Veður

Frostið náði næstum 20 stigum á Sand­skeiði

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Mikið frost er á nær öllu landinu.
Mikið frost er á nær öllu landinu. Vísir/Vilhelm

Klukkan sex í morgun náði frostið 19,8 gráðum á Sandskeiði, rétt austan við höfuðborgina. Mikið frost var á landinu öllu í nótt og eykur snjóþekjan enn á gaddinn. 

Á þetta bendir veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson á Facebook-síðu sinni. 

„Svo kalt þetta snemma vetrar og hefur líkast til aldrei orðið kaldara þennan dag, 30. október. Talan -19,3 finnst í Svartárkort í Bárðardal frá þessum degi 2014,“ segir Einar í færslunni.

Með færslunni birtir hann mynd af vef Veðurstofunnar þar sem sjá má að hitinn var hæstur á Steinum, þar sem hann náði 2,8 gráðum en næsturfrostið var nokkuð mikið á suðvesturhorninu og náði 17,7 stigum í Víðidal í Reykjavík.

Hann segir þó að almennt frost í Reykjavík hafi farið niður í rúm átta stig. Síðast var kaldara í Reykjavík þennan dag árið 1968. Þá hafi þó verið mælt á flugvellinum, þar sem frostið fór niður í 9 gráður í nótt.

„Ekki langt frá mesta októberfrosti í Reykjavík sem er -10,6°C frá 27. og 28. október 1970. Á landsvísu hefur frostið orðið meira en 20 stig í nokkur skipti í október s.s. í Möðrudal á Fjöllum og við sjáum á töflu Veðurstofunnar í morgun töluna -20,2°C frá því í nótt, í Setri sunnan Hofsjökuls.“


Tengdar fréttir

Djúp lægð nálgast landið úr suðri

Dálítill éljagangur verður á norðurhluta landsins fram undir hádegi í dag og samhliða því má búast má við lélegu skyggni og erfiðum aksturskilyrðum, einkum á fjallvegum, á Norðausturlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×