Veður

Kólnar í kvöld og all­víða nætur­frost

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu þrjú til ellefu stig.
Hiti verður á bilinu þrjú til ellefu stig. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir suðaustan átta til fimmtán metrum á sekúndu þar sem hvassast verður norðvestantil og á Suðausturlandi.

Á vef Veðurstofunnar segir að gera megi ráð fyrir stöku skúrum eða skydduéljum á norðvanverðu landinu, en björtu veðri sunnan heiða.

Hiti verður á bilinu þrjú til ellefu stig og mildast sunnanlands. Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost.

„Á morgun verður norðlæg átt 5-13, en heldur hvassari suðaustantil framan af degi. Dálítil él eða skúrir norðanlands, en áfram bjart of þurrt á sunnanverðu landinu. Hiti 4 til 9 stig yfir daginn. Hvessir á Suðausturlandi annað kvöld,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Norðan 8-15 m/s, hvassast á Suðausturlandi. Dálítil slydduél eða él fyrir norðan, en bjartviðri sunnantil. Hiti 2 til 10 stig yfir daginn, en víða næturfrost. Hvessir suðaustanlands um kvöldið.

Á föstudag: Norðlæg átt 5-13, hvassast austanlands. Yfirleitt bjart um landið sunnan- og vestanvert, en dálítil él á Norðausturlandi. Hiti 1 til 7 stig að deginum.

Á laugardag: Vestlæg eða breytileg átt 3-8. Skýjað og stöku él eða skúrir norðanlands, en annars bjartviðri. Hlýnar í veðri.

Á sunnudag: Suðvestanátt og víða rigning, en þurrt að kalla austantil. Hiti 4 til 10 stig.

Á mánudag (haustjafndægur): Sunnan- og suðvestlanátt, skýjað með köflum og lítilsháttar væta á stöku stað, en bjart að mestu á Austurlandi. Hiti 8 til 14 stig.

Á þriðjudag: Útlit fyrir suðlæga átt. Skýjað og sums staðar lítilsháttar væta, en víða bjartviðri norðantil. Hiti breytist lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×