Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2025 14:30 Andrej Babis bauð sig fram til forseta árið 2023 en laut þá í lægra haldi fyrir herforingjanum Petr Pavel. Hann var forsætisráðherra á árunum 2017 til 2021. EPA Tékkneski milljarðamæringurinn Andrej Babis og ANO-flokkur hans hafa myndað nýja ríkisstjórn með tveimur fjarhægriflokkum sem hafa barist gegn frekari Evrópusamvinnu. Þingkosningar fóru fram í Tékklandi fyrir mánuði þar sem Babis og flokkur hans náðu flestum mönnum á þing. Í kosningabaráttunni talaði Babis gegn stefnu Evrópusambandsins í bæði loftslags- og innflytjendamálum. Allt stefnir því í að hinn 71 árs gamli Babis verði forsætisráðherra landsins á ný en hann gegndi embættinu á árunum 2017 til 2021. Babis bauð sig fram til forseta árið 2023 en laut þá í lægra haldi fyrir herforingjanum Petr Pavel. Í frétt Reuters segir að ný ríkisstjórn muni samanstanda af ANO-flokki Babis, Flokki ökumanna, sem hafa lýst yfir efasemdum í umræðum um loftslagsbreytingar, og SPD-flokknum sem hefur talað gegn bæði Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Saman eru flokkarnir með 108 þingmenn af tvö hundruð þingmönnum í neðri deild tékkneska þingsins. Babis hefur áður sagt að hann vilji að ný ríkisstjórn verði búin að taka við fyrir miðjan desember þannig að hún geti samþykkt fjárlagafrumvarp næsta árs og að hann geti sótt leiðtogafund ESB í lok árs. Væntanleg ríkisstjórn mun taka við stjórnartaumunum af mið-hægri stjórn Petr Fiala, fráfarandi forsætisráðherra, sem hefur lagt áherslu á að reyna að ná tökum á opinberum útgjöldum en hefur jafnframt stutt dyggilega við bakið á Úkraínumönnum í stríðinu við Rússa. Babis hefur heitið því að stöðva áætlun um að útvega Úkraínumönnum skotfæri sem tékknesk stjórnvöld hafa farið fyrir og sagt frekar vilja nýta fjármagnið heima fyrir. Líklegt þykir að nýr leiðtogi Tékklands, það er Babis, muni nú bætast í hóp leiðtoga á borð við Viktor Orban í Ungverjalandi og Robert Fico í Slóvakíu sem muni grafa undan stuðningi við Úkraínu, en fyrrnefnd ríki hafa til að mynda haldið áfram kaupum á olíu frá Rússlandi þrátt fyrir andstöðu annarra Evrópuríkja. Tékkland Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Tengdar fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Hægri-stjórnmálahreyfingarin ANO, undir forystu auðmannsins Andrejs Babis, fór með sigur í þingkosningunum í Tékklandi sem lauk síðdegis. ANO-hreyfing Babis hafði leitt í skoðanakönnunum og allt útlit er fyrir að hann felli hægri-miðju ríkisstjórn forsætisráðherrans Petr Fiala nokkuð örugglega. 4. október 2025 19:17 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Þingkosningar fóru fram í Tékklandi fyrir mánuði þar sem Babis og flokkur hans náðu flestum mönnum á þing. Í kosningabaráttunni talaði Babis gegn stefnu Evrópusambandsins í bæði loftslags- og innflytjendamálum. Allt stefnir því í að hinn 71 árs gamli Babis verði forsætisráðherra landsins á ný en hann gegndi embættinu á árunum 2017 til 2021. Babis bauð sig fram til forseta árið 2023 en laut þá í lægra haldi fyrir herforingjanum Petr Pavel. Í frétt Reuters segir að ný ríkisstjórn muni samanstanda af ANO-flokki Babis, Flokki ökumanna, sem hafa lýst yfir efasemdum í umræðum um loftslagsbreytingar, og SPD-flokknum sem hefur talað gegn bæði Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Saman eru flokkarnir með 108 þingmenn af tvö hundruð þingmönnum í neðri deild tékkneska þingsins. Babis hefur áður sagt að hann vilji að ný ríkisstjórn verði búin að taka við fyrir miðjan desember þannig að hún geti samþykkt fjárlagafrumvarp næsta árs og að hann geti sótt leiðtogafund ESB í lok árs. Væntanleg ríkisstjórn mun taka við stjórnartaumunum af mið-hægri stjórn Petr Fiala, fráfarandi forsætisráðherra, sem hefur lagt áherslu á að reyna að ná tökum á opinberum útgjöldum en hefur jafnframt stutt dyggilega við bakið á Úkraínumönnum í stríðinu við Rússa. Babis hefur heitið því að stöðva áætlun um að útvega Úkraínumönnum skotfæri sem tékknesk stjórnvöld hafa farið fyrir og sagt frekar vilja nýta fjármagnið heima fyrir. Líklegt þykir að nýr leiðtogi Tékklands, það er Babis, muni nú bætast í hóp leiðtoga á borð við Viktor Orban í Ungverjalandi og Robert Fico í Slóvakíu sem muni grafa undan stuðningi við Úkraínu, en fyrrnefnd ríki hafa til að mynda haldið áfram kaupum á olíu frá Rússlandi þrátt fyrir andstöðu annarra Evrópuríkja.
Tékkland Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Tengdar fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Hægri-stjórnmálahreyfingarin ANO, undir forystu auðmannsins Andrejs Babis, fór með sigur í þingkosningunum í Tékklandi sem lauk síðdegis. ANO-hreyfing Babis hafði leitt í skoðanakönnunum og allt útlit er fyrir að hann felli hægri-miðju ríkisstjórn forsætisráðherrans Petr Fiala nokkuð örugglega. 4. október 2025 19:17 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Hægri-stjórnmálahreyfingarin ANO, undir forystu auðmannsins Andrejs Babis, fór með sigur í þingkosningunum í Tékklandi sem lauk síðdegis. ANO-hreyfing Babis hafði leitt í skoðanakönnunum og allt útlit er fyrir að hann felli hægri-miðju ríkisstjórn forsætisráðherrans Petr Fiala nokkuð örugglega. 4. október 2025 19:17