Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 20. september 2025 15:15 Gulir og glaðir. vísir/Diego ÍA tryggði sér þrjú mikilvæg stig í Bestu deild karla þegar liðið lyfti sér upp úr fallsæti með 0-4 útisigri á Vestra á Ísafirði í dag. Mistök í vörn heimamanna urðu til þess að gestirnir gátu ekki hætt að skora. Fyrri hálfleikur var ansi tíðindalítill en það ríkti jafnræði milli beggja liða. Bæði lið fengu fín færi en tókst ekki að koma boltanum í netið. Gísli Laxdal Unnarsson braut loksins ísinn á 49. mínútu með þrumuskoti fyrir utan teig. Heimamenn afar óánægðir þar sem þeir töldu Gísla hafa komið úr rangstöðu. Á 57. mínútu fékk ÍA vítaspyrnu þegar Eiður Aron Sigurbjörnsson gerðist brotlegur í eigin vítateig. Viktor Jónsson skoraði örugglega úr vítinu og tvöfaldaði forystu gestanna. Þriðja mark leiksins kom eftir hornspyrnu þegar misheppnuð hreinsun Eiðs Arons endaði hjá Baldvini Þór Berndsen sem kom boltanum örugglega í netið. Stuttu síðar kom Haukur Andri Haraldsson boltanum í netið eftir mistök Sergine Fall í vörn heimamanna. Fleiri urðu mörkin ekki og ÍA búið að lyfta sér upp úr fallsæti fyrir leiki morgundagsins. Bikarmeistararnir eru hins vegar í bölvuðu brasi og hafa ekki unnið deildarleik í síðustu fimm leikjum. Atvik leiksins Fatai Gbadamosi sem snéri aftur í byrjarlið Vestra í dag neyddist útaf velli á 37. mínútu leiksins á sjúkrabörum. Slæmar fréttir fyrir Vestra þar sem Fatai hefur verið einn mikilvægasti leikmaður þeirra á tímabilinu, Stjörnur og skúrkar ÍA menn heilt yfir flottir í dag og er þetta þriðji leikurinn í röð þar sem þeir skora þrjú mörk eða fleiri. Það er lítið að ganga upp hjá Vestra þessa dagana hvort sem það sé í vörninni eða sókn. Þeir hafa ekki unnið deildarleik í síðustu fimm leikjum. Stemmning og umgjörð Það heyrðist hátt og vel í stuðningsmönnum beggja liða á Ísafirði. Smávegis hafgola en ekkert til þess að kvarta yfir. DómararPétur Guðmundsson var á flautunni í dag, með honum voru Kristján Már Ólafs og Bryngeir Valdimarsson. Get gefið mér það að Vestramenn hafa ekki verið ánægðir með dómgæsluna í þessum leik. „Það þýðir ekki að leggjast niður og fara að væla“ Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.Vísir/Diego „Það er alltaf vont að tapa og vont að tapa svona. Mér fannst við betri aðilinn þangað til að við fáum á okkur markið. Þá förum við að elta leikinn og gerum það ekki nægilega vel. Við erum opnir til baka og heilt yfir er ég ósáttur með að við vinnum ekki mikið af návígum í dag, sérstaklega seinni boltar þar sem við urðum aðeins eftir í baráttunni,“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir tapið. „Liðið brotnaði við markið, ég verð reyndar að setja spurningarmerki við markið. Leikmaður ÍA er sirka 6 metrum fyrir innan þegar Anton Kralj fær boltann í lappirnar. Hann er svo mættur bara strax í bakið á honum, fyrir mér er það rangstaða. Ég er ekki dómari og þeir eru töluvert betri en ég að dæma leiki.“ Fatai, leikmaður Vestra, snéri til baka í byrjunarliðið eftir leikbann. Hann meiddist í leiknum og fór út af velli á sjúkrabörum. „Ég held að meiðslin séu ekki jafn alvarleg og við óttuðumst í fyrstu, sem eru fyrstu viðbrögð. Það verður bara að koma maður í manns stað en vissulega hefur Fatai verið algjör lykilmaður hjá okkur í sumar, en við verðum bara að halda áfram.“ Davíð Smári gerði ákall til stuðningsmanna Vestra. „Við verðum bara að vera stórir og taka vel á móti næsta andstæðing. Við verðum að gíra okkur upp í þetta og vera klárir. Það þýðir ekki að leggjast niður og fara að væla. Nú er bara næsti leikur og við verðum að leggjast allir á eitt, fá betri stuðning úr stúkunni. Við vitum hvað við getum gert sem samfélag þegar það eru stórir leikir, nú er stór leikur framundan hérna heima og við getum unnið hvaða lið sem er með góðum stuðningi.“ Besta deild karla Vestri ÍA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ ÍA sigraði Vestra 0-4 á Ísafirði í dag og heldur áfram markaveislu síðustu tveggja leikja liðsins. Þrjú mikilvæg stig fyrir ÍA í farteskið og hafa þeir náð að lyfta sér upp úr fallsæti í bili allavega. 20. september 2025 19:00
ÍA tryggði sér þrjú mikilvæg stig í Bestu deild karla þegar liðið lyfti sér upp úr fallsæti með 0-4 útisigri á Vestra á Ísafirði í dag. Mistök í vörn heimamanna urðu til þess að gestirnir gátu ekki hætt að skora. Fyrri hálfleikur var ansi tíðindalítill en það ríkti jafnræði milli beggja liða. Bæði lið fengu fín færi en tókst ekki að koma boltanum í netið. Gísli Laxdal Unnarsson braut loksins ísinn á 49. mínútu með þrumuskoti fyrir utan teig. Heimamenn afar óánægðir þar sem þeir töldu Gísla hafa komið úr rangstöðu. Á 57. mínútu fékk ÍA vítaspyrnu þegar Eiður Aron Sigurbjörnsson gerðist brotlegur í eigin vítateig. Viktor Jónsson skoraði örugglega úr vítinu og tvöfaldaði forystu gestanna. Þriðja mark leiksins kom eftir hornspyrnu þegar misheppnuð hreinsun Eiðs Arons endaði hjá Baldvini Þór Berndsen sem kom boltanum örugglega í netið. Stuttu síðar kom Haukur Andri Haraldsson boltanum í netið eftir mistök Sergine Fall í vörn heimamanna. Fleiri urðu mörkin ekki og ÍA búið að lyfta sér upp úr fallsæti fyrir leiki morgundagsins. Bikarmeistararnir eru hins vegar í bölvuðu brasi og hafa ekki unnið deildarleik í síðustu fimm leikjum. Atvik leiksins Fatai Gbadamosi sem snéri aftur í byrjarlið Vestra í dag neyddist útaf velli á 37. mínútu leiksins á sjúkrabörum. Slæmar fréttir fyrir Vestra þar sem Fatai hefur verið einn mikilvægasti leikmaður þeirra á tímabilinu, Stjörnur og skúrkar ÍA menn heilt yfir flottir í dag og er þetta þriðji leikurinn í röð þar sem þeir skora þrjú mörk eða fleiri. Það er lítið að ganga upp hjá Vestra þessa dagana hvort sem það sé í vörninni eða sókn. Þeir hafa ekki unnið deildarleik í síðustu fimm leikjum. Stemmning og umgjörð Það heyrðist hátt og vel í stuðningsmönnum beggja liða á Ísafirði. Smávegis hafgola en ekkert til þess að kvarta yfir. DómararPétur Guðmundsson var á flautunni í dag, með honum voru Kristján Már Ólafs og Bryngeir Valdimarsson. Get gefið mér það að Vestramenn hafa ekki verið ánægðir með dómgæsluna í þessum leik. „Það þýðir ekki að leggjast niður og fara að væla“ Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.Vísir/Diego „Það er alltaf vont að tapa og vont að tapa svona. Mér fannst við betri aðilinn þangað til að við fáum á okkur markið. Þá förum við að elta leikinn og gerum það ekki nægilega vel. Við erum opnir til baka og heilt yfir er ég ósáttur með að við vinnum ekki mikið af návígum í dag, sérstaklega seinni boltar þar sem við urðum aðeins eftir í baráttunni,“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir tapið. „Liðið brotnaði við markið, ég verð reyndar að setja spurningarmerki við markið. Leikmaður ÍA er sirka 6 metrum fyrir innan þegar Anton Kralj fær boltann í lappirnar. Hann er svo mættur bara strax í bakið á honum, fyrir mér er það rangstaða. Ég er ekki dómari og þeir eru töluvert betri en ég að dæma leiki.“ Fatai, leikmaður Vestra, snéri til baka í byrjunarliðið eftir leikbann. Hann meiddist í leiknum og fór út af velli á sjúkrabörum. „Ég held að meiðslin séu ekki jafn alvarleg og við óttuðumst í fyrstu, sem eru fyrstu viðbrögð. Það verður bara að koma maður í manns stað en vissulega hefur Fatai verið algjör lykilmaður hjá okkur í sumar, en við verðum bara að halda áfram.“ Davíð Smári gerði ákall til stuðningsmanna Vestra. „Við verðum bara að vera stórir og taka vel á móti næsta andstæðing. Við verðum að gíra okkur upp í þetta og vera klárir. Það þýðir ekki að leggjast niður og fara að væla. Nú er bara næsti leikur og við verðum að leggjast allir á eitt, fá betri stuðning úr stúkunni. Við vitum hvað við getum gert sem samfélag þegar það eru stórir leikir, nú er stór leikur framundan hérna heima og við getum unnið hvaða lið sem er með góðum stuðningi.“
Besta deild karla Vestri ÍA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ ÍA sigraði Vestra 0-4 á Ísafirði í dag og heldur áfram markaveislu síðustu tveggja leikja liðsins. Þrjú mikilvæg stig fyrir ÍA í farteskið og hafa þeir náð að lyfta sér upp úr fallsæti í bili allavega. 20. september 2025 19:00
„Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ ÍA sigraði Vestra 0-4 á Ísafirði í dag og heldur áfram markaveislu síðustu tveggja leikja liðsins. Þrjú mikilvæg stig fyrir ÍA í farteskið og hafa þeir náð að lyfta sér upp úr fallsæti í bili allavega. 20. september 2025 19:00
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn