Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2025 11:09 Masha Alekhina á sviði í Sviss árið 2022. Hún fékk íslenskan ríkisborgararétt í maí 2023. EPA/GEORGIOS KEFALAS Rússneskur dómstóll hefur dæmt nokkra meðlimi listahópsins Pussy Riot til langrar fangelsisvistar fyrir að vanvirða rússneska herinn. Þar á meðal er Mariia Alekhina, eða Masha, sem er íslenskur ríkisborgari. Fimm konur voru dæmdar í morgun en engin þeirra er í Rússlandi. Auk Möshu voru einnig dæmdar þær Taso Pletner, Diana Burkot, Alina Petrova og Olga Borisova. Masha var dæmd til þrettán ára vistar í fanganýlendu. Pletner fékk ellefu ára dóm en Burkot Petrova og Borisova fengu átta ára dóm. Þær mega einnig samkvæmt dómnum ekki stýra netsíðum í fjögur til fimm ár, samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins. Þessar fjórar konur úr Pussy Riot voru dæmdar til fangelsisvistar í Rússlandi í morgun. Frá vinstri: Olga Borisova, Masha Alekhina,Diana Burkot og Taso Pletner. Á myndina vantar Alinu Petrova.Vísir/Ívar Þær voru ákærðar vegna tónlistarmyndbands sem þær gáfu út í desember 2022, þar sem þær gagnrýndu innrás Rússa í Úkraínu og ódæði rússneskra hermanna þar. Einnig voru Alekhina, Pletnar og Petrova ákærðar fyrir að segja ósatt um árásir rússneskra hermanna á Maríupól þegar þær voru á mótmælum í Þýskalandi í apríl 2024. Sjá einnig: Býr á Íslandi en dæmd í sex ára fangelsi í Rússlandi Masha og tveir aðrir meðlimir Pussy Riot voru árið 2012 dæmdar í fangelsi í Rússlandi fyrir að trufla messu í Kristskirkjunni í Moskvu og þekkir hún hvernig það er að sitja inn þar í landi. „Fangelsiskerfið er mjög slæmt. Það er verra en gúlagið. Þarna er stundað þrælahald og fangar eru látnir vinna án launa. Fangarnir fá þrjár evrur á mánuði fyrir tólf tíma vinnudag og það er allt og sumt,“ sagði hún í viðtali við Vísi árið 2023. Mikið notuð lög Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur lögum sem ætlað er að verja herinn gegn smánun og vanvirðingu ítrekað verið beitt til að dæma fólk til langrar fangelsisvistar í Rússlandi. Þeirra á meðal er Oleg Orlov, einn fremsti mannréttindafrömuður Rússlands. Sjá einnig: Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Lögunum hefur ítrekað verið beitt gegn mannréttinda- og félagasamtökum í Rússlandi, og þar að auki gegn sjálfstæðum fjölmiðlum. Moscow Times sagði frá því í vor að eftir að konurnar fimm sem dæmdar voru í morgun voru ákærðar hafi lögregluþjónar gert húsleit á heimilum ættingja þeirra. Meðal annars hefðu lögregluþjónar leitað á heimilum foreldra nokkurra þeirra og tekið síma og önnur raftæki til skoðunar. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Andóf Pussy Riot Tengdar fréttir Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Nafn Nadezhdu Tolokonnikova, stofnanda hljómsveitarinnar Pussy Riot, er að finna á lista yfir einstaklinga sem lagt er til fái íslenskan ríkisborgararétt. Alþingi mun taka listann fyrir í dag. 14. júlí 2025 13:48 Rússar gefa út handtökuskipun á hendur íslenskum ríkisborgara Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á hendur Liudmilu „Lucy“ Shtein, 27 ára meðlimi hljómsveitarinnar og aðgerðahópsins Pussy Riot. 8. nóvember 2023 08:53 Alþingi samþykkti ríkisborgararétt Pussy Riot-liða Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með því að átján útlendingar fengju íslenskan ríkisborgararétt í dag. Í hópnum eru tvær liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot sem flúðu kúgun í heimalandinu í fyrra. 10. maí 2023 23:36 Gefa ekkert upp um hvort Ísland sé hulduríkið sem hjálpaði Pussy Riot Hvorki forsætisráðherra né fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins hafa viljað tjá sig um hvort íslensk stjórnvöld hafi komið að því að liðka fyrir brottför Maríu Alyokhinu, liðsmanni rússnesku andófshljómsveitarinnar Pussy Riot, frá Hvíta-Rússlandi til Litáen. 11. maí 2022 20:31 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Auk Möshu voru einnig dæmdar þær Taso Pletner, Diana Burkot, Alina Petrova og Olga Borisova. Masha var dæmd til þrettán ára vistar í fanganýlendu. Pletner fékk ellefu ára dóm en Burkot Petrova og Borisova fengu átta ára dóm. Þær mega einnig samkvæmt dómnum ekki stýra netsíðum í fjögur til fimm ár, samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins. Þessar fjórar konur úr Pussy Riot voru dæmdar til fangelsisvistar í Rússlandi í morgun. Frá vinstri: Olga Borisova, Masha Alekhina,Diana Burkot og Taso Pletner. Á myndina vantar Alinu Petrova.Vísir/Ívar Þær voru ákærðar vegna tónlistarmyndbands sem þær gáfu út í desember 2022, þar sem þær gagnrýndu innrás Rússa í Úkraínu og ódæði rússneskra hermanna þar. Einnig voru Alekhina, Pletnar og Petrova ákærðar fyrir að segja ósatt um árásir rússneskra hermanna á Maríupól þegar þær voru á mótmælum í Þýskalandi í apríl 2024. Sjá einnig: Býr á Íslandi en dæmd í sex ára fangelsi í Rússlandi Masha og tveir aðrir meðlimir Pussy Riot voru árið 2012 dæmdar í fangelsi í Rússlandi fyrir að trufla messu í Kristskirkjunni í Moskvu og þekkir hún hvernig það er að sitja inn þar í landi. „Fangelsiskerfið er mjög slæmt. Það er verra en gúlagið. Þarna er stundað þrælahald og fangar eru látnir vinna án launa. Fangarnir fá þrjár evrur á mánuði fyrir tólf tíma vinnudag og það er allt og sumt,“ sagði hún í viðtali við Vísi árið 2023. Mikið notuð lög Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur lögum sem ætlað er að verja herinn gegn smánun og vanvirðingu ítrekað verið beitt til að dæma fólk til langrar fangelsisvistar í Rússlandi. Þeirra á meðal er Oleg Orlov, einn fremsti mannréttindafrömuður Rússlands. Sjá einnig: Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Lögunum hefur ítrekað verið beitt gegn mannréttinda- og félagasamtökum í Rússlandi, og þar að auki gegn sjálfstæðum fjölmiðlum. Moscow Times sagði frá því í vor að eftir að konurnar fimm sem dæmdar voru í morgun voru ákærðar hafi lögregluþjónar gert húsleit á heimilum ættingja þeirra. Meðal annars hefðu lögregluþjónar leitað á heimilum foreldra nokkurra þeirra og tekið síma og önnur raftæki til skoðunar.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Andóf Pussy Riot Tengdar fréttir Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Nafn Nadezhdu Tolokonnikova, stofnanda hljómsveitarinnar Pussy Riot, er að finna á lista yfir einstaklinga sem lagt er til fái íslenskan ríkisborgararétt. Alþingi mun taka listann fyrir í dag. 14. júlí 2025 13:48 Rússar gefa út handtökuskipun á hendur íslenskum ríkisborgara Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á hendur Liudmilu „Lucy“ Shtein, 27 ára meðlimi hljómsveitarinnar og aðgerðahópsins Pussy Riot. 8. nóvember 2023 08:53 Alþingi samþykkti ríkisborgararétt Pussy Riot-liða Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með því að átján útlendingar fengju íslenskan ríkisborgararétt í dag. Í hópnum eru tvær liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot sem flúðu kúgun í heimalandinu í fyrra. 10. maí 2023 23:36 Gefa ekkert upp um hvort Ísland sé hulduríkið sem hjálpaði Pussy Riot Hvorki forsætisráðherra né fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins hafa viljað tjá sig um hvort íslensk stjórnvöld hafi komið að því að liðka fyrir brottför Maríu Alyokhinu, liðsmanni rússnesku andófshljómsveitarinnar Pussy Riot, frá Hvíta-Rússlandi til Litáen. 11. maí 2022 20:31 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Nafn Nadezhdu Tolokonnikova, stofnanda hljómsveitarinnar Pussy Riot, er að finna á lista yfir einstaklinga sem lagt er til fái íslenskan ríkisborgararétt. Alþingi mun taka listann fyrir í dag. 14. júlí 2025 13:48
Rússar gefa út handtökuskipun á hendur íslenskum ríkisborgara Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á hendur Liudmilu „Lucy“ Shtein, 27 ára meðlimi hljómsveitarinnar og aðgerðahópsins Pussy Riot. 8. nóvember 2023 08:53
Alþingi samþykkti ríkisborgararétt Pussy Riot-liða Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með því að átján útlendingar fengju íslenskan ríkisborgararétt í dag. Í hópnum eru tvær liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot sem flúðu kúgun í heimalandinu í fyrra. 10. maí 2023 23:36
Gefa ekkert upp um hvort Ísland sé hulduríkið sem hjálpaði Pussy Riot Hvorki forsætisráðherra né fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins hafa viljað tjá sig um hvort íslensk stjórnvöld hafi komið að því að liðka fyrir brottför Maríu Alyokhinu, liðsmanni rússnesku andófshljómsveitarinnar Pussy Riot, frá Hvíta-Rússlandi til Litáen. 11. maí 2022 20:31