Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Húsó fjar­lægðir af Rúv

Sjónvarpsserían Húsó hefur verið fjarlægð fyrr en áætlað var af vefsíðu Ríkisútvarpsins. Dóra Jóhannsdóttir, einn handritshöfunda þáttanna, segir að þættirnir verði settir inn aftur þegar framleiðandi afhendir réttan kreditlista. Hún sjálf berst fyrir því að nafn hennar sé sett á kreditlistann.

Menning
Fréttamynd

At­vinnu­laus aumingi trompar dauðakölt

Fjölskyldufaðir sem missir vinnuna hjá pappírsfyrirtæki eftir áratuga starfsferil grípur til blóðugra örþrifaráða. Ungur drengur lendir í félagsskap satanísks gengis sem ráfar um uppvakningahrjáð England. Mennirnir tveir glíma við ólíka djöfla en lenda báðir í kröppum dansi.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hætta ó­vænt við tónleikaferðalög sín

Iðnaðarteknósveitin Hatari hefur hætt við tónleikaferðalag sitt um Evrópu í febrúar án nokkurrar skýringar. Í síðustu viku hætti rokkhljómsveitin The Vintage Caravan við tónleikaferðalag sitt vegna andlegrar þreytu.

Tónlist
Fréttamynd

Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg

Næsta kvikmynd Baltasars Kormáks er spennutryllirinn The Big Fix frá Netflix um skrifstofumann hjá FIFA sem afhjúpar stórt veðmálasvindl tengt kínversku mafíunni og endar í eltingaleik við metnaðarfullan svindlara. Mark Wahlberg og Riz Ahmed fara með aðalhlutverkin.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Blint stefnu­mót heppnaðist vel

Menningarvitar landsins komu saman í Ásmundarsal síðastliðna helgi og skáluðu fyrir glæsilegri opnun samsýningarinnar Blint stefnumót eða Blind date. Þar mætast listamennirnir Kristín Karólína Helgadóttir og Sigurður Guðmundsson á skemmtilegan máta.

Menning
Fréttamynd

Sverrir Berg­mann hættir í bæjar­stjórn

Sverrir Bergmann Magnússon, tónlistarmaður, varaþingmaður og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, hefur ráðið sig í starf samfélags- og sjálfbærnisstjóra hjá Kadeco, þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar. Þar sem fyrirtækið starfar bæði í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ hefur hann ákveðið að hætta í bæjarstjórn og kveðst ekki bjóða sig fram aftur. 

Innlent
Fréttamynd

Halla T meðal sofandi risa

Elegansinn var í fyrirrúmi í opnunarteiti Kristjáns Maack á ljósmyndasýningunni Sofandi risar. Meðal gesta voru Heiða Björg borgarstjóri og Halla Tómasdóttir forseti.

Menning
Fréttamynd

Magnús Ei­ríks­son borinn til grafar

Magnús Eiríksson, einhver dáðasti dægurlagaperlusmiður landsins, var borinn til grafar í dag. Segja má að þjóðarsorg hafi brotist út þegar andlát hans spurðist.

Innlent
Fréttamynd

Líkamsumhirða sem þróast í þrá­hyggju

Listakonan Kristín Helga Ríkharðsdóttir fer einstakar leiðir í listsköpun sinni og hefur vakið mikla athygli hérlendis undanfarið ár. Kristín Helga, sem er fædd árið 1993 og lærði í New York, var að opna einkasýningu í D-sal Listasafns Reykjavíkur sem ber heitið Silkimjúk. Viðfangsefnið snertir meðal annars á þráhyggju fyrir líkamsumhirðu og óútskýrðum ótta við stutt, svört hár.

Menning
Fréttamynd

Aron Mola ást­fanginn í bíó

Rappararnir Ízleifur og Flóni buðu fjölda frægra í bíó um helgina þar sem þeir frumsýndu sjóðheitt tónlistarmyndband við nýja lagið þeirra Síróp. Meðal gesta voru Aron Mola og frúin hans Erla Lind, Birgitta Líf og Ásthildur Bára.

Lífið
Fréttamynd

Aðgerðaráætlun í mál­efnum fjöl­miðla

Rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Alþjóðlegir streymis- og auglýsingarisar starfa hér án þess að á þá séu lagðar sambærilegar kvaðir og á íslensk fjölmiðlafyrirtæki sem sinna hér mikilvægu menningarlegu hlutverki og lýðræðislegri umræðu.

Skoðun