Tilraunaskotið heppnaðist loksins Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2025 11:37 Frá geimskotinu í nótt. Um mikið sjónarspil var að ræða. AP/Eric Gay Tíunda tilraunaskot starfsmanna SpaceX með Starship geimfarið heppnaðist í nótt. Var það eftir nokkurra daga tafir og misheppnaðar fyrri tilraunir. Að þessu sinni líkti geimskipið sjálft eftir lendingu á Indlandshafi og Super Heavy eldflaugin sem bar geimskipið á loft líkti eftir lendingu á Mexíkóflóa. Einnig heppnaðist að dreifa eftirlíkingum Starlink gervihnatta á braut um jörðu og var það í fyrsta sinn sem það gengur eftir með Starship. Áður hafði geimskipið sprungið í loft á jörðu niðri. Þar áður misheppnaðist níunda tilraunaskotið þegar Starship splundraðist eftir 45 mínútna flug. Starship’s tenth flight test pushed the limits and provided maximum excitement along the way → https://t.co/UIwbeGoo2B pic.twitter.com/W6fH3GCwuP— SpaceX (@SpaceX) August 27, 2025 Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð fljótt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Stæða Super Heavy eldflaugarinnar og Starship er 120 metrar á hæð. Eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim með mun minni tilkostnaði en samkeppnisaðilar hafa burði til. Stórt skref Í tilkynningu frá SpaceX segir að árangurinn marki stórt skref fram á við í þróun Starship. Öllum markmiðum tilraunaskotsins hafi verið náð og að starfsmenn SpaceX hafi safnað gífurlega mikilvægum upplýsingum sem nýtast munu við þróun samstæðunnar. Starfsmenn SpaceX settu sérstaklega mikið álag á hitaskjöld Starship og geimskipið sjálft þegar það féll aftur til jarðar, eftir að hafa komið gervihnattaeftirlíkingunum á sporbraut. Þrátt fyrir það tókst geimskipinu að snúa í loftinu og líkja eftir lendingu. Live views brought to you by @Starlink pic.twitter.com/3yVzQrMZBz— SpaceX (@SpaceX) August 27, 2025 Splashdown confirmed! Congratulations to the entire SpaceX team on an exciting tenth flight test of Starship! pic.twitter.com/5sbSPBRJBP— SpaceX (@SpaceX) August 27, 2025 Super Heavy has splashed down in the Gulf pic.twitter.com/LGozUAmLt8— SpaceX (@SpaceX) August 26, 2025 Open the pod bay door, HALStarship deploying @Starlink simulator sats pic.twitter.com/3CSOyulzcJ— SpaceX (@SpaceX) August 26, 2025 SpaceX Geimurinn Bandaríkin Elon Musk Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Sjá meira
Einnig heppnaðist að dreifa eftirlíkingum Starlink gervihnatta á braut um jörðu og var það í fyrsta sinn sem það gengur eftir með Starship. Áður hafði geimskipið sprungið í loft á jörðu niðri. Þar áður misheppnaðist níunda tilraunaskotið þegar Starship splundraðist eftir 45 mínútna flug. Starship’s tenth flight test pushed the limits and provided maximum excitement along the way → https://t.co/UIwbeGoo2B pic.twitter.com/W6fH3GCwuP— SpaceX (@SpaceX) August 27, 2025 Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð fljótt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Stæða Super Heavy eldflaugarinnar og Starship er 120 metrar á hæð. Eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim með mun minni tilkostnaði en samkeppnisaðilar hafa burði til. Stórt skref Í tilkynningu frá SpaceX segir að árangurinn marki stórt skref fram á við í þróun Starship. Öllum markmiðum tilraunaskotsins hafi verið náð og að starfsmenn SpaceX hafi safnað gífurlega mikilvægum upplýsingum sem nýtast munu við þróun samstæðunnar. Starfsmenn SpaceX settu sérstaklega mikið álag á hitaskjöld Starship og geimskipið sjálft þegar það féll aftur til jarðar, eftir að hafa komið gervihnattaeftirlíkingunum á sporbraut. Þrátt fyrir það tókst geimskipinu að snúa í loftinu og líkja eftir lendingu. Live views brought to you by @Starlink pic.twitter.com/3yVzQrMZBz— SpaceX (@SpaceX) August 27, 2025 Splashdown confirmed! Congratulations to the entire SpaceX team on an exciting tenth flight test of Starship! pic.twitter.com/5sbSPBRJBP— SpaceX (@SpaceX) August 27, 2025 Super Heavy has splashed down in the Gulf pic.twitter.com/LGozUAmLt8— SpaceX (@SpaceX) August 26, 2025 Open the pod bay door, HALStarship deploying @Starlink simulator sats pic.twitter.com/3CSOyulzcJ— SpaceX (@SpaceX) August 26, 2025
SpaceX Geimurinn Bandaríkin Elon Musk Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Sjá meira