Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. apríl 2025 07:54 Yoon Suk Yeol á sér fjölmarga stuðningsmenn. Fjöldi stuðningsmanna og mótmælenda safnaðist saman við dómshúsið í aðdraganda dómsuppkvaðningar. Vísir/EPA Yoon Suk-yeol, forseti Suður-Kóreu, hefur verið leystur úr embætti af stjórnlagadómstól landsins. Dómstóllinn var einróma í ákvörðun sinni og taldi forsetann hafa brotið gegn stjórnarskránni með yfirlýsingu herlaga í desember. Yoon var settur af og ákærður eftir misheppnaða tilraun hans til að lýsa yfir herlögum í landinu. Setti hann herlögin á, að eigin sögn, til að vernda landið frá kommúnískum áhrifum frá Norður-Kóreu. Síðan lét hann herinn loka þinghúsinu til að koma í veg fyrir að þeir gætu kosið um afnám herlaganna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar komust þó inn í þingið og kusu um að nema herlögin úr gildi. Sjá einnig: Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Moon Hyung-bae, forseti stjórnlagadómstólsins, vísaði frá öllum röksemdum Yoon fyrir yfirlýsingunni og sagði hann hafa farið út fyrir valdsvið sitt. Hann hafi brotið gegn stjórnarskránni og svikið kóresku þjóðina með því að kalla saman hermenn til að hindra störf þingsins. „Neikvæðar afleiðinar og gáruáhrif þessara aðgerða eru talsverðar. Ávinningurinn af því að koma aftur á reglu með brottvikningu úr embætti vegur þyngra en kostnaðurinn sem felst í því að víkja sitjandi forseta,“ sagði Hyung-Bae. Þingið kærði Yoon um embættisafglöp 14. desember síðastliðinn en þurfti samþykki stjórnlagadómstólsins til að víkja honum formlega úr starfi. Ríkisstjórnin hefur nú sextíu daga til að halda kosningar en Han Duck-soo, sitjandi forseti, mun sitja áfram þar til nýr forseti tekur við. Duck-soo hafði einnig verið kærður til embættismissis eftir setningu herlaganna en var sýknaður af stjórnlagadómstólnum. Suður-Kórea Tengdar fréttir Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Stjórnlagadómstóll Suður-Kóreu hefur vísað frá ákærum til embættismissis á hendur forsætisráðherranum Han Duck-soo. Hann tekur því aftur við stöðunni sem starfandi forseti landsins. 24. mars 2025 07:59 Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu sem var handtekinn í lok janúar, var leystur úr haldi í dag. Forsetinn var settur af og ákærður eftir að hann reyndi að koma á herlögum í landinu í desember. Hann á þó enn dómsmál yfir höfði sér en ákvörðun um varðhald yfir honum var felld úr gildi á lagatæknilegum grundvelli. 8. mars 2025 19:18 Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu, Lee Jae-myung, hefur heitið að vinna með starfandi forseta landsins svo hægt sé að tryggja stöðugleika eftir að forsetanum var vísað frá í gær. 15. desember 2024 09:33 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Yoon var settur af og ákærður eftir misheppnaða tilraun hans til að lýsa yfir herlögum í landinu. Setti hann herlögin á, að eigin sögn, til að vernda landið frá kommúnískum áhrifum frá Norður-Kóreu. Síðan lét hann herinn loka þinghúsinu til að koma í veg fyrir að þeir gætu kosið um afnám herlaganna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar komust þó inn í þingið og kusu um að nema herlögin úr gildi. Sjá einnig: Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Moon Hyung-bae, forseti stjórnlagadómstólsins, vísaði frá öllum röksemdum Yoon fyrir yfirlýsingunni og sagði hann hafa farið út fyrir valdsvið sitt. Hann hafi brotið gegn stjórnarskránni og svikið kóresku þjóðina með því að kalla saman hermenn til að hindra störf þingsins. „Neikvæðar afleiðinar og gáruáhrif þessara aðgerða eru talsverðar. Ávinningurinn af því að koma aftur á reglu með brottvikningu úr embætti vegur þyngra en kostnaðurinn sem felst í því að víkja sitjandi forseta,“ sagði Hyung-Bae. Þingið kærði Yoon um embættisafglöp 14. desember síðastliðinn en þurfti samþykki stjórnlagadómstólsins til að víkja honum formlega úr starfi. Ríkisstjórnin hefur nú sextíu daga til að halda kosningar en Han Duck-soo, sitjandi forseti, mun sitja áfram þar til nýr forseti tekur við. Duck-soo hafði einnig verið kærður til embættismissis eftir setningu herlaganna en var sýknaður af stjórnlagadómstólnum.
Suður-Kórea Tengdar fréttir Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Stjórnlagadómstóll Suður-Kóreu hefur vísað frá ákærum til embættismissis á hendur forsætisráðherranum Han Duck-soo. Hann tekur því aftur við stöðunni sem starfandi forseti landsins. 24. mars 2025 07:59 Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu sem var handtekinn í lok janúar, var leystur úr haldi í dag. Forsetinn var settur af og ákærður eftir að hann reyndi að koma á herlögum í landinu í desember. Hann á þó enn dómsmál yfir höfði sér en ákvörðun um varðhald yfir honum var felld úr gildi á lagatæknilegum grundvelli. 8. mars 2025 19:18 Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu, Lee Jae-myung, hefur heitið að vinna með starfandi forseta landsins svo hægt sé að tryggja stöðugleika eftir að forsetanum var vísað frá í gær. 15. desember 2024 09:33 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Stjórnlagadómstóll Suður-Kóreu hefur vísað frá ákærum til embættismissis á hendur forsætisráðherranum Han Duck-soo. Hann tekur því aftur við stöðunni sem starfandi forseti landsins. 24. mars 2025 07:59
Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu sem var handtekinn í lok janúar, var leystur úr haldi í dag. Forsetinn var settur af og ákærður eftir að hann reyndi að koma á herlögum í landinu í desember. Hann á þó enn dómsmál yfir höfði sér en ákvörðun um varðhald yfir honum var felld úr gildi á lagatæknilegum grundvelli. 8. mars 2025 19:18
Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu, Lee Jae-myung, hefur heitið að vinna með starfandi forseta landsins svo hægt sé að tryggja stöðugleika eftir að forsetanum var vísað frá í gær. 15. desember 2024 09:33