Derek Chauvin fundinn sekur um morðið á George Floyd Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2021 21:08 Lögmaðurinn Eric Nelson og skjólstæðingur hans Derek Chauvin. AP Kviðdómarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa fundið fyrrverandi lögregluþjóninn Derek Chauvin sekan um morðið á George Floyd. Myndbönd af dauða Floyd í haldi lögreglu fóru eins og eldur í sinu um Bandaríkin og leiddu til umfangsmikilla mótmæla og jafnvel óeirða. Chauvin var í raun ákærður fyrir morð af annarri gráðu, morð af þriðju gráðu og fyrir manndráp án ásetnings. Kviðdómarar fundu Chauvin sekan af öllum ákæruliðum en dómurinn var kveðinn upp skömmu eftir klukkan 21 að íslenskum tíma. Réttarhöldunum sjálfum lauk í gær (mánudag) og hafa kviðdómendur verið einangraðir síðan á meðan þeir komust að niðurstöðu um það hvort sakfella ætti Chauvin eða ekki. Chauvin, sem er hvítur, olli dauða Floyd, óvopnaðs blökkumanns, þegar hann og þrír aðrir lögregluþjónar höfðu afskipti af honum í maí í fyrra. Lögregla var kölluð til eftir að Floyd notaði falsaðan seðil í verslun. Hann var undir áhrifum fíkniefna og neitaði að setjast upp í lögreglubílinn. Virtist hann falla í jörðina við lögreglubílinn. Chauvin kom í kjölfarið á vettvang og hélt hann hné sínu á hálsi Floyd í um tíu mínútur. Tók hann hné sitt ekki af hálsi Floyd, jafnvel þó vegfarendur og aðrir lögregluþjónar bentu Chauvin á að Floyd væri meðvitundarlaus. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd. Annað sýnir aðdraganda þess að Chauvin setti hné sitt á háls Floyd og hitt var tekið af vegfaranda og sýnir hve lengi Floyd var haldið niðri. Vert er að vara lesendur við því að myndböndin geta vakið óhug. THIS IS MURDER !!! Seeing this from Australia and it can be called nothing else but a racially motivated murder !! #GeorgeFloyd pic.twitter.com/DgLdm7Lh37— Dan (@db23bd) May 27, 2020 Á meðan réttarhöldin stóðu yfir hófust mótmæli á nýjan leik í Minneapolis og er óttast að niðurstaðan muni leiða til óeirða. Viðbúnaður lögreglu og þjóðvarðliðs hefur verið gífurlega mikill. Rúmlega þrjú þúsund þjóðvarðliðar eru í borginni og er það til viðbótar við fjölda löggæslumanna í borginni. Íbúar hafa lýst ástandinu á þann veg að Minneapolis hafi verið hernumin. Héraðsmiðillinn Star Tribune segir íbúa Minneapolis hafa verið á nálum í aðdraganda niðurstöðunnar og það hafi í raun ekki skipt máli hvernig niðurstaðan yrði. Viðbúnaður lögreglu og þjóðvarðliðs hefur verið gífurlega mikill í Minneapolis.AP/John Minchillo Joe Biden, forseti, sagði í aðdraganda úrskurðarins að hann vonaðist til þess að rétt niðurstaða fengist í málið. Án þess að hann segði það berum orðum, mátti skilja forsetann svo að hann vonaðist til þess að Chauvin yrði sakfelldur. Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir Mótmælaalda fyrir lokadag réttarhaldanna yfir Chauvin Mótmælafundir gegn lögregluofbeldi voru víða haldnir í Bandaríkjunum um helgina en í dag er síðasti dagur réttarhaldanna yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd á síðasta ári. Dráp hans varð til þess að til mótmæla kom um gervöll Bandaríkin. 19. apríl 2021 06:56 Þrettán ára drengur með hendur á lofti skotinn til bana Lögreglan í Chicago birti í gærkvöldi myndband sem sýnir lögregluþjón skjóta þrettán ára dreng til bana í lok mars. Drengurinn virðist hafa verið með hendur sínar á lofti þegar hann var skotinn. 16. apríl 2021 09:36 Lögreglumaðurinn ber ekki vitni um dauða Floyd Málsvörn Dereks Chauvin, fyrrverandi lögreglumannsins sem er ákærður fyrir að valda dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra, lauk í dag án þess að hann bæri sjálfur vitni. Hann ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að bendla sjálfan sig ekki við glæp með því að bera vitni. 15. apríl 2021 15:21 Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26 Eldfimt ástand í Minnesota Útgöngubanni var aflétt í morgun í borginni Brooklyn Center í Minnesota í Bandaríkjunum eftir að lögreglu og mótmælendum lenti saman í nótt. Reiði ríkir á meðal borgarbúa vegna ásakana um að lögregla hafi skotið svartan karlmann til bana. 12. apríl 2021 19:00 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Chauvin var í raun ákærður fyrir morð af annarri gráðu, morð af þriðju gráðu og fyrir manndráp án ásetnings. Kviðdómarar fundu Chauvin sekan af öllum ákæruliðum en dómurinn var kveðinn upp skömmu eftir klukkan 21 að íslenskum tíma. Réttarhöldunum sjálfum lauk í gær (mánudag) og hafa kviðdómendur verið einangraðir síðan á meðan þeir komust að niðurstöðu um það hvort sakfella ætti Chauvin eða ekki. Chauvin, sem er hvítur, olli dauða Floyd, óvopnaðs blökkumanns, þegar hann og þrír aðrir lögregluþjónar höfðu afskipti af honum í maí í fyrra. Lögregla var kölluð til eftir að Floyd notaði falsaðan seðil í verslun. Hann var undir áhrifum fíkniefna og neitaði að setjast upp í lögreglubílinn. Virtist hann falla í jörðina við lögreglubílinn. Chauvin kom í kjölfarið á vettvang og hélt hann hné sínu á hálsi Floyd í um tíu mínútur. Tók hann hné sitt ekki af hálsi Floyd, jafnvel þó vegfarendur og aðrir lögregluþjónar bentu Chauvin á að Floyd væri meðvitundarlaus. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd. Annað sýnir aðdraganda þess að Chauvin setti hné sitt á háls Floyd og hitt var tekið af vegfaranda og sýnir hve lengi Floyd var haldið niðri. Vert er að vara lesendur við því að myndböndin geta vakið óhug. THIS IS MURDER !!! Seeing this from Australia and it can be called nothing else but a racially motivated murder !! #GeorgeFloyd pic.twitter.com/DgLdm7Lh37— Dan (@db23bd) May 27, 2020 Á meðan réttarhöldin stóðu yfir hófust mótmæli á nýjan leik í Minneapolis og er óttast að niðurstaðan muni leiða til óeirða. Viðbúnaður lögreglu og þjóðvarðliðs hefur verið gífurlega mikill. Rúmlega þrjú þúsund þjóðvarðliðar eru í borginni og er það til viðbótar við fjölda löggæslumanna í borginni. Íbúar hafa lýst ástandinu á þann veg að Minneapolis hafi verið hernumin. Héraðsmiðillinn Star Tribune segir íbúa Minneapolis hafa verið á nálum í aðdraganda niðurstöðunnar og það hafi í raun ekki skipt máli hvernig niðurstaðan yrði. Viðbúnaður lögreglu og þjóðvarðliðs hefur verið gífurlega mikill í Minneapolis.AP/John Minchillo Joe Biden, forseti, sagði í aðdraganda úrskurðarins að hann vonaðist til þess að rétt niðurstaða fengist í málið. Án þess að hann segði það berum orðum, mátti skilja forsetann svo að hann vonaðist til þess að Chauvin yrði sakfelldur.
Bandaríkin Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir Mótmælaalda fyrir lokadag réttarhaldanna yfir Chauvin Mótmælafundir gegn lögregluofbeldi voru víða haldnir í Bandaríkjunum um helgina en í dag er síðasti dagur réttarhaldanna yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd á síðasta ári. Dráp hans varð til þess að til mótmæla kom um gervöll Bandaríkin. 19. apríl 2021 06:56 Þrettán ára drengur með hendur á lofti skotinn til bana Lögreglan í Chicago birti í gærkvöldi myndband sem sýnir lögregluþjón skjóta þrettán ára dreng til bana í lok mars. Drengurinn virðist hafa verið með hendur sínar á lofti þegar hann var skotinn. 16. apríl 2021 09:36 Lögreglumaðurinn ber ekki vitni um dauða Floyd Málsvörn Dereks Chauvin, fyrrverandi lögreglumannsins sem er ákærður fyrir að valda dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra, lauk í dag án þess að hann bæri sjálfur vitni. Hann ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að bendla sjálfan sig ekki við glæp með því að bera vitni. 15. apríl 2021 15:21 Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26 Eldfimt ástand í Minnesota Útgöngubanni var aflétt í morgun í borginni Brooklyn Center í Minnesota í Bandaríkjunum eftir að lögreglu og mótmælendum lenti saman í nótt. Reiði ríkir á meðal borgarbúa vegna ásakana um að lögregla hafi skotið svartan karlmann til bana. 12. apríl 2021 19:00 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Mótmælaalda fyrir lokadag réttarhaldanna yfir Chauvin Mótmælafundir gegn lögregluofbeldi voru víða haldnir í Bandaríkjunum um helgina en í dag er síðasti dagur réttarhaldanna yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd á síðasta ári. Dráp hans varð til þess að til mótmæla kom um gervöll Bandaríkin. 19. apríl 2021 06:56
Þrettán ára drengur með hendur á lofti skotinn til bana Lögreglan í Chicago birti í gærkvöldi myndband sem sýnir lögregluþjón skjóta þrettán ára dreng til bana í lok mars. Drengurinn virðist hafa verið með hendur sínar á lofti þegar hann var skotinn. 16. apríl 2021 09:36
Lögreglumaðurinn ber ekki vitni um dauða Floyd Málsvörn Dereks Chauvin, fyrrverandi lögreglumannsins sem er ákærður fyrir að valda dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra, lauk í dag án þess að hann bæri sjálfur vitni. Hann ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að bendla sjálfan sig ekki við glæp með því að bera vitni. 15. apríl 2021 15:21
Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26
Eldfimt ástand í Minnesota Útgöngubanni var aflétt í morgun í borginni Brooklyn Center í Minnesota í Bandaríkjunum eftir að lögreglu og mótmælendum lenti saman í nótt. Reiði ríkir á meðal borgarbúa vegna ásakana um að lögregla hafi skotið svartan karlmann til bana. 12. apríl 2021 19:00