Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2025 13:41 Donald Trump tilnefndi Susan Monarez sem forstöðumann CDC. Innan við mánuði eftir að skipan hennar var staðfest rak hann hana fyrir að standa uppi í hárinu á Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra. AP/J. Scott Applewhite Þrír af æðstu yfirmönnum Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna, einnar fremstu lýðheilsustofnunar í heimi, sögðu af sér eftir að tíðindi um að Hvíta húsið hefði rekið forstöðumann hennar. Sá varar við því að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, „vopnavæði“ nú lýðheilsu í Bandaríkjunum. Allt varð vitlaust innan stofnunarinnar (CDC) eftir að það spurðist að Susan Monarez, forstöðumaður hennar, hefði verið rekin innan við mánuði eftir að Bandaríkjaþing staðfesti skipan hennar í embættið. Þrír af æðstu stjórnendum CDC sögðu af sér. Upphaflega var óljóst hvort Monarez hefði verið rekin þar sem lögmenn hennar héldu því fram að hún hefði hvorki sagt af sér né fengið formlega tilkynningu um brottrekstur. Hvíta húsið staðfesti síðar að Monarez hefði verið rekin vegna þess að hún hefði fylgt stefnu forsetans. Lögmenn Monarez segja aftur á móti að hún hafi verið rekin fyrir að neita að samþykkja gagnrýnislaust „óvísindalegar og glæfralegar tilskipanir“ og að reka sérfræðinga stofnuna án raka. „Þetta snýst ekki um einn embættismann. Þetta snýst um kerfisbundna eyðileggingu á lýðheilsustofnunum, um að þagga niður í sérfræðingum og að blanda pólitík í vísindin á hættulegan hátt,“ sögðu lögmennirnir. Á eftir að leiða til „dauða og örkumlunar“ New York Times heldur því fram að Monarez og Kennedy hafi greint á um stefnu um bóluefni. Kennedy var alræmdur dreifari samsæriskenninga bóluefna áður en Donald Trump skipaði hann heilbrigðisráðherra. Hann hefur í embætti grafið undan bóluefnum, meðal annars með því að reka utanaðkomandi ráðgjafaráð sérfræðinga um bólusetningar og skipa það í staðinn viðhlæjendum sínum. Kennedy og undirsáti hans eru sagðir hafa þrýst á Monarez að segja af sér en hún hafi þvertekið fyrir það. Trump hafi því ákveðið að reka hana sjálfur. Í afsagnarbréfi sínu vegna brottrekstrar Monarez skrifaði Demetra Daskalakis, yfirmaður bólusetninga- og öndunarfærasjúkdómamiðstöðvar CDC, að fólk sem hefði vafasaman ásetning og enn vafasamari nálgun á vísindum hefði verið sett yfir bólusetningarstefnu stjórnvalda. Monarez hefði verið ýtt til hliðar og hendur hennar bundnar af „gerræðislegum leiðtoga“. „Þrá þeirra eftir að þjónka við pólitískt bakland sitt á eftir að leiða til dauðsfalla og örkumlunar viðkvæmra barna og fullorðinna,“ skrifaði Daskalakis sem sagðist ekki geta gegnt stöðu sinni við slíkar aðstæður. Þá varaði Debra Houry, yfirlæknir stofnunarinnar, við vaxandi upplýsingafalsi um bóluefni í bréfi sem hún skrifaði við afsögn sína. Harmaði hún einnig stórfelldan niðurskurð og uppsagnir á starfsfólki stofnunarinnar. Bandaríkin Donald Trump Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Robert F. Kennnedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, gaf á dögunum út skýrslu þar sem farið var hörðum orðum um framleiðslu matvæla í Bandaríkjunum og lyfjamarkað landsins. Skýrslan, sem bar nafnið „Make Amercia Healthy Again“ hefur þó verið harðlega gagnrýnd eftir að í ljós kom að hún vísar í nokkrum tilfellum í rannsóknir sem voru aldrei framkvæmdar. 30. maí 2025 12:32 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Allt varð vitlaust innan stofnunarinnar (CDC) eftir að það spurðist að Susan Monarez, forstöðumaður hennar, hefði verið rekin innan við mánuði eftir að Bandaríkjaþing staðfesti skipan hennar í embættið. Þrír af æðstu stjórnendum CDC sögðu af sér. Upphaflega var óljóst hvort Monarez hefði verið rekin þar sem lögmenn hennar héldu því fram að hún hefði hvorki sagt af sér né fengið formlega tilkynningu um brottrekstur. Hvíta húsið staðfesti síðar að Monarez hefði verið rekin vegna þess að hún hefði fylgt stefnu forsetans. Lögmenn Monarez segja aftur á móti að hún hafi verið rekin fyrir að neita að samþykkja gagnrýnislaust „óvísindalegar og glæfralegar tilskipanir“ og að reka sérfræðinga stofnuna án raka. „Þetta snýst ekki um einn embættismann. Þetta snýst um kerfisbundna eyðileggingu á lýðheilsustofnunum, um að þagga niður í sérfræðingum og að blanda pólitík í vísindin á hættulegan hátt,“ sögðu lögmennirnir. Á eftir að leiða til „dauða og örkumlunar“ New York Times heldur því fram að Monarez og Kennedy hafi greint á um stefnu um bóluefni. Kennedy var alræmdur dreifari samsæriskenninga bóluefna áður en Donald Trump skipaði hann heilbrigðisráðherra. Hann hefur í embætti grafið undan bóluefnum, meðal annars með því að reka utanaðkomandi ráðgjafaráð sérfræðinga um bólusetningar og skipa það í staðinn viðhlæjendum sínum. Kennedy og undirsáti hans eru sagðir hafa þrýst á Monarez að segja af sér en hún hafi þvertekið fyrir það. Trump hafi því ákveðið að reka hana sjálfur. Í afsagnarbréfi sínu vegna brottrekstrar Monarez skrifaði Demetra Daskalakis, yfirmaður bólusetninga- og öndunarfærasjúkdómamiðstöðvar CDC, að fólk sem hefði vafasaman ásetning og enn vafasamari nálgun á vísindum hefði verið sett yfir bólusetningarstefnu stjórnvalda. Monarez hefði verið ýtt til hliðar og hendur hennar bundnar af „gerræðislegum leiðtoga“. „Þrá þeirra eftir að þjónka við pólitískt bakland sitt á eftir að leiða til dauðsfalla og örkumlunar viðkvæmra barna og fullorðinna,“ skrifaði Daskalakis sem sagðist ekki geta gegnt stöðu sinni við slíkar aðstæður. Þá varaði Debra Houry, yfirlæknir stofnunarinnar, við vaxandi upplýsingafalsi um bóluefni í bréfi sem hún skrifaði við afsögn sína. Harmaði hún einnig stórfelldan niðurskurð og uppsagnir á starfsfólki stofnunarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Robert F. Kennnedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, gaf á dögunum út skýrslu þar sem farið var hörðum orðum um framleiðslu matvæla í Bandaríkjunum og lyfjamarkað landsins. Skýrslan, sem bar nafnið „Make Amercia Healthy Again“ hefur þó verið harðlega gagnrýnd eftir að í ljós kom að hún vísar í nokkrum tilfellum í rannsóknir sem voru aldrei framkvæmdar. 30. maí 2025 12:32 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Robert F. Kennnedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, gaf á dögunum út skýrslu þar sem farið var hörðum orðum um framleiðslu matvæla í Bandaríkjunum og lyfjamarkað landsins. Skýrslan, sem bar nafnið „Make Amercia Healthy Again“ hefur þó verið harðlega gagnrýnd eftir að í ljós kom að hún vísar í nokkrum tilfellum í rannsóknir sem voru aldrei framkvæmdar. 30. maí 2025 12:32