja fyrir í febrúar, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Cho Eun Seok, sérstakur rannsakandi, birti í gær skýrslu um beitingu fyrrverandi forseta landsins á herlögum.AP/Jung Yeon Je Yoon hefur áður haldið því fram að hann hafi viljað auka stuðning almennings við sig í baráttunni við stjórnarandstöðuna á þingi, sem hefur staðið í vegi þess að hann hafi getað náð fram áherslumálum sínum. Hann hefur meðal annars sagst hafa þurft að verja Suður-Kóreu gegn kommúnískum áhrifum frá Norður-Kóreu. Auk hans standa 23 aðrir frammi fyrir ákærum. Herforingjar hafa þar á meðal verið ákærðir af saksóknurum hersins. Sjá einnig: Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Kim Keon Hee, eiginkona Yoons, hefur einnig verið handtekin og ákærð vegna máls sem kemur herlögunum ekkert við. Hún er meðal annars sökuð um að taka við mútugreiðslum frá umdeildri kirkju í Suður-Kóreu og hafa lögregluþjónar gert áhlaup í ýmsum byggingum Sameiningarkirkjunnar.
Suður-Kórea Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira