Rekur bólusetningaráð stjórnvalda á einu bretti Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2025 10:33 Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, hefur ýmsar framandi hugmyndir um heilbrigðisvísindi, þar á meðal um bóluefni sem hafa bjargað milljónum mannslífa um allan heim. AP/Jose Luis Magana Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur andstæðingur bóluefna rak ráðgjafaráð alríkisstjórnarinnar um bólusetningar eins og það leggur sig. Ráðið hefur verið skipað læknum og vísindamönnum frá læknadeildum helstu háskóla landsins. Ákvörðun Roberts F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherrans, um að reka alla sautján nefndarmenn ráðgjafarnefndar um starfshætti við bólusetningar (Acip), virðist í beinni andstöðu við loforð sem hann gaf þegar Bandaríkjaþing staðfesti skipan hans sem ráðherra í vetur. Þingmaður repúblikana sem hafði efasemdir um Kennedy en greiddi á endanum atkvæði með skipan hans sagði að hann hefði lofað sér að halda Acip óbreyttu. Kennedy tilkynnti um ákvörðunina í aðsendri grein í Wall Street Journal. Þar hélt hann því fram að hann hefði orðið að reka alla nefndarmennina til þess að sitjandi Bandaríkjaforseti gæti skipað meirihluta í nefndinni strax. Þá sakaði hann nefndarmenn um að eiga í hagsmunaárekstrum og að ráðið samþykkti ný bóluefni gagnrýnislaust. Dæmin sem Kennedy nefndi um hagsmunaárekstra nefndarmanna í ráðinu voru þó öll frá 10. áratug síðustu aldar og fyrsta áratug þessarar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AP-fréttastofan segir að ráðgjafarnefndin sé almennt ekki talin pólitísk. Sitjandi nefndarmenn voru allir skipaðir af Joe Biden, fyrrverandi forseta. Ráðleggingar nefndarinnar móta meðal annars hvers konar bólusetningar sjúkratryggingar greiða fyrir, leiðbeiningar heilsugæslustöðva og opinberar ráðleggingar alríkisstjórnarinnar til almennings. Eykur útbreiðslu sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir Bruce Scott, forseti Læknafélags Bandaríkjanna, segir uppsagnirnar snúa á hvolf gagnsæju ferli sem hafi bjargað ótöldum mannslífum. Þær muni auka útbreiðslu sjúkdóma sem hægt væri að koma í veg fyrir með bóluefnum. Vísaði Scott meðal annars til mislingafaraldurs sem grasserar í Bandaríkjunum og hnignandi bólusetingarhlutfalls bandarískra barna á undanförnum árum. Þrátt fyrir að hægt sé að koma í veg fyrir veikindi af völdum mislinga með bóluefni hefur bandaríski heilbrigðisráðherrann ekki treyst sér til þess að mæla með því af heilum hug í þeim faraldri sem hefur geisað á sumum stöðum í Bandaríkjunum í ár.AP/Julio Cortez Bill Cassidy, öldungadeildarþingmaður repúblikana sem sagðist hafa fengið loforð frá Kennedy um að hann hróflaði ekki við ráðgjafaráðinu, segist hafa rætt við ráðherrann. Hann ætli að halda því áfram til þess að tryggja að ráðið verði ekki skipað fólki sem veit ekkert um bóluefni annað en efasemdir um þau. Cassidy er sjálfur læknir. Dreifari upplýsingafals og kukls Kennedy, sem upphaflega gat sér orð sem lögmaður í umhverfisrétti, hefur á undanförnum árum fyrst og fremst helgað sig ýmis konar kukli og falsheilbrigðisvísindum. Hann hefur verið áberandi andstæðingur bóluefna og á raunar fjárhagslegra hagsmuna að gæta þar sem hann hefur höfðað nokkur mál á hendur lyfjafyrirtækjum vegna bóluefna. Á meðal ósanninda sem Kennedy hefur farið með um bóluefna eru að þau tengist á einhvern hátt einhverfu. Fullyrðingar um það byggðust á löngu hrakinni grein spillts læknis sem var á endanum dregin til baka. Fjöldi rannsókna hefur síðan staðfest að engin tengsl eru á milli svonefnda MMR-bóluefnis og einhverfu í börnum. Afstaða Bandaríkjamanna til bóluefna, sem áður var ópólitísk, hefur skautast á undanförnum árum, sérstaklega í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar sem hófst árið 2020. Repúblikanar í Bandaríkjunum kepptust þá við að gera lítið úr alvarleika faraldursins og andmæltu sóttvarnaaðgerðum harðlega. Bóluefnin sem komu fljótt fram við Covid-19 urðu þá tortryggileg í augum fjölda stuðningsmanna flokksins og skotspónn ýmsa framandlegra samsæriskenninga. Bandaríkin Donald Trump Bólusetningar Vísindi Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Ákvörðun Roberts F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherrans, um að reka alla sautján nefndarmenn ráðgjafarnefndar um starfshætti við bólusetningar (Acip), virðist í beinni andstöðu við loforð sem hann gaf þegar Bandaríkjaþing staðfesti skipan hans sem ráðherra í vetur. Þingmaður repúblikana sem hafði efasemdir um Kennedy en greiddi á endanum atkvæði með skipan hans sagði að hann hefði lofað sér að halda Acip óbreyttu. Kennedy tilkynnti um ákvörðunina í aðsendri grein í Wall Street Journal. Þar hélt hann því fram að hann hefði orðið að reka alla nefndarmennina til þess að sitjandi Bandaríkjaforseti gæti skipað meirihluta í nefndinni strax. Þá sakaði hann nefndarmenn um að eiga í hagsmunaárekstrum og að ráðið samþykkti ný bóluefni gagnrýnislaust. Dæmin sem Kennedy nefndi um hagsmunaárekstra nefndarmanna í ráðinu voru þó öll frá 10. áratug síðustu aldar og fyrsta áratug þessarar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AP-fréttastofan segir að ráðgjafarnefndin sé almennt ekki talin pólitísk. Sitjandi nefndarmenn voru allir skipaðir af Joe Biden, fyrrverandi forseta. Ráðleggingar nefndarinnar móta meðal annars hvers konar bólusetningar sjúkratryggingar greiða fyrir, leiðbeiningar heilsugæslustöðva og opinberar ráðleggingar alríkisstjórnarinnar til almennings. Eykur útbreiðslu sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir Bruce Scott, forseti Læknafélags Bandaríkjanna, segir uppsagnirnar snúa á hvolf gagnsæju ferli sem hafi bjargað ótöldum mannslífum. Þær muni auka útbreiðslu sjúkdóma sem hægt væri að koma í veg fyrir með bóluefnum. Vísaði Scott meðal annars til mislingafaraldurs sem grasserar í Bandaríkjunum og hnignandi bólusetingarhlutfalls bandarískra barna á undanförnum árum. Þrátt fyrir að hægt sé að koma í veg fyrir veikindi af völdum mislinga með bóluefni hefur bandaríski heilbrigðisráðherrann ekki treyst sér til þess að mæla með því af heilum hug í þeim faraldri sem hefur geisað á sumum stöðum í Bandaríkjunum í ár.AP/Julio Cortez Bill Cassidy, öldungadeildarþingmaður repúblikana sem sagðist hafa fengið loforð frá Kennedy um að hann hróflaði ekki við ráðgjafaráðinu, segist hafa rætt við ráðherrann. Hann ætli að halda því áfram til þess að tryggja að ráðið verði ekki skipað fólki sem veit ekkert um bóluefni annað en efasemdir um þau. Cassidy er sjálfur læknir. Dreifari upplýsingafals og kukls Kennedy, sem upphaflega gat sér orð sem lögmaður í umhverfisrétti, hefur á undanförnum árum fyrst og fremst helgað sig ýmis konar kukli og falsheilbrigðisvísindum. Hann hefur verið áberandi andstæðingur bóluefna og á raunar fjárhagslegra hagsmuna að gæta þar sem hann hefur höfðað nokkur mál á hendur lyfjafyrirtækjum vegna bóluefna. Á meðal ósanninda sem Kennedy hefur farið með um bóluefna eru að þau tengist á einhvern hátt einhverfu. Fullyrðingar um það byggðust á löngu hrakinni grein spillts læknis sem var á endanum dregin til baka. Fjöldi rannsókna hefur síðan staðfest að engin tengsl eru á milli svonefnda MMR-bóluefnis og einhverfu í börnum. Afstaða Bandaríkjamanna til bóluefna, sem áður var ópólitísk, hefur skautast á undanförnum árum, sérstaklega í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar sem hófst árið 2020. Repúblikanar í Bandaríkjunum kepptust þá við að gera lítið úr alvarleika faraldursins og andmæltu sóttvarnaaðgerðum harðlega. Bóluefnin sem komu fljótt fram við Covid-19 urðu þá tortryggileg í augum fjölda stuðningsmanna flokksins og skotspónn ýmsa framandlegra samsæriskenninga.
Bandaríkin Donald Trump Bólusetningar Vísindi Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira