Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2025 14:37 Minnisvarði um George Floyd í New York. Dauði hans leiddi til umfangsmikilla mótmæla í Bandaríkjunum. Getty/Stephanie Keith Yfirmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa rekið um tuttugu starfsmenn sem voru á sínum tíma myndaðir við að fara niður á hné eftir að George Floyd var myrtur af lögregluþjónum árið 2020. Umfangsmikil mótmæli fóru fram víðsvegar um Bandaríkin í kjölfar morðsins og beindust þau gegn störfum lögreglunnar og mismunun í garð þeldökkra þar í landi. Floyd var myrtur í Minneapolis þegar lögregluþjónn sem heitir Derek Chauvin hélt honum niðri og setti hné sitt á háls hans í níu og hálfa mínútu. Handtaka Floyds og morðið náðist á myndband sem fór eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Á myndbandinu sást að Chauvin skeytti engu um að Floyd reyndi að segja að hann næði ekki andanum og það gerðu vegfarendur einnig. Chauvin var seinna meir fundinn sekur um morð. Árið 2022 var hann stunginn 22 sinnum í fangelsi í Arizona. Chauvin lifði morðtilraunina af. Aðrir lögregluþjónar sem voru á vettvangi voru einnig dæmdir í fangelsi. Eins og áður segir brutust í kjölfarið út umfangsmikil mótmæli í Bandaríkjunum. Mótmælendur fóru þá gjarnan niður á hnéð til að mótmæla morðinu og aðferðum lögreglu. Oft kom til átaka milli mótmælenda og lögregluþjóna. AP-fréttaveitan segir marga innan löggæslustéttarinnar vestanhafs hafa reiðst vegna myndanna en margir þeirra hafi talið svo að mennirnir væru að reyna að draga úr spennu með að sýna mótmælendum. Nokkrir starfsmenn FBI, sem voru á sínum tíma myndaðir við að fara á hnéð með mótmælendum voru færðir til í starfi í vor en hafa síðan þá verið reknir. Heimildarmenn AP-fréttaveitunnar segja óljóst hve margir voru reknir fyrir að fara niður á hné en að þeir séu um tuttugu talsins. Verkalýðsfélag starfsmanna FBI hefur fordæmt uppsagnirnar og segir að með því hafi Kash Patel, yfirmaður FBI, og aðrir stjórnendur enn einu sinni brotið á réttindum starfsmanna. Uppsagnirnar hafi verið ólöglegar, þar sem mennirnir hafi verið reknir af pólitískum ástæðum. Frá mótmælum í Washington DC í maí 2020.AP/Evan Vucci Mótmæla og höfða mál Umræddar uppsagnir fylgja öðrum umdeildum uppsögnum eftir. Patel hefur rekið þó nokkra háttsetta starfsmenn FBI og aðra sem komu að því á sínum tíma að rannsaka Donald Trump, forseta, ráðgjafa hans og stuðningsmenn. Nokkrir af þeim sem sagt var upp hafa höfðað mál vegna uppsagnanna og saka Patel og aðra stjórnendur um að hafa rekið þá í hefndarskyni fyrir Trump. New York Times hefur eftir starfsmönnum innan FBI að sambærilegum uppsögnum, þar sem menn sem hafa komið með einhverjum hætti að rannsóknum gegn Trump-liðum í gegnum árin, hafa verið reknir án útskýringa eða eðlilegs ferlis. Bandaríkin Dauði George Floyd Donald Trump Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Floyd var myrtur í Minneapolis þegar lögregluþjónn sem heitir Derek Chauvin hélt honum niðri og setti hné sitt á háls hans í níu og hálfa mínútu. Handtaka Floyds og morðið náðist á myndband sem fór eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Á myndbandinu sást að Chauvin skeytti engu um að Floyd reyndi að segja að hann næði ekki andanum og það gerðu vegfarendur einnig. Chauvin var seinna meir fundinn sekur um morð. Árið 2022 var hann stunginn 22 sinnum í fangelsi í Arizona. Chauvin lifði morðtilraunina af. Aðrir lögregluþjónar sem voru á vettvangi voru einnig dæmdir í fangelsi. Eins og áður segir brutust í kjölfarið út umfangsmikil mótmæli í Bandaríkjunum. Mótmælendur fóru þá gjarnan niður á hnéð til að mótmæla morðinu og aðferðum lögreglu. Oft kom til átaka milli mótmælenda og lögregluþjóna. AP-fréttaveitan segir marga innan löggæslustéttarinnar vestanhafs hafa reiðst vegna myndanna en margir þeirra hafi talið svo að mennirnir væru að reyna að draga úr spennu með að sýna mótmælendum. Nokkrir starfsmenn FBI, sem voru á sínum tíma myndaðir við að fara á hnéð með mótmælendum voru færðir til í starfi í vor en hafa síðan þá verið reknir. Heimildarmenn AP-fréttaveitunnar segja óljóst hve margir voru reknir fyrir að fara niður á hné en að þeir séu um tuttugu talsins. Verkalýðsfélag starfsmanna FBI hefur fordæmt uppsagnirnar og segir að með því hafi Kash Patel, yfirmaður FBI, og aðrir stjórnendur enn einu sinni brotið á réttindum starfsmanna. Uppsagnirnar hafi verið ólöglegar, þar sem mennirnir hafi verið reknir af pólitískum ástæðum. Frá mótmælum í Washington DC í maí 2020.AP/Evan Vucci Mótmæla og höfða mál Umræddar uppsagnir fylgja öðrum umdeildum uppsögnum eftir. Patel hefur rekið þó nokkra háttsetta starfsmenn FBI og aðra sem komu að því á sínum tíma að rannsaka Donald Trump, forseta, ráðgjafa hans og stuðningsmenn. Nokkrir af þeim sem sagt var upp hafa höfðað mál vegna uppsagnanna og saka Patel og aðra stjórnendur um að hafa rekið þá í hefndarskyni fyrir Trump. New York Times hefur eftir starfsmönnum innan FBI að sambærilegum uppsögnum, þar sem menn sem hafa komið með einhverjum hætti að rannsóknum gegn Trump-liðum í gegnum árin, hafa verið reknir án útskýringa eða eðlilegs ferlis.
Bandaríkin Dauði George Floyd Donald Trump Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira