Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2025 15:06 Selinskí Úkraínuforseti á leið á sviðið í höfuðstöðum Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun. AP/Yuki Iwamura Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Rússlandsforseti muni auka og breiða út stríðsresktur sinn verði hann ekki stöðvaður. Stríðið væri knúið áfram af nýrri vopnatækni og gervigreind. Alþjóðalög hefðu ekkert gildi án valdamikilla vina og vopna. Þetta kom fram í ávarpi hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun. „Þjóð sem þráir frið þarf engu að síður að nota vopn,“ sagði Selenskí. „Alþjóðalög virka ekki nema þú eigir öfluga vini sem eru tilbúnir að verja þau – og jafnvel það er gagnslaust án vopna.“ Forsetinn sagði að þrátt fyrir blóðsúthellingar væru Úkraínumenn friðsamt fólk. Vopnahlé kæmist ekki á vegna þess að Rússar segðu nei. Þeir héldu áfram loftárásum, jafnvel nærri kjarnorkuverum, og hefðu numið þúsundir úkraínskra barna á brott. Yrði að passa upp á Moldóvu Hann gagnrýndi veikleika alþjóðastofnana og benti á að innrásir Rússa í lofthelgi Póllands og Eistlands sýndu að jafnvel aðild að hernaðarbandalagi eins og NATO veitti ekki sjálfkrafa öryggi. Eistland hafi í fyrsta sinn neyðst til að kalla saman öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vegna árása Rússa. Selenskí varaði einnig við rússneskum áhrifum í Moldóvu. Evrópa hefði misst Georgíu og Hvíta-Rússland. Moldóva mætti ekki verða næsta fórnarlamb. Evrópusambandið yrði að hjálpa Moldóvum með fjármunum og aðstoð í orkumálum en ekki með orðum og pólitískum yfirlýsingum. Forsetinn fjallaði sérstaklega um vaxandi ógn dróna og gervigreindar í hernaði. „Það er aðeins tímaspursmál hvenær drónar fara að berjast sjálfir, án þess að lúta stjórn manna,“ sagði Selinskí. Vegna innrásarstríðs Rússa hefðu tugir þúsunda kunnáttu til að nota dróna til að drepa fólk. Hann spurði hvað myndi gerast yrðu drónar enn aðgengilegri í framtíðinni? Hann krafðist alþjóðlegra reglna um notkun gervigreindar í vopnum. Ódýrara nú en seinna Selenskí lagði áherslu á að stöðva yrði Vladimir Pútín Rússlandsforseta strax. „Það er ódýrara að stöðva Pútína núna,“ sagði Selinskí og bar saman kostnaðinn við að verja skip og hafnir heimsins síðar. Pútín myndi bæta við stríðsrekstur sinn yrði hann ekki stöðvaður. Viðstaddir í New York væru ábyrgir fyrir því að brottnumin börn gætu snúið heim til sín, fangar yrðu frelsaðir og gíslar komist heim. Í lok ræðu sinnar þakkaði hann Bandaríkjaforsetunum, núverandi og fyrrverandi, fyrir stuðninginn en undirstrikaði að friður væri sameiginlegt verkefni allra. Selenski minntist banatilræðis við Donald Trump og nýlegu morði á Charlie Kirk vestan hafs í ræðu sinni í samhengi við útbreiðslu vopna. Þá hvatti hann aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til að láta í sér heyra á meðan stríði Rússa standi. Þjóðirnar þurfi að fordæma aðgerðir Rússa. Hann lauk ræðu sinni á kunnuglegum nótum: „Slava Ukraini“ eða „dýrð sé Úkraínu.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira
„Þjóð sem þráir frið þarf engu að síður að nota vopn,“ sagði Selenskí. „Alþjóðalög virka ekki nema þú eigir öfluga vini sem eru tilbúnir að verja þau – og jafnvel það er gagnslaust án vopna.“ Forsetinn sagði að þrátt fyrir blóðsúthellingar væru Úkraínumenn friðsamt fólk. Vopnahlé kæmist ekki á vegna þess að Rússar segðu nei. Þeir héldu áfram loftárásum, jafnvel nærri kjarnorkuverum, og hefðu numið þúsundir úkraínskra barna á brott. Yrði að passa upp á Moldóvu Hann gagnrýndi veikleika alþjóðastofnana og benti á að innrásir Rússa í lofthelgi Póllands og Eistlands sýndu að jafnvel aðild að hernaðarbandalagi eins og NATO veitti ekki sjálfkrafa öryggi. Eistland hafi í fyrsta sinn neyðst til að kalla saman öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vegna árása Rússa. Selenskí varaði einnig við rússneskum áhrifum í Moldóvu. Evrópa hefði misst Georgíu og Hvíta-Rússland. Moldóva mætti ekki verða næsta fórnarlamb. Evrópusambandið yrði að hjálpa Moldóvum með fjármunum og aðstoð í orkumálum en ekki með orðum og pólitískum yfirlýsingum. Forsetinn fjallaði sérstaklega um vaxandi ógn dróna og gervigreindar í hernaði. „Það er aðeins tímaspursmál hvenær drónar fara að berjast sjálfir, án þess að lúta stjórn manna,“ sagði Selinskí. Vegna innrásarstríðs Rússa hefðu tugir þúsunda kunnáttu til að nota dróna til að drepa fólk. Hann spurði hvað myndi gerast yrðu drónar enn aðgengilegri í framtíðinni? Hann krafðist alþjóðlegra reglna um notkun gervigreindar í vopnum. Ódýrara nú en seinna Selenskí lagði áherslu á að stöðva yrði Vladimir Pútín Rússlandsforseta strax. „Það er ódýrara að stöðva Pútína núna,“ sagði Selinskí og bar saman kostnaðinn við að verja skip og hafnir heimsins síðar. Pútín myndi bæta við stríðsrekstur sinn yrði hann ekki stöðvaður. Viðstaddir í New York væru ábyrgir fyrir því að brottnumin börn gætu snúið heim til sín, fangar yrðu frelsaðir og gíslar komist heim. Í lok ræðu sinnar þakkaði hann Bandaríkjaforsetunum, núverandi og fyrrverandi, fyrir stuðninginn en undirstrikaði að friður væri sameiginlegt verkefni allra. Selenski minntist banatilræðis við Donald Trump og nýlegu morði á Charlie Kirk vestan hafs í ræðu sinni í samhengi við útbreiðslu vopna. Þá hvatti hann aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til að láta í sér heyra á meðan stríði Rússa standi. Þjóðirnar þurfi að fordæma aðgerðir Rússa. Hann lauk ræðu sinni á kunnuglegum nótum: „Slava Ukraini“ eða „dýrð sé Úkraínu.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira