Íslenski boltinn

Alex Freyr frá Fram í Njarð­vík

Sindri Sverrisson skrifar
Alex Freyr Elísson er mættur í grænt.
Alex Freyr Elísson er mættur í grænt. Njarðvík

Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur fengið til sín hægri bakvörðinn Alex Frey Elísson frá Fram. Hann gerði samning sem gildir út árið 2027.

Njarðvík hefur aftur á móti misst króatíska framherjann Dominik Radic, sem og hægri bakvörðinn Svavar Örn Þórðarson, til HK þar sem fyrrverandi þjálfari Njarðvíkur, Gunnar Heiðar Þorvaldsson er tekinn til starfa.

Alex Freyr, sem er 28 ára gamall, er uppalinn hjá Fram en hefur einnig leikið með Breiðabliki og KA. Hann á að baki 57 leiki í Bestu deildinni og 85 leiki í Lengjudeildinni en spilaði aðeins átta leiki með Fram í Bestu deildinni í ár.

Alex er annar leikmaðurinn sem Njarðvík fær eftir að Davíð Smári Lamude tók við liðinu en áður hafði félagið fengið miðvörðinn öfluga Eið Aron Sigurbjörnsson frá Vestra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×