Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Lovísa Arnardóttir skrifar 15. nóvember 2025 08:58 Úkraínskir hermenn við störf í Karkív. Vísir/EPA Oleksii Kuleba, aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu með ábyrgð á innviðum, segir að yfir 800 árásir hafi verið skráðar frá áramótum á lestarkerfi landsins. Það sé tilraun Rússa til að eyðileggja eða takmarka flutningsgetu. Hann segir árásir á innviði, frá upphafi árs, hafa valdið tjóni sem nemur einum milljarði dollara. „Ef þú berð saman síðustu þrjá mánuði hafa árásir þrefaldast,“ er haft eftir Kuleba í frétt Guardian um málið. „Frá áramótum hafa verið gerðar 800 árásir á járnbrautarinnviði og yfir 3.000 járnbrautarhlutir hafa skemmst. Það sem við höfum séð í þessum stigvaxandi árásum er að þeir fara eftir lestunum og sérstaklega í þeim tilgangi að drepa lestarstjórana.“ Í umfjöllun Guardian um árásirnar kemur fram að járnbrautarkerfið sé afar mikilvægt í Úkraínu og að til dæmis fari um 63 prósent allra vöruflutninga fram í gegnum kerfið og 37 prósent af ferðaumferð. Engir almennir flugvellir hafa verið starfræktir frá því að Rússar gerðu allsherjarinnrás sína, þannig að flestir ferðast til og frá landinu með lest. „Þetta snýst ekki bara um fjölda [árása], heldur einnig um nálgun óvinahersins,“ segir Oleksandr Pertsovskyi, yfirmaður úkraínsku ríkisjárnbrautanna, Ukrzaliznytsia. Hann segir Rússa hafa mjög nákvæma Shahed-dróna sem þeir noti til að miða á einstakar eimreiðar. Ýmislegt hefur þó verið gert í Úkraínu samkvæmt umfjölluninni til að vernda járnbrautarkerfið eins og að setja upp sérstakt kerfi til að verjast drónaárásum auk þess að þjálfa starfsmenn lestanna. Kuleba segir Rússa hafa þrjú markmið: að eyðileggja flutningakerfi Úkraínu í suðri til að koma í veg fyrir vöruflutninga til hafnarborga; að trufla lestarumferð nálægt víglínunum á svæðum eins og Chernihiv og Sumy; og „að eyðileggja allt“ í Donbas, iðnaðarhjarta Úkraínu í austri sem samanstendur af Donetsk- og Luhansk-héruðum. Í nýlegu viðtali við Associated Press sagði Serhii Beskrestnov, úkraínskur hernaðar- og drónasérfræðingur, að lestir væru sérstaklega viðkvæmar fyrir drónum vegna þess að þær væru tiltölulega hægfara og fylgdu fyrirsjáanlegum leiðum. Hann sagði enn fremur að eftir því sem drægni rússneskra dróna eykst og tæknin verður sífellt flóknari verði stærri hluti járnbrautanna innan seilingar. „Ef Rússar halda áfram að ráðast á dísil- og rafmagnseimreiðar mun sá tími koma mjög fljótlega að teinarnir verða enn heilir en við munum ekki hafa neitt eftir til að keyra á þeim,“ sagði Beskrestnov. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
„Ef þú berð saman síðustu þrjá mánuði hafa árásir þrefaldast,“ er haft eftir Kuleba í frétt Guardian um málið. „Frá áramótum hafa verið gerðar 800 árásir á járnbrautarinnviði og yfir 3.000 járnbrautarhlutir hafa skemmst. Það sem við höfum séð í þessum stigvaxandi árásum er að þeir fara eftir lestunum og sérstaklega í þeim tilgangi að drepa lestarstjórana.“ Í umfjöllun Guardian um árásirnar kemur fram að járnbrautarkerfið sé afar mikilvægt í Úkraínu og að til dæmis fari um 63 prósent allra vöruflutninga fram í gegnum kerfið og 37 prósent af ferðaumferð. Engir almennir flugvellir hafa verið starfræktir frá því að Rússar gerðu allsherjarinnrás sína, þannig að flestir ferðast til og frá landinu með lest. „Þetta snýst ekki bara um fjölda [árása], heldur einnig um nálgun óvinahersins,“ segir Oleksandr Pertsovskyi, yfirmaður úkraínsku ríkisjárnbrautanna, Ukrzaliznytsia. Hann segir Rússa hafa mjög nákvæma Shahed-dróna sem þeir noti til að miða á einstakar eimreiðar. Ýmislegt hefur þó verið gert í Úkraínu samkvæmt umfjölluninni til að vernda járnbrautarkerfið eins og að setja upp sérstakt kerfi til að verjast drónaárásum auk þess að þjálfa starfsmenn lestanna. Kuleba segir Rússa hafa þrjú markmið: að eyðileggja flutningakerfi Úkraínu í suðri til að koma í veg fyrir vöruflutninga til hafnarborga; að trufla lestarumferð nálægt víglínunum á svæðum eins og Chernihiv og Sumy; og „að eyðileggja allt“ í Donbas, iðnaðarhjarta Úkraínu í austri sem samanstendur af Donetsk- og Luhansk-héruðum. Í nýlegu viðtali við Associated Press sagði Serhii Beskrestnov, úkraínskur hernaðar- og drónasérfræðingur, að lestir væru sérstaklega viðkvæmar fyrir drónum vegna þess að þær væru tiltölulega hægfara og fylgdu fyrirsjáanlegum leiðum. Hann sagði enn fremur að eftir því sem drægni rússneskra dróna eykst og tæknin verður sífellt flóknari verði stærri hluti járnbrautanna innan seilingar. „Ef Rússar halda áfram að ráðast á dísil- og rafmagnseimreiðar mun sá tími koma mjög fljótlega að teinarnir verða enn heilir en við munum ekki hafa neitt eftir til að keyra á þeim,“ sagði Beskrestnov.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira