NATO eflir varnir í austri Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. september 2025 18:08 Mark Rutte tilkynnti verkefnið fyrir blaðamönnum í Brussel. AP Atlantshafsbandalagið hyggst efla varnir sínar í austurhluta Evrópu eftir að 21 rússnesku flygildi var flogið inn í lofthelgi Póllands. Mark Rutte framkvæmdastjóri bandalagsins tilkynnti á blaðamannafundi að Frakkland, Þýskaland og Danmörk myndu leggja orrustuþotur og annan búnað í púkk til að verja Pólland frá frekari rússneskum ögrunum. Verkefnið ber yfirskriftina Austurvörður (e. Eastern Sentry) og mun samkvæmt umfjöllun Guardian vaxa í umfangi til að spanna öll austanverð bandalagsmærin, frá heimskautinu til Miðjarðarhafsins. Með þessu á að tryggja að engin ógn stafi af rússneskum flygildaárásum. „Auk hefðbundnari hernaðaraðferðum mun þetta framtak miða sérstaklega að því að mæta þeim sértæku áskorunum sem stafa af flygildum,“ sagði Mark Rutte framkvæmdastjóri bandalagsins. Fyrr í vikunni rauf 21 rússnesk flygildi pólska lofthelgi. Fjögur þeirra voru skotin niður af herþotum Póllands og annarra bandalagsríkja. Rússar halda því fram að um tæknivillu hafi verið að ræða en aðildarþjóðir Atlantshafsbandalagsins hafa ekki lagt mikinn trúnað á það. Viðbrögð Pólverja voru umfangsmikil. Herþotur tóku á loft ásamt þyrlum og Pólverjar boðuðu til neyðarfundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna auk þess að óska eftir því að fjórða grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins verði virkjuð, sem kveður á um skyldu bandalagsríkja til að veita ráðgjöf sé öðru ríki ógnað og þess óskað. NATO Pólland Úkraína Rússland Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Forsætisráðherra Póllands segir að landið hafi ekki verið nær því að lenda í opnum stríðsátökum frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður þar í nótt. Rússar hafi farið yfir strikið. 10. september 2025 11:24 Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Utanríkisráðuneytið fylgist náið með stöðunni í Póllandi í kjölfar atburða næturinnar og hvetur Íslendinga í Póllandi sem kunni að þurfa á aðstoð að halda að samband við borgaraþjónustuna. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir gott að brugðist hafi verið við með valdi þegar rússneskir drónar voru skotnir niður í pólskri lofthelgi í nótt. 10. september 2025 12:25 Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Boðað verður til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að beiðni Pólverja, aðgerða Rússa innan pólskar lofthelgi. Enn stendur yfir rannsókn vegna rússnesku drónanna sem sendir voru inn fyrir pólska lofthelgi í fyrrinótt, en nokkrir þeirra voru skotnir niður. 11. september 2025 09:42 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Mark Rutte framkvæmdastjóri bandalagsins tilkynnti á blaðamannafundi að Frakkland, Þýskaland og Danmörk myndu leggja orrustuþotur og annan búnað í púkk til að verja Pólland frá frekari rússneskum ögrunum. Verkefnið ber yfirskriftina Austurvörður (e. Eastern Sentry) og mun samkvæmt umfjöllun Guardian vaxa í umfangi til að spanna öll austanverð bandalagsmærin, frá heimskautinu til Miðjarðarhafsins. Með þessu á að tryggja að engin ógn stafi af rússneskum flygildaárásum. „Auk hefðbundnari hernaðaraðferðum mun þetta framtak miða sérstaklega að því að mæta þeim sértæku áskorunum sem stafa af flygildum,“ sagði Mark Rutte framkvæmdastjóri bandalagsins. Fyrr í vikunni rauf 21 rússnesk flygildi pólska lofthelgi. Fjögur þeirra voru skotin niður af herþotum Póllands og annarra bandalagsríkja. Rússar halda því fram að um tæknivillu hafi verið að ræða en aðildarþjóðir Atlantshafsbandalagsins hafa ekki lagt mikinn trúnað á það. Viðbrögð Pólverja voru umfangsmikil. Herþotur tóku á loft ásamt þyrlum og Pólverjar boðuðu til neyðarfundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna auk þess að óska eftir því að fjórða grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins verði virkjuð, sem kveður á um skyldu bandalagsríkja til að veita ráðgjöf sé öðru ríki ógnað og þess óskað.
NATO Pólland Úkraína Rússland Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Forsætisráðherra Póllands segir að landið hafi ekki verið nær því að lenda í opnum stríðsátökum frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður þar í nótt. Rússar hafi farið yfir strikið. 10. september 2025 11:24 Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Utanríkisráðuneytið fylgist náið með stöðunni í Póllandi í kjölfar atburða næturinnar og hvetur Íslendinga í Póllandi sem kunni að þurfa á aðstoð að halda að samband við borgaraþjónustuna. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir gott að brugðist hafi verið við með valdi þegar rússneskir drónar voru skotnir niður í pólskri lofthelgi í nótt. 10. september 2025 12:25 Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Boðað verður til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að beiðni Pólverja, aðgerða Rússa innan pólskar lofthelgi. Enn stendur yfir rannsókn vegna rússnesku drónanna sem sendir voru inn fyrir pólska lofthelgi í fyrrinótt, en nokkrir þeirra voru skotnir niður. 11. september 2025 09:42 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Forsætisráðherra Póllands segir að landið hafi ekki verið nær því að lenda í opnum stríðsátökum frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður þar í nótt. Rússar hafi farið yfir strikið. 10. september 2025 11:24
Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Utanríkisráðuneytið fylgist náið með stöðunni í Póllandi í kjölfar atburða næturinnar og hvetur Íslendinga í Póllandi sem kunni að þurfa á aðstoð að halda að samband við borgaraþjónustuna. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir gott að brugðist hafi verið við með valdi þegar rússneskir drónar voru skotnir niður í pólskri lofthelgi í nótt. 10. september 2025 12:25
Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Boðað verður til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að beiðni Pólverja, aðgerða Rússa innan pólskar lofthelgi. Enn stendur yfir rannsókn vegna rússnesku drónanna sem sendir voru inn fyrir pólska lofthelgi í fyrrinótt, en nokkrir þeirra voru skotnir niður. 11. september 2025 09:42