Enski boltinn

„Ég er mjög stoltur af mínum leik­mönnum“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mikel Arteta talks talar við leikmennina sína Myles Lewis-Skelly, Noni Madueke og Piero Hincapie í kvöld.
Mikel Arteta talks talar við leikmennina sína Myles Lewis-Skelly, Noni Madueke og Piero Hincapie í kvöld. Getty/ Stuart MacFarlane

Arsenal náði fimm stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Brentford í kvöld. Knattspyrnustjórinn Mikel Arteta var sáttur í leikslok.

„Þetta er alltaf óþægilegt því Brentford þarf bara innkast og þá er allt komið í uppnám og ævintýri. Eitt núll er aldrei nóg á móti þeim en mér fannst við stjórna leiknum og skapa stærstu færin,“ sagði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, í samtali við Sky Sports:

„Á heildina litið er ég mjög ánægður. Vikan sem við áttum, þremur dögum síðar án nokkurrar endurheimtar, að gera þetta aftur, ég er mjög stoltur af leikmönnunum,“ sagði Arteta.

„Ég hef ekki skoðað hana aftur en þetta leit út fyrir að vera góð viðbrögð og virkilega mikilvæg. Markvörðurinn þeirra varði líka mjög vel. En þetta er það sem maður þarf. Á lykilaugnablikum þurfa leikmennirnir okkar að gera það sem þeir þurfa að gera og við höfum svo sannarlega gert það,“ sagði Arteta um markvörslu David Raya á lykilstundu í leiknum.

Arteta var spurður út í það hvort hann væri að ná því besta út úr liðinu þínu: „Já, sérstaklega með öll þessi meiðsli sem við erum enn með. Við misstum Saliba, við misstum stóra Gabby, í dag misstum við Mosquera. Þetta hefur verið áskorun. Ben White var frábær í dag. Allir sem fá tækifæri standa sig,“ sagði Arteta.

Um meiðsli Rice og Mosquera, og hvort Saliba verði klár fyrir leikinn gegn Aston Villa á laugardag, sagði hann: „Við vitum meira á morgun. Þeir þurfa að fara í skoðun. Declan þurfti að fara af velli... við skulum sjá hverjir verða leikfærir,“ sagði Arteta.

Mikel Merino skoraði mikilvægt mark snemma leiks sem gerði mikið fyrir Arsenal í kvöld.

„Það er ótrúlegt hvað hann gerði aftur í dag. Ekki bara markið, því markið er stórkostlegt. Hreyfingin, gæðin, afgreiðslan, hvernig hann tímasetur þetta og svo vinnusemin. Það er stórkostlegt,“ sagði Arteta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×