Lögreglumenn sem brutu á borgararéttindum Floyd dæmdir í fangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2022 10:50 Tou Thao (t.v.) var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi og J. Alexander Kueng (t.h.) var dæmdur í þriggja ára fangelsi. AP/Fógetaembætti Hennepinsýslu Alríkisdómari kvað upp dóma yfir tveimur lögreglumönnum, sem voru sakfelldir fyrir að brjóta á borgararéttindum Georges Floyd, í gær. Dómarnir yfir mönnunum eru styttri en mælt er með, að sögn dómarans vegna þess að annar var nýliði og hinn var „góður lögreglumaður, faðir og eiginmaður.“ J. Alexander Kueng var dæmdur í þriggja ára fangelsi og Tou Thao í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa brotið á réttindum Georges Floyd þann 25. maí 2020. Þeir voru í hópi lögreglumannanna sem handtóku Floyd fyrir að selja sígarettur á götuhorni, sem endaði á því að lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði Floyd eftir að hafa kropið á hálsi hans í meira en níu mínútur, þrátt fyrir kvalavein Floyds. Vegfarandi náði atvikinu á myndband, sem fór á flug um netið og varð kveikjan að mótmælaöldu um allan heim. Kueng var sá sem kraup á baki Floyds, Thao hélt aftur af vegfarendum sem reyndu að koma Floyd til bjargar og fjórði lögreglumaðurinn, Thomas Lane, hélt fótum Floyds kjurrum. Lane var dæmdur í síðustu viku í tveggja ára fangelsi, sem er eins og dómarnir yfir Kueng og Thao undir viðmiðum. Chauvin var fyrir nokkru síðan dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir að hafa banað Floyd. Nánasta fjölskylda Floyds var ekki viðstödd dómsuppsögu í gær og hefur ekki tjáð sig um dómana yfir Kueng og Thao. Philonise, bróðir Floyds sagði hins vegar eftir að dómurinn yfir Lane var kveðinn upp að hann væri móðgun við minningu Georgs. Courteney Ross, kærasta Floyds, var viðstödd dómsuppsögu beggja mannanna í gær og sagði eftir að dómur hafði verið kveðinn upp að hún hafi orðið fyrir vonbrigðum, sérstaklega með dóminn yfir Thao. „Dómurinn rímaði að mínu mati ekki við glæpinn. Ég vildi fá hæstu refsingu,“ sagði Ross. Málaferlum Thao og Kueng er hins vegar ekki lokið en aðalmeðferð hefst í máli gegn þeim í lok október þar sem þeir eru ákærðir fyrir samverknað í annars stigs morði og annars stigs manndrápi. Lane hefur játað samverknað í annars stigs manndrápi og bíður þess að dómur verði kveðinn upp yfir honum vegna þess. Samkvæmt alríkisviðmiðum, sem dómarar í máli lögreglumannanna fylgdu ekki, hefði átt að dæma Kueng í fjögurra til fimm ára fangelsi og Thao í fimm til sex og hálfs árs fangelsi. Saksóknarar sóttust eftir þyngri dómi í máli beggja. Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Morðingi George Floyd aftur dæmdur í fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, hefur verið dæmdur aftur í fangelsi. Að þessu sinni var hann dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi af alríkisdómstól fyrir að svipta Floyd réttindum sínum. Hann var áður dæmdur til rúmlega 22 ára fangelsisvistar fyrir morð. 7. júlí 2022 23:01 Tveir einstaklingar höfða mál gegn Derek Chauvin Tveir svartir einstaklingar hafa höfðað mál gegn Derek Chauvin, lögregluþjóninum fyrrverandi sem myrti George Floyd í Minneapolis í maí árið 2020, og Minneapolis-borg. Chauvin er gefið að sök að hafa kropið á hálsi þeirra, líkt og hann gerði við Floyd, þegar hann var lögregluþjónn í borginni. 1. júní 2022 09:52 Hefja réttarhöld yfir hinum lögreglumönnunum í máli George Floyd Búist er við því að réttarhöld yfir þremur bandarískum lögreglumönnum, sem ákærðir eru fyrir að hafa svipt George Floyd borgaralegum réttindum sínum daginn sem hann var myrtur af fjórða lögreglumanninum, hefjist í dag. 24. janúar 2022 07:46 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
J. Alexander Kueng var dæmdur í þriggja ára fangelsi og Tou Thao í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa brotið á réttindum Georges Floyd þann 25. maí 2020. Þeir voru í hópi lögreglumannanna sem handtóku Floyd fyrir að selja sígarettur á götuhorni, sem endaði á því að lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði Floyd eftir að hafa kropið á hálsi hans í meira en níu mínútur, þrátt fyrir kvalavein Floyds. Vegfarandi náði atvikinu á myndband, sem fór á flug um netið og varð kveikjan að mótmælaöldu um allan heim. Kueng var sá sem kraup á baki Floyds, Thao hélt aftur af vegfarendum sem reyndu að koma Floyd til bjargar og fjórði lögreglumaðurinn, Thomas Lane, hélt fótum Floyds kjurrum. Lane var dæmdur í síðustu viku í tveggja ára fangelsi, sem er eins og dómarnir yfir Kueng og Thao undir viðmiðum. Chauvin var fyrir nokkru síðan dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir að hafa banað Floyd. Nánasta fjölskylda Floyds var ekki viðstödd dómsuppsögu í gær og hefur ekki tjáð sig um dómana yfir Kueng og Thao. Philonise, bróðir Floyds sagði hins vegar eftir að dómurinn yfir Lane var kveðinn upp að hann væri móðgun við minningu Georgs. Courteney Ross, kærasta Floyds, var viðstödd dómsuppsögu beggja mannanna í gær og sagði eftir að dómur hafði verið kveðinn upp að hún hafi orðið fyrir vonbrigðum, sérstaklega með dóminn yfir Thao. „Dómurinn rímaði að mínu mati ekki við glæpinn. Ég vildi fá hæstu refsingu,“ sagði Ross. Málaferlum Thao og Kueng er hins vegar ekki lokið en aðalmeðferð hefst í máli gegn þeim í lok október þar sem þeir eru ákærðir fyrir samverknað í annars stigs morði og annars stigs manndrápi. Lane hefur játað samverknað í annars stigs manndrápi og bíður þess að dómur verði kveðinn upp yfir honum vegna þess. Samkvæmt alríkisviðmiðum, sem dómarar í máli lögreglumannanna fylgdu ekki, hefði átt að dæma Kueng í fjögurra til fimm ára fangelsi og Thao í fimm til sex og hálfs árs fangelsi. Saksóknarar sóttust eftir þyngri dómi í máli beggja.
Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Morðingi George Floyd aftur dæmdur í fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, hefur verið dæmdur aftur í fangelsi. Að þessu sinni var hann dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi af alríkisdómstól fyrir að svipta Floyd réttindum sínum. Hann var áður dæmdur til rúmlega 22 ára fangelsisvistar fyrir morð. 7. júlí 2022 23:01 Tveir einstaklingar höfða mál gegn Derek Chauvin Tveir svartir einstaklingar hafa höfðað mál gegn Derek Chauvin, lögregluþjóninum fyrrverandi sem myrti George Floyd í Minneapolis í maí árið 2020, og Minneapolis-borg. Chauvin er gefið að sök að hafa kropið á hálsi þeirra, líkt og hann gerði við Floyd, þegar hann var lögregluþjónn í borginni. 1. júní 2022 09:52 Hefja réttarhöld yfir hinum lögreglumönnunum í máli George Floyd Búist er við því að réttarhöld yfir þremur bandarískum lögreglumönnum, sem ákærðir eru fyrir að hafa svipt George Floyd borgaralegum réttindum sínum daginn sem hann var myrtur af fjórða lögreglumanninum, hefjist í dag. 24. janúar 2022 07:46 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Morðingi George Floyd aftur dæmdur í fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, hefur verið dæmdur aftur í fangelsi. Að þessu sinni var hann dæmdur í rúmlega tuttugu ára fangelsi af alríkisdómstól fyrir að svipta Floyd réttindum sínum. Hann var áður dæmdur til rúmlega 22 ára fangelsisvistar fyrir morð. 7. júlí 2022 23:01
Tveir einstaklingar höfða mál gegn Derek Chauvin Tveir svartir einstaklingar hafa höfðað mál gegn Derek Chauvin, lögregluþjóninum fyrrverandi sem myrti George Floyd í Minneapolis í maí árið 2020, og Minneapolis-borg. Chauvin er gefið að sök að hafa kropið á hálsi þeirra, líkt og hann gerði við Floyd, þegar hann var lögregluþjónn í borginni. 1. júní 2022 09:52
Hefja réttarhöld yfir hinum lögreglumönnunum í máli George Floyd Búist er við því að réttarhöld yfir þremur bandarískum lögreglumönnum, sem ákærðir eru fyrir að hafa svipt George Floyd borgaralegum réttindum sínum daginn sem hann var myrtur af fjórða lögreglumanninum, hefjist í dag. 24. janúar 2022 07:46
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent