Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2025 15:25 Heimir Guðjónsson kveður í lok tímabilsins FH í annað sinn. Vísir / Anton Brink „Við erum búnir að ráða þjálfara en það verður væntanlega ekki tilkynnt fyrr en í lok október,“ segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH. Hann viðurkennir að það sé áhætta að segja aftur skilið við þjálfarann Heimi Guðjónsson en segir Heimi hafa tekið þeirri ákvörðun af fagmennsku. Davíð vildi ekkert gefa uppi um hver yrði næsti þjálfari liðsins, eftir að tilkynnt var í gær að þriggja ára seinni dvöl Heimis myndi ljúka eftir yfirstandandi tímabil. Ýmsir kostir eru í stöðunni og til að mynda er ljóst að bróðir Davíðs, fyrrverandi landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson, er núna á lausu eftir að hafa skrifað undir starfslokasamning við belgíska félagið Gent, þar sem hann var yfirmaður íþróttamála. „Það verður enginn Viðarsson í þjálfarateymi FH á næsta ári,“ segir Davíð hlæjandi. „Það er ágætt að það komi fram því ég var einnig búinn að heyra einhverjar sögusagnir um að ég gæti verið að koma inn í þjálfarateymið. Ég get lofað því að það verður enginn Viðarsson í þjálfarateyminu og það var aldrei planið,“ bætir hann við. Ákvörðunin stóra um að bjóða Heimi Guðjónssyni ekki nýjan samning, þrátt fyrir að hann hafi stýrt FH í efri hluta Bestu deildarinnar öll þrjú ár sín eftir að FH hafði verið í fallbaráttu áður en hann tók við, var eflaust ekki auðveld: „Þetta var eitthvað sem við ákváðum og ræddum svo við Heimi í gær. Það var allt gert á eins góðum nótum og hægt er, og það hvernig hann tók þessu sýnir hversu heill og góður karakter hann er. Þessi ákvörðun er tekin með hliðsjón af heildarstefnu og langtímamarkmiðum félagsins,“ segir Davíð. Passaði Heimir þá ekki inn í þá stefnu? „Við erum að innleiða nýja knattspyrnustefnu hjá okkur og fannst rétt á þessum tímapunkti að breyta um aðalþjálfara.“ Getur Davíð þá útskýrt út á hvað sú stefna gengur? „Já en það er eitthvað sem við munum gera í flútti við það þegar nýr aðalþjálfari verður kynntur.“ Var árangurinn ekki viðunandi? „Jú. Úrslitin hafa, til dæmis í ár, verið þannig að við náðum okkar markmiðum, sem var að enda í topp sex. Þetta snýst ekki um úrslitin heldur það að við viljum fara nýja leið í okkar stefnu. Það er ástæðan fyrir þessari breytingu. Fyrir mér er þetta mikið frekar val um það að sækja eitthvað nýtt en að hafna Heimi.“ „Betra fyrir nýjan aðila að koma að því“ Stendur þá til að bylta einhverri stefnu? Hefur Heimir ekki unnið eftir stefnu félagsins? „Jú, jú. Við náðum okkar markmiðum í sumar og erum ekki að fara að bylta einhverri stefnu. En við munum leggja áherslu á aðeins öðruvísi hluti en áður og það er bara mjög verðugt verkefni. Við mátum það sem svo að það væri betra fyrir nýjan aðila að koma að því.“ En óttast Davíð ekki að nú sé verið að endurtaka sömu mistök og árið 2017 þegar Heimir var rekinn? „Auðvitað er það þannig að allar ákvarðanir sem þú tekur eru réttar þar til að þær verða rangar. Það er alveg á hreinu að maður er að taka þessa ákvörðun vegna þess að manni þykir hún vera sú besta fyrir félagið en auðvitað er alltaf áhætta að gera breytingar. Okkur finnst þetta vera það rétta í þeirri stöðu sem við erum í núna, og með þau verkefni sem eru framundan.“ Besta deild karla FH Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Davíð vildi ekkert gefa uppi um hver yrði næsti þjálfari liðsins, eftir að tilkynnt var í gær að þriggja ára seinni dvöl Heimis myndi ljúka eftir yfirstandandi tímabil. Ýmsir kostir eru í stöðunni og til að mynda er ljóst að bróðir Davíðs, fyrrverandi landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson, er núna á lausu eftir að hafa skrifað undir starfslokasamning við belgíska félagið Gent, þar sem hann var yfirmaður íþróttamála. „Það verður enginn Viðarsson í þjálfarateymi FH á næsta ári,“ segir Davíð hlæjandi. „Það er ágætt að það komi fram því ég var einnig búinn að heyra einhverjar sögusagnir um að ég gæti verið að koma inn í þjálfarateymið. Ég get lofað því að það verður enginn Viðarsson í þjálfarateyminu og það var aldrei planið,“ bætir hann við. Ákvörðunin stóra um að bjóða Heimi Guðjónssyni ekki nýjan samning, þrátt fyrir að hann hafi stýrt FH í efri hluta Bestu deildarinnar öll þrjú ár sín eftir að FH hafði verið í fallbaráttu áður en hann tók við, var eflaust ekki auðveld: „Þetta var eitthvað sem við ákváðum og ræddum svo við Heimi í gær. Það var allt gert á eins góðum nótum og hægt er, og það hvernig hann tók þessu sýnir hversu heill og góður karakter hann er. Þessi ákvörðun er tekin með hliðsjón af heildarstefnu og langtímamarkmiðum félagsins,“ segir Davíð. Passaði Heimir þá ekki inn í þá stefnu? „Við erum að innleiða nýja knattspyrnustefnu hjá okkur og fannst rétt á þessum tímapunkti að breyta um aðalþjálfara.“ Getur Davíð þá útskýrt út á hvað sú stefna gengur? „Já en það er eitthvað sem við munum gera í flútti við það þegar nýr aðalþjálfari verður kynntur.“ Var árangurinn ekki viðunandi? „Jú. Úrslitin hafa, til dæmis í ár, verið þannig að við náðum okkar markmiðum, sem var að enda í topp sex. Þetta snýst ekki um úrslitin heldur það að við viljum fara nýja leið í okkar stefnu. Það er ástæðan fyrir þessari breytingu. Fyrir mér er þetta mikið frekar val um það að sækja eitthvað nýtt en að hafna Heimi.“ „Betra fyrir nýjan aðila að koma að því“ Stendur þá til að bylta einhverri stefnu? Hefur Heimir ekki unnið eftir stefnu félagsins? „Jú, jú. Við náðum okkar markmiðum í sumar og erum ekki að fara að bylta einhverri stefnu. En við munum leggja áherslu á aðeins öðruvísi hluti en áður og það er bara mjög verðugt verkefni. Við mátum það sem svo að það væri betra fyrir nýjan aðila að koma að því.“ En óttast Davíð ekki að nú sé verið að endurtaka sömu mistök og árið 2017 þegar Heimir var rekinn? „Auðvitað er það þannig að allar ákvarðanir sem þú tekur eru réttar þar til að þær verða rangar. Það er alveg á hreinu að maður er að taka þessa ákvörðun vegna þess að manni þykir hún vera sú besta fyrir félagið en auðvitað er alltaf áhætta að gera breytingar. Okkur finnst þetta vera það rétta í þeirri stöðu sem við erum í núna, og með þau verkefni sem eru framundan.“
Besta deild karla FH Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira