Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 15. desember 2025 10:11 Pussy Riot á tónleikum í tilefni af því að 35 ár voru liðin frá falli Berlínarmúrsins í fyrra. Tónleikarnir voru haldnir við höfuðstöðvar öryggislögreglunnar alræmdu Stasí. Vísir/EPA Rússneskur dómstóll hefur lýst hljómsveitina Pussy Riot öfgasamtök og bannað starfsemi hennar í landinu að kröfu stjórnvalda í Kreml. Þrír liðsmenn hljómsveitarinnar eru nú íslenskir ríkisborgarar. Fimm liðskonur Pussy Riot voru dæmdar í allt að þrettán ára fangelsi að sér fjarstöddum í september. Þær voru sakaðar um að dreifa lygum um rússneska herinn. Rússnesk stjórnvöld hafa beitt slíkum ákærum til þess að berja niður andóf gegn hernaði þeirra í Úkraínu. Öfgastimpillinn virtist ekki valda Nadíu Tolokonnikovu, einum stofnenda Pussy Riot, miklu hugarangri í síðasta mánuði. „Ef það er öfgahyggja að segja sannleikann þá erum við ánægðar með að vera öfgamenn,“ skrifaði Tolokonnikova á samfélagsmiðil í nóvember. Tolokonnikova hlaut íslenskan ríkisborgararétt í sumar. Mariia Alekhina og Liudmila Shtein urðu ríkisborgarar tveimur árum fyrr. Reuters-fréttastofan segir að Tolokonnikova dvelji nú í Bandaríkjunum. Pussy Riot vakti fyrst athygli fyrir gjörning í Kristskirkjunni í Moskvu árið 2012. Nokkrir liðsmenn sveitarinnar voru handteknir og fangelsaðir fyrir að mótmæla Vladímír Pútín forseta og stjórn hans í rétttrúnaðarkirkjunni sem er nátengd rússneska ríkinu. Félagar í sveitinni hafa einnig verið skilgreindir sem útsendarar erlendra ríkja í Rússland. Stjórnvöld í Kreml hafa beitt þeirri skilgreiningu og öfgasamtakastimplinum til þess að þagga niður í fjölmiðlum, stjórnarandstæðingum og andófsfólki. Meðal annars skilgreindu þau samtök Alexí Navalní heitins sem öfgasamtök. Rússland Andóf Pussy Riot Tónlist Menning Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Sjá meira
Fimm liðskonur Pussy Riot voru dæmdar í allt að þrettán ára fangelsi að sér fjarstöddum í september. Þær voru sakaðar um að dreifa lygum um rússneska herinn. Rússnesk stjórnvöld hafa beitt slíkum ákærum til þess að berja niður andóf gegn hernaði þeirra í Úkraínu. Öfgastimpillinn virtist ekki valda Nadíu Tolokonnikovu, einum stofnenda Pussy Riot, miklu hugarangri í síðasta mánuði. „Ef það er öfgahyggja að segja sannleikann þá erum við ánægðar með að vera öfgamenn,“ skrifaði Tolokonnikova á samfélagsmiðil í nóvember. Tolokonnikova hlaut íslenskan ríkisborgararétt í sumar. Mariia Alekhina og Liudmila Shtein urðu ríkisborgarar tveimur árum fyrr. Reuters-fréttastofan segir að Tolokonnikova dvelji nú í Bandaríkjunum. Pussy Riot vakti fyrst athygli fyrir gjörning í Kristskirkjunni í Moskvu árið 2012. Nokkrir liðsmenn sveitarinnar voru handteknir og fangelsaðir fyrir að mótmæla Vladímír Pútín forseta og stjórn hans í rétttrúnaðarkirkjunni sem er nátengd rússneska ríkinu. Félagar í sveitinni hafa einnig verið skilgreindir sem útsendarar erlendra ríkja í Rússland. Stjórnvöld í Kreml hafa beitt þeirri skilgreiningu og öfgasamtakastimplinum til þess að þagga niður í fjölmiðlum, stjórnarandstæðingum og andófsfólki. Meðal annars skilgreindu þau samtök Alexí Navalní heitins sem öfgasamtök.
Rússland Andóf Pussy Riot Tónlist Menning Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Sjá meira