Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. september 2025 08:02 Berglind Björg Þorvaldsdóttir veit sannarlega hvar markið er. Vísir/Sigurjón Berglind Björg Þorvaldsdóttir kveðst hvergi nærri hætt en hún er langmarkahæsti leikmaður Bestu deildar kvenna og varð um helgina markahæst í sögu Breiðabliks. Hún bankar hressilega á dyrnar hjá landsliðinu með framgöngu sinni í sumar. Berglind Björg fór mikinn í síðustu umferð Bestu deildar kvenna fyrir skiptingu er Breiðablik vann 9-2 sigur á Þór/KA um helgina. Hún skoraði heil fimm mörk og er þar með orðin markahæsta kona í sögu Breiðabliks og tók þar með fram úr Ástu B. Gunnlaugsdóttur, sem skoraði á sínum tíma 195 mörk en Berglind hefur með sínum fimm um helgina, nú skorað 198 mörk. „Ég er bara virkilega stolt af þessu og meyr yfir að hafa slegið þetta met. Ég heyrði í kallkerfinu þegar ég skoraði að ég væri búin að bæta metið hennar. Tilfinningar út um allt,“ segir Berglind. Berglind Björg er langmarkahæst í deildinni með 20 mörk, fimm mörkum á undan liðsfélaga sínum Birtu Georgsdóttur. Næstu konur þar á eftir hafa skorað tíu. Henni hefur því svo sannarlega gengið vel að finna netmöskvana í sumar. „Ég sá það alls ekki fyrir. Ég held ég hafi aldrei farið í 20 mörk. Ég er mjög ánægð með þetta og þakklát liðsfélögum mínum að mata mig,“ segir Berglind sem var ákveðin í að gera vel með Blikaliðinu eftir vonbrigðatímabil með Val í fyrra en Hlíðarendafélagið leysti hana undan samningi í kjölfarið. „Klárlega. Markmiðið var alltaf að koma til baka og sýna gömlu góðu Berglindi. Að ég gæti þetta ennþá, sem ég get klárlega. Ég er hvergi nærri hætt,“ segir hún. Ekki heyrt frá Þorsteini Berglind er lang markahæst í deildinni, fimm mörkum á undan næstu konu. Hún á 72 landsleiki að baki en hefur verið utan hópsins í rúm tvö og hálft ár. En gerir hún tilkall til landsliðssætis með frammistöðu sumarsins? „Það væri algjör bónus. Það eina sem ég get gert er að sýna inni á vellinum að ég geti þetta ennþá - að ég geti skorað mörk og svona. Steini (Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari) verður bara að horfa á það,“ segir Berglind sem hefur ekki heyrt frá landsliðsþjálfaranum þegar um mánuður er í næsta verkefni. „Ég hef ekkert heyrt frá honum ennþá,“ segir Berglind. En þú bíður við símann? „Ég bíð við símann,“ segir Berglind og skellir upp úr. Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk í glæsilegum sigri Breiðabliks á móti Þór/KA í Bestu-deild kvenna í fótbolta á Kópavogsvelli í dag. 20. september 2025 17:28 Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Breiðablik og þá einkum og sér í lagi Bergldind Björg Þorvaldsdóttir lék á als oddi þegar liðið fékk Þór/KA í heimsókn á Kópavogsvöll í 18. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. Berglind Björg skoraði fimm mörk í 9-2 sigri Blika en hún er þar af leiðandi orðin markahæsti leikmaður í sögu Breiðabliks. 20. september 2025 15:52 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Berglind Björg fór mikinn í síðustu umferð Bestu deildar kvenna fyrir skiptingu er Breiðablik vann 9-2 sigur á Þór/KA um helgina. Hún skoraði heil fimm mörk og er þar með orðin markahæsta kona í sögu Breiðabliks og tók þar með fram úr Ástu B. Gunnlaugsdóttur, sem skoraði á sínum tíma 195 mörk en Berglind hefur með sínum fimm um helgina, nú skorað 198 mörk. „Ég er bara virkilega stolt af þessu og meyr yfir að hafa slegið þetta met. Ég heyrði í kallkerfinu þegar ég skoraði að ég væri búin að bæta metið hennar. Tilfinningar út um allt,“ segir Berglind. Berglind Björg er langmarkahæst í deildinni með 20 mörk, fimm mörkum á undan liðsfélaga sínum Birtu Georgsdóttur. Næstu konur þar á eftir hafa skorað tíu. Henni hefur því svo sannarlega gengið vel að finna netmöskvana í sumar. „Ég sá það alls ekki fyrir. Ég held ég hafi aldrei farið í 20 mörk. Ég er mjög ánægð með þetta og þakklát liðsfélögum mínum að mata mig,“ segir Berglind sem var ákveðin í að gera vel með Blikaliðinu eftir vonbrigðatímabil með Val í fyrra en Hlíðarendafélagið leysti hana undan samningi í kjölfarið. „Klárlega. Markmiðið var alltaf að koma til baka og sýna gömlu góðu Berglindi. Að ég gæti þetta ennþá, sem ég get klárlega. Ég er hvergi nærri hætt,“ segir hún. Ekki heyrt frá Þorsteini Berglind er lang markahæst í deildinni, fimm mörkum á undan næstu konu. Hún á 72 landsleiki að baki en hefur verið utan hópsins í rúm tvö og hálft ár. En gerir hún tilkall til landsliðssætis með frammistöðu sumarsins? „Það væri algjör bónus. Það eina sem ég get gert er að sýna inni á vellinum að ég geti þetta ennþá - að ég geti skorað mörk og svona. Steini (Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari) verður bara að horfa á það,“ segir Berglind sem hefur ekki heyrt frá landsliðsþjálfaranum þegar um mánuður er í næsta verkefni. „Ég hef ekkert heyrt frá honum ennþá,“ segir Berglind. En þú bíður við símann? „Ég bíð við símann,“ segir Berglind og skellir upp úr. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Breiðablik Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk í glæsilegum sigri Breiðabliks á móti Þór/KA í Bestu-deild kvenna í fótbolta á Kópavogsvelli í dag. 20. september 2025 17:28 Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Breiðablik og þá einkum og sér í lagi Bergldind Björg Þorvaldsdóttir lék á als oddi þegar liðið fékk Þór/KA í heimsókn á Kópavogsvöll í 18. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. Berglind Björg skoraði fimm mörk í 9-2 sigri Blika en hún er þar af leiðandi orðin markahæsti leikmaður í sögu Breiðabliks. 20. september 2025 15:52 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
„Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk í glæsilegum sigri Breiðabliks á móti Þór/KA í Bestu-deild kvenna í fótbolta á Kópavogsvelli í dag. 20. september 2025 17:28
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Breiðablik og þá einkum og sér í lagi Bergldind Björg Þorvaldsdóttir lék á als oddi þegar liðið fékk Þór/KA í heimsókn á Kópavogsvöll í 18. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. Berglind Björg skoraði fimm mörk í 9-2 sigri Blika en hún er þar af leiðandi orðin markahæsti leikmaður í sögu Breiðabliks. 20. september 2025 15:52