Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2025 15:25 Heimir Guðjónsson kveður í lok tímabilsins FH í annað sinn. Vísir / Anton Brink „Við erum búnir að ráða þjálfara en það verður væntanlega ekki tilkynnt fyrr en í lok október,“ segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH. Hann viðurkennir að það sé áhætta að segja aftur skilið við þjálfarann Heimi Guðjónsson en segir Heimi hafa tekið þeirri ákvörðun af fagmennsku. Davíð vildi ekkert gefa uppi um hver yrði næsti þjálfari liðsins, eftir að tilkynnt var í gær að þriggja ára seinni dvöl Heimis myndi ljúka eftir yfirstandandi tímabil. Ýmsir kostir eru í stöðunni og til að mynda er ljóst að bróðir Davíðs, fyrrverandi landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson, er núna á lausu eftir að hafa skrifað undir starfslokasamning við belgíska félagið Gent, þar sem hann var yfirmaður íþróttamála. „Það verður enginn Viðarsson í þjálfarateymi FH á næsta ári,“ segir Davíð hlæjandi. „Það er ágætt að það komi fram því ég var einnig búinn að heyra einhverjar sögusagnir um að ég gæti verið að koma inn í þjálfarateymið. Ég get lofað því að það verður enginn Viðarsson í þjálfarateyminu og það var aldrei planið,“ bætir hann við. Ákvörðunin stóra um að bjóða Heimi Guðjónssyni ekki nýjan samning, þrátt fyrir að hann hafi stýrt FH í efri hluta Bestu deildarinnar öll þrjú ár sín eftir að FH hafði verið í fallbaráttu áður en hann tók við, var eflaust ekki auðveld: „Þetta var eitthvað sem við ákváðum og ræddum svo við Heimi í gær. Það var allt gert á eins góðum nótum og hægt er, og það hvernig hann tók þessu sýnir hversu heill og góður karakter hann er. Þessi ákvörðun er tekin með hliðsjón af heildarstefnu og langtímamarkmiðum félagsins,“ segir Davíð. Passaði Heimir þá ekki inn í þá stefnu? „Við erum að innleiða nýja knattspyrnustefnu hjá okkur og fannst rétt á þessum tímapunkti að breyta um aðalþjálfara.“ Getur Davíð þá útskýrt út á hvað sú stefna gengur? „Já en það er eitthvað sem við munum gera í flútti við það þegar nýr aðalþjálfari verður kynntur.“ Var árangurinn ekki viðunandi? „Jú. Úrslitin hafa, til dæmis í ár, verið þannig að við náðum okkar markmiðum, sem var að enda í topp sex. Þetta snýst ekki um úrslitin heldur það að við viljum fara nýja leið í okkar stefnu. Það er ástæðan fyrir þessari breytingu. Fyrir mér er þetta mikið frekar val um það að sækja eitthvað nýtt en að hafna Heimi.“ „Betra fyrir nýjan aðila að koma að því“ Stendur þá til að bylta einhverri stefnu? Hefur Heimir ekki unnið eftir stefnu félagsins? „Jú, jú. Við náðum okkar markmiðum í sumar og erum ekki að fara að bylta einhverri stefnu. En við munum leggja áherslu á aðeins öðruvísi hluti en áður og það er bara mjög verðugt verkefni. Við mátum það sem svo að það væri betra fyrir nýjan aðila að koma að því.“ En óttast Davíð ekki að nú sé verið að endurtaka sömu mistök og árið 2017 þegar Heimir var rekinn? „Auðvitað er það þannig að allar ákvarðanir sem þú tekur eru réttar þar til að þær verða rangar. Það er alveg á hreinu að maður er að taka þessa ákvörðun vegna þess að manni þykir hún vera sú besta fyrir félagið en auðvitað er alltaf áhætta að gera breytingar. Okkur finnst þetta vera það rétta í þeirri stöðu sem við erum í núna, og með þau verkefni sem eru framundan.“ Besta deild karla FH Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Sjá meira
Davíð vildi ekkert gefa uppi um hver yrði næsti þjálfari liðsins, eftir að tilkynnt var í gær að þriggja ára seinni dvöl Heimis myndi ljúka eftir yfirstandandi tímabil. Ýmsir kostir eru í stöðunni og til að mynda er ljóst að bróðir Davíðs, fyrrverandi landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson, er núna á lausu eftir að hafa skrifað undir starfslokasamning við belgíska félagið Gent, þar sem hann var yfirmaður íþróttamála. „Það verður enginn Viðarsson í þjálfarateymi FH á næsta ári,“ segir Davíð hlæjandi. „Það er ágætt að það komi fram því ég var einnig búinn að heyra einhverjar sögusagnir um að ég gæti verið að koma inn í þjálfarateymið. Ég get lofað því að það verður enginn Viðarsson í þjálfarateyminu og það var aldrei planið,“ bætir hann við. Ákvörðunin stóra um að bjóða Heimi Guðjónssyni ekki nýjan samning, þrátt fyrir að hann hafi stýrt FH í efri hluta Bestu deildarinnar öll þrjú ár sín eftir að FH hafði verið í fallbaráttu áður en hann tók við, var eflaust ekki auðveld: „Þetta var eitthvað sem við ákváðum og ræddum svo við Heimi í gær. Það var allt gert á eins góðum nótum og hægt er, og það hvernig hann tók þessu sýnir hversu heill og góður karakter hann er. Þessi ákvörðun er tekin með hliðsjón af heildarstefnu og langtímamarkmiðum félagsins,“ segir Davíð. Passaði Heimir þá ekki inn í þá stefnu? „Við erum að innleiða nýja knattspyrnustefnu hjá okkur og fannst rétt á þessum tímapunkti að breyta um aðalþjálfara.“ Getur Davíð þá útskýrt út á hvað sú stefna gengur? „Já en það er eitthvað sem við munum gera í flútti við það þegar nýr aðalþjálfari verður kynntur.“ Var árangurinn ekki viðunandi? „Jú. Úrslitin hafa, til dæmis í ár, verið þannig að við náðum okkar markmiðum, sem var að enda í topp sex. Þetta snýst ekki um úrslitin heldur það að við viljum fara nýja leið í okkar stefnu. Það er ástæðan fyrir þessari breytingu. Fyrir mér er þetta mikið frekar val um það að sækja eitthvað nýtt en að hafna Heimi.“ „Betra fyrir nýjan aðila að koma að því“ Stendur þá til að bylta einhverri stefnu? Hefur Heimir ekki unnið eftir stefnu félagsins? „Jú, jú. Við náðum okkar markmiðum í sumar og erum ekki að fara að bylta einhverri stefnu. En við munum leggja áherslu á aðeins öðruvísi hluti en áður og það er bara mjög verðugt verkefni. Við mátum það sem svo að það væri betra fyrir nýjan aðila að koma að því.“ En óttast Davíð ekki að nú sé verið að endurtaka sömu mistök og árið 2017 þegar Heimir var rekinn? „Auðvitað er það þannig að allar ákvarðanir sem þú tekur eru réttar þar til að þær verða rangar. Það er alveg á hreinu að maður er að taka þessa ákvörðun vegna þess að manni þykir hún vera sú besta fyrir félagið en auðvitað er alltaf áhætta að gera breytingar. Okkur finnst þetta vera það rétta í þeirri stöðu sem við erum í núna, og með þau verkefni sem eru framundan.“
Besta deild karla FH Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Sjá meira