Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. september 2025 12:25 Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðuneytið fylgist náið með stöðunni í Póllandi í kjölfar atburða næturinnar og hvetur Íslendinga í Póllandi sem kunni að þurfa á aðstoð að halda að samband við borgaraþjónustuna. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir gott að brugðist hafi verið við með valdi þegar rússneskir drónar voru skotnir niður í pólskri lofthelgi í nótt. Herþotur frá Póllandi og bandamönnum þess í Atlantshafsbandalaginu skutu niður nokkra þeirra rússnesku dróna sem rufu lofthelgi landsins í nótt að sögn Donalds Tusk, forsætisráðherra landsins. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, vekur máls á stöðunni í færslu á Facebook í dag. „Í nótt rufu fjölmargir rússneskir árásardrónar pólska lofthelgi og voru margir þeirra skotnir niður í samstarfi pólskra, hollenskra, þýskra og ítalskra herja. Friðarviljinn Pútins ætti löngu að vera nokkuð ljós, ekki nóg með að Rússar hafi hafnað hugmyndum um vopnahlé og frystingu deilunnar, heldur hafa þeir stigmagnað árásir á Úkraínu og nú taka þeir þetta skrefinu lengra með því að senda árásardróna inn í NATO ríki,“ skrifar Pawel meðal annars. Það sé gott að brugðist hafi verið við með valdi. NATO þurfi að sýna styrk sinn og staðfestu að mati Pawels. Ráðuneytið vaktar stöðuna Í skilaboðum utanríkisráðuneytisins til íslenskra ríkisborgara í Póllandi eru þeir hvattir til þess að virða tilmæli yfirvalda í Póllandi. „Utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála í Póllandi eftir atburði næturinnar og biðlar til íslenskra ríkisborgara að virða tilmæli yfirvalda og fylgjast vel með staðbundnum fjölmiðlum. Þá er vakin athygli á því að þrátt fyrir að flugvellir landsins séu opnir, megi búast við töfum á flugsamgöngum,“ segir í færslu á samfélagsmiðlum utanríkisráðuneytisins í dag. Ef aðstoðar sé þörf sé hægt að hafa samband við neyðarnúmer borgaraþjónustunnar í síma + 354 545-0112. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur einnig birt færslu á X þar sem hún segir að aðgerðir Rússa í Úkraínu og í Póllandi í nótt séu algjörlega óásættanlegar. Bandamenn verði að bregðast við og leysa í sameiningu. Russia’s overnight attacks on Ukraine with several drones crossing into Poland are unacceptable. It is a reckless escalation that Allies must meet with resolve & unity.— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) September 10, 2025 Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Íslendingar erlendis NATO Pólland Viðreisn Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Herþotur frá Póllandi og bandamönnum þess í Atlantshafsbandalaginu skutu niður nokkra þeirra rússnesku dróna sem rufu lofthelgi landsins í nótt að sögn Donalds Tusk, forsætisráðherra landsins. Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, vekur máls á stöðunni í færslu á Facebook í dag. „Í nótt rufu fjölmargir rússneskir árásardrónar pólska lofthelgi og voru margir þeirra skotnir niður í samstarfi pólskra, hollenskra, þýskra og ítalskra herja. Friðarviljinn Pútins ætti löngu að vera nokkuð ljós, ekki nóg með að Rússar hafi hafnað hugmyndum um vopnahlé og frystingu deilunnar, heldur hafa þeir stigmagnað árásir á Úkraínu og nú taka þeir þetta skrefinu lengra með því að senda árásardróna inn í NATO ríki,“ skrifar Pawel meðal annars. Það sé gott að brugðist hafi verið við með valdi. NATO þurfi að sýna styrk sinn og staðfestu að mati Pawels. Ráðuneytið vaktar stöðuna Í skilaboðum utanríkisráðuneytisins til íslenskra ríkisborgara í Póllandi eru þeir hvattir til þess að virða tilmæli yfirvalda í Póllandi. „Utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála í Póllandi eftir atburði næturinnar og biðlar til íslenskra ríkisborgara að virða tilmæli yfirvalda og fylgjast vel með staðbundnum fjölmiðlum. Þá er vakin athygli á því að þrátt fyrir að flugvellir landsins séu opnir, megi búast við töfum á flugsamgöngum,“ segir í færslu á samfélagsmiðlum utanríkisráðuneytisins í dag. Ef aðstoðar sé þörf sé hægt að hafa samband við neyðarnúmer borgaraþjónustunnar í síma + 354 545-0112. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur einnig birt færslu á X þar sem hún segir að aðgerðir Rússa í Úkraínu og í Póllandi í nótt séu algjörlega óásættanlegar. Bandamenn verði að bregðast við og leysa í sameiningu. Russia’s overnight attacks on Ukraine with several drones crossing into Poland are unacceptable. It is a reckless escalation that Allies must meet with resolve & unity.— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) September 10, 2025
Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Íslendingar erlendis NATO Pólland Viðreisn Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira