Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2025 08:32 Arne Slot þurfti að horfa upp á miðjumann sinn meiðast á höfði og Manchester United komast yfir, með nokkurra sekúndna millibili. EPA/ADAM VAUGHAN Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að réttast hefði verið að stöðva leikinn við Manchester United þegar Alexis Mac Allister meiddist á höfði, rétt áður en United skoraði fyrsta mark leiksins. United komst í 1-0 snemma leiks með marki Bryan Mbeumo. Mac Allister lá þá óvígur á grasinu eftir árekstur við liðsfélaga sinn, Virgil van Dijk. Mac Allister þurfti svo að klára leikinn með eins konar sundhettu á höfðinu, eftir skurðinn sem hann fékk, og Slot segir ljóst að dómarinn hefði átt að stöðva leikinn vegna meiðslanna. Ummæli hans á blaðamannafundi má sjá hér að neðan. „Við hefðum átt að gera mun betur eftir að Macca var kominn í grasið. En heilsa leikmanna er mikilvæg og ef það þarf að sauma fjögur spor í leikmann þá auðvitað vonast maður til þess að allir skilji að það þarf strax að hlúa að honum. Það gerðist ekki,“ segir Slot og bætir við: „En ég ítreka að við hefðum getað gert betur og þetta er ekki ástæðan fyrir því að við töpuðum í dag. Ástæðan er sú að það voru allt of mörg færi sem við nýttum ekki.“ Mörkin úr 2-1 sigri United, og þar á meðal þegar Mac Allister meiðist, má sjá hér að neðan. Slot er vel meðvitaður um að stundum þykjast leikmenn hafa meitt sig í höfðinu, til að nýta sér það að dómurum er uppálagt að stöðva leik þegar um höfuðmeiðsli er að ræða. Hvorki afsökun fyrir markinu né tapinu „Ég vona bara að allir skilji að við erum ekki svona lið, eins og ég sé mikið um í fótbolta, þar sem menn þykjast hafa meitt sig í höfðinu til að stöðva skyndisókn. Þannig erum við ekki. Við leggjumst aldrei niður og erum alltaf heiðarlegir. Svo ef að okkar leikmaður fer niður þá myndi maður vona að allir hugsi: Þetta er Liverpool, þeir gera ekki svona lagað, blásum í flautuna. En ég endurtek að þetta er ekki afsökun fyrir því að við skyldum fá á okkur mark og ekki afsökun fyrir því að við töpuðum,“ segir Slot. Enski boltinn Tengdar fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Liverpool tapaði sínum fjórða leik í röð í dag þegar liðið tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Arne Slot, stjóri liðsins, viðurkennir að gengi liðsins valdi honum áhyggjum. 19. október 2025 22:48 Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Manchester United vann frækinn sigur á Liverpool í dag þegar liðið sótti Bítlaborgina heim. Þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. 19. október 2025 20:02 Dramatískur endurkomusigur United Manchester United vann frækinn 1-2 sigur á Liverpool nú rétt í þessu en þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn síðan elstu menn muna sem United nær að tengja saman tvo sigra í deildinni. 19. október 2025 15:01 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Fótbolti Fleiri fréttir Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
United komst í 1-0 snemma leiks með marki Bryan Mbeumo. Mac Allister lá þá óvígur á grasinu eftir árekstur við liðsfélaga sinn, Virgil van Dijk. Mac Allister þurfti svo að klára leikinn með eins konar sundhettu á höfðinu, eftir skurðinn sem hann fékk, og Slot segir ljóst að dómarinn hefði átt að stöðva leikinn vegna meiðslanna. Ummæli hans á blaðamannafundi má sjá hér að neðan. „Við hefðum átt að gera mun betur eftir að Macca var kominn í grasið. En heilsa leikmanna er mikilvæg og ef það þarf að sauma fjögur spor í leikmann þá auðvitað vonast maður til þess að allir skilji að það þarf strax að hlúa að honum. Það gerðist ekki,“ segir Slot og bætir við: „En ég ítreka að við hefðum getað gert betur og þetta er ekki ástæðan fyrir því að við töpuðum í dag. Ástæðan er sú að það voru allt of mörg færi sem við nýttum ekki.“ Mörkin úr 2-1 sigri United, og þar á meðal þegar Mac Allister meiðist, má sjá hér að neðan. Slot er vel meðvitaður um að stundum þykjast leikmenn hafa meitt sig í höfðinu, til að nýta sér það að dómurum er uppálagt að stöðva leik þegar um höfuðmeiðsli er að ræða. Hvorki afsökun fyrir markinu né tapinu „Ég vona bara að allir skilji að við erum ekki svona lið, eins og ég sé mikið um í fótbolta, þar sem menn þykjast hafa meitt sig í höfðinu til að stöðva skyndisókn. Þannig erum við ekki. Við leggjumst aldrei niður og erum alltaf heiðarlegir. Svo ef að okkar leikmaður fer niður þá myndi maður vona að allir hugsi: Þetta er Liverpool, þeir gera ekki svona lagað, blásum í flautuna. En ég endurtek að þetta er ekki afsökun fyrir því að við skyldum fá á okkur mark og ekki afsökun fyrir því að við töpuðum,“ segir Slot.
Enski boltinn Tengdar fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Liverpool tapaði sínum fjórða leik í röð í dag þegar liðið tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Arne Slot, stjóri liðsins, viðurkennir að gengi liðsins valdi honum áhyggjum. 19. október 2025 22:48 Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Manchester United vann frækinn sigur á Liverpool í dag þegar liðið sótti Bítlaborgina heim. Þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. 19. október 2025 20:02 Dramatískur endurkomusigur United Manchester United vann frækinn 1-2 sigur á Liverpool nú rétt í þessu en þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn síðan elstu menn muna sem United nær að tengja saman tvo sigra í deildinni. 19. október 2025 15:01 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Fótbolti Fleiri fréttir Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
„Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Liverpool tapaði sínum fjórða leik í röð í dag þegar liðið tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Arne Slot, stjóri liðsins, viðurkennir að gengi liðsins valdi honum áhyggjum. 19. október 2025 22:48
Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Manchester United vann frækinn sigur á Liverpool í dag þegar liðið sótti Bítlaborgina heim. Þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. 19. október 2025 20:02
Dramatískur endurkomusigur United Manchester United vann frækinn 1-2 sigur á Liverpool nú rétt í þessu en þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn síðan elstu menn muna sem United nær að tengja saman tvo sigra í deildinni. 19. október 2025 15:01